„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2024 18:45 Jóhann Berg ræddi við Val Pál Eiríksson á Wembley í dag. skjáskot / stöð 2 sport „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. „Við erum að byrja eitthvað nýtt núna. Auðvitað gríðarlegt svekkelsi sem var á móti Úkraínu. Nú þarf bara að byggja upp og ofan á það að við erum að fara inn í Þjóðadeildina, það byrjar bara hér á morgun. Auðvitað vitum við að þetta verður erfiður leikur en bara gaman og við eigum að njóta þess að spila við svona flottar aðstæður.“ Landsliðið kom saman í byrjun vikunnar og hefur æft hjá QPR. Þeir leika svo við England á morgun áður en haldið verður til Niðurlanda og leikið annan vináttuleik gegn hollenska landsliðinu á De Kuip leikvanginum í Feyenoord næsta mánudag. Uppselt er á leikinn á morgun. „Komum saman á mánudag og erum búnir að eiga flottar æfingar á Queens Park Rangers æfingasvæðinu. Komum hingað [á Wembley] núna og svo bara full ferð á morgun og hafa gaman að þessu. Ekkert skemmtilegra en að spila fyrir fullan völl og sérstaklega ef það er á Wembley.“ Mun aldrei gleyma tapinu gegn Úkraínu Þetta verða einu leikir landsliðsins í sumar eftir að hafa misst af sæti á Evrópumótinu með svekkjandi 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Jóhann hefur ekki enn jafnað sig eftir tapið. „Gríðarlega svekkjandi og ég mun aldrei jafna mig á þessum úrslitum en verð að læra að lifa með þeim. Við vorum nálægt þessu og spiluðum góðan leik, tvö mistök sem klúðruðu þessu. Maður er búinn að horfa á þetta ansi oft og svekkja sig yfir þessu en þetta er búið.“ Enska landsliðið heldur svo á Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi. Búist er við auðveldum sigri á morgun gegn Íslandi, stemningssigri til að þjappa hópinn saman fyrir ferðina, en íslenska liðið ætlar sér ekki að leggjast og leyfa þeim að valta yfir sig. „Þetta er þeirra síðasti leikur fyrir EM og við viljum gefa þeim alvöru leik. Sýna að við séum á einhverri vegferð, það sé einhver stígandi í þessu liði og að menn séu að taka ábyrgð á sínum verkefnum. Við viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt í þessu.“ Klippa: Jóhann Berg eftir æfingu á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
„Við erum að byrja eitthvað nýtt núna. Auðvitað gríðarlegt svekkelsi sem var á móti Úkraínu. Nú þarf bara að byggja upp og ofan á það að við erum að fara inn í Þjóðadeildina, það byrjar bara hér á morgun. Auðvitað vitum við að þetta verður erfiður leikur en bara gaman og við eigum að njóta þess að spila við svona flottar aðstæður.“ Landsliðið kom saman í byrjun vikunnar og hefur æft hjá QPR. Þeir leika svo við England á morgun áður en haldið verður til Niðurlanda og leikið annan vináttuleik gegn hollenska landsliðinu á De Kuip leikvanginum í Feyenoord næsta mánudag. Uppselt er á leikinn á morgun. „Komum saman á mánudag og erum búnir að eiga flottar æfingar á Queens Park Rangers æfingasvæðinu. Komum hingað [á Wembley] núna og svo bara full ferð á morgun og hafa gaman að þessu. Ekkert skemmtilegra en að spila fyrir fullan völl og sérstaklega ef það er á Wembley.“ Mun aldrei gleyma tapinu gegn Úkraínu Þetta verða einu leikir landsliðsins í sumar eftir að hafa misst af sæti á Evrópumótinu með svekkjandi 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Jóhann hefur ekki enn jafnað sig eftir tapið. „Gríðarlega svekkjandi og ég mun aldrei jafna mig á þessum úrslitum en verð að læra að lifa með þeim. Við vorum nálægt þessu og spiluðum góðan leik, tvö mistök sem klúðruðu þessu. Maður er búinn að horfa á þetta ansi oft og svekkja sig yfir þessu en þetta er búið.“ Enska landsliðið heldur svo á Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi. Búist er við auðveldum sigri á morgun gegn Íslandi, stemningssigri til að þjappa hópinn saman fyrir ferðina, en íslenska liðið ætlar sér ekki að leggjast og leyfa þeim að valta yfir sig. „Þetta er þeirra síðasti leikur fyrir EM og við viljum gefa þeim alvöru leik. Sýna að við séum á einhverri vegferð, það sé einhver stígandi í þessu liði og að menn séu að taka ábyrgð á sínum verkefnum. Við viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt í þessu.“ Klippa: Jóhann Berg eftir æfingu á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31
Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti