Borgin undirbýr sölu Perlunnar, rafstöðvar og bílastæða Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 18:04 Reykjavíkurborg keypti Perluna árið 2013 og síðar tvo vatnstanka Orkuveitu Reykjavíkur. Nú vill hún selja eignina. Vísir/Vilhelm Söluferli á Perlunni, rafstöðvarhúsi í Elliðaárdal og bílastæðum undir Hörpu var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Lágmarksverð fyrir Perluna verður þrír og hálfur milljarður króna en væntanlegur kaupandi þarf að opna dyr sínar fyrir grunnskólanemum. Samþykkt var að selja Perluna og tvo vatnstaka í haust en fyrirkomulag söluferlisins fór fyrir borgarráð í dag. Ferlið verður í tveimur þrepum þar sem fyrst verður auglýst eftir áhugasömum kaupendum. Síðar verður þeim sem uppfylla kröfur sem gerðar eru í þrepi eitt boðið að leggja fram kauptilboð. Á meðal kvaðanna sem borgin leggur á herðar áhugasamra kaupenda er að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Gert er ráð fyrir að Perlan verði auglýst til sölu nú í júní, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Líta til fleira en kaupverðs við sölu á Toppstöðinni Á sama tíma ákvað borgarráð að heimila söluferli á Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Stöðin er elsta gufuaflstöð landsins en þar hefur verið rekið frumkvöðlasetur frá árinu 2008. Byggingin er tæpir 6.500 fermetrar og er metin á tæpar 775 milljónir króna í gildandi fasteignamati. Toppstöðin var reist árið 1946 með fé úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Hún er elsta gufuaflstöð landsins.Vísir/Vilhelm Halda á samkeppni í tengslum við söluna þar sem fleiri þættir en kaupverð er sagt hafa áhrif við mat á tilboðum í ljósi sögulegs mikilvægs hússins og staðsetningar þess. Kaupverðið hefur 75 prósent vægi en einnig á að meta tilboð eftir hugmyndafræði, tengslum við dalinn, hönnun og samráð við nærumhverfi auk fyrirhugaðrar starfsemi í húsinu. Einnig verður byggt á hugmyndum bjóðenda um sjálfbærni og kolefnisfótspor. Borgaryfirvöld segjast áskilja sér rétt til þess að taka eða hafna hvaða tilboð sem berst í stöðina. Borgin á tæp þrjátíu prósent bílastæða undir Hörpu.Vísir/Vilhelm Ætla að selja sín stæði í Hörpu Þá lagði borgarráð blessun sína yfir sölu á 125 bílastæðum sem borgin á undir tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Brunabótamat stæðanna í ár er rúmur 1,1 milljarður króna. Einnig stendur til að auglýsa þau til sölu í þessum mánuði. Stjórn rekstarfélagsins Stæðis slhf. sem rekur bílastæðahúsið hefur forkaupsrétt að stæðunum. Borgin og opinbert hlutafélag um rekstur Hörpu eiga félagið saman. Hlutur borgarinnar er 22,94 prósent. Hluthafar hafa síðan forkaupsrétt í hlutfalli við eign sína í félaginu. Nýti þeir ekki rétt sinn tekur nýr eigandi stæðanna sæti borgarinnar í rekstrarfélaginu. Reykjavík Fasteignamarkaður Borgarstjórn Salan á Perlunni Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Samþykkt var að selja Perluna og tvo vatnstaka í haust en fyrirkomulag söluferlisins fór fyrir borgarráð í dag. Ferlið verður í tveimur þrepum þar sem fyrst verður auglýst eftir áhugasömum kaupendum. Síðar verður þeim sem uppfylla kröfur sem gerðar eru í þrepi eitt boðið að leggja fram kauptilboð. Á meðal kvaðanna sem borgin leggur á herðar áhugasamra kaupenda er að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Gert er ráð fyrir að Perlan verði auglýst til sölu nú í júní, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Líta til fleira en kaupverðs við sölu á Toppstöðinni Á sama tíma ákvað borgarráð að heimila söluferli á Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Stöðin er elsta gufuaflstöð landsins en þar hefur verið rekið frumkvöðlasetur frá árinu 2008. Byggingin er tæpir 6.500 fermetrar og er metin á tæpar 775 milljónir króna í gildandi fasteignamati. Toppstöðin var reist árið 1946 með fé úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Hún er elsta gufuaflstöð landsins.Vísir/Vilhelm Halda á samkeppni í tengslum við söluna þar sem fleiri þættir en kaupverð er sagt hafa áhrif við mat á tilboðum í ljósi sögulegs mikilvægs hússins og staðsetningar þess. Kaupverðið hefur 75 prósent vægi en einnig á að meta tilboð eftir hugmyndafræði, tengslum við dalinn, hönnun og samráð við nærumhverfi auk fyrirhugaðrar starfsemi í húsinu. Einnig verður byggt á hugmyndum bjóðenda um sjálfbærni og kolefnisfótspor. Borgaryfirvöld segjast áskilja sér rétt til þess að taka eða hafna hvaða tilboð sem berst í stöðina. Borgin á tæp þrjátíu prósent bílastæða undir Hörpu.Vísir/Vilhelm Ætla að selja sín stæði í Hörpu Þá lagði borgarráð blessun sína yfir sölu á 125 bílastæðum sem borgin á undir tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Brunabótamat stæðanna í ár er rúmur 1,1 milljarður króna. Einnig stendur til að auglýsa þau til sölu í þessum mánuði. Stjórn rekstarfélagsins Stæðis slhf. sem rekur bílastæðahúsið hefur forkaupsrétt að stæðunum. Borgin og opinbert hlutafélag um rekstur Hörpu eiga félagið saman. Hlutur borgarinnar er 22,94 prósent. Hluthafar hafa síðan forkaupsrétt í hlutfalli við eign sína í félaginu. Nýti þeir ekki rétt sinn tekur nýr eigandi stæðanna sæti borgarinnar í rekstrarfélaginu.
Reykjavík Fasteignamarkaður Borgarstjórn Salan á Perlunni Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira