Arkitekt hússins er Sigurður Hallgrímsson og sá Haraldur Friðgeirsson um hönnun hússins að innan.
Húsið einkennist af miklum munaði og búið öllum nútíma þægindum. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Eignin skiptist í tvær stofur, fimm svefnherbergi, fjögur baðherbergi og sjónvarpsrými. Eldhúsið er stílhreint og bjart búið veglegri sérsmíðaðri innréttingu í tveimur mismunandi litum, annars vegar ljós með stein á borð og hins vegar úr dökkum við með góðu skápaplássi sem nær upp í loft.
Stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Útengt er úr rýminu á snyrtilega verönd.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.



