„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2024 18:45 Jóhann Berg ræddi við Val Pál Eiríksson á Wembley í dag. skjáskot / stöð 2 sport „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. „Við erum að byrja eitthvað nýtt núna. Auðvitað gríðarlegt svekkelsi sem var á móti Úkraínu. Nú þarf bara að byggja upp og ofan á það að við erum að fara inn í Þjóðadeildina, það byrjar bara hér á morgun. Auðvitað vitum við að þetta verður erfiður leikur en bara gaman og við eigum að njóta þess að spila við svona flottar aðstæður.“ Landsliðið kom saman í byrjun vikunnar og hefur æft hjá QPR. Þeir leika svo við England á morgun áður en haldið verður til Niðurlanda og leikið annan vináttuleik gegn hollenska landsliðinu á De Kuip leikvanginum í Feyenoord næsta mánudag. Uppselt er á leikinn á morgun. „Komum saman á mánudag og erum búnir að eiga flottar æfingar á Queens Park Rangers æfingasvæðinu. Komum hingað [á Wembley] núna og svo bara full ferð á morgun og hafa gaman að þessu. Ekkert skemmtilegra en að spila fyrir fullan völl og sérstaklega ef það er á Wembley.“ Mun aldrei gleyma tapinu gegn Úkraínu Þetta verða einu leikir landsliðsins í sumar eftir að hafa misst af sæti á Evrópumótinu með svekkjandi 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Jóhann hefur ekki enn jafnað sig eftir tapið. „Gríðarlega svekkjandi og ég mun aldrei jafna mig á þessum úrslitum en verð að læra að lifa með þeim. Við vorum nálægt þessu og spiluðum góðan leik, tvö mistök sem klúðruðu þessu. Maður er búinn að horfa á þetta ansi oft og svekkja sig yfir þessu en þetta er búið.“ Enska landsliðið heldur svo á Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi. Búist er við auðveldum sigri á morgun gegn Íslandi, stemningssigri til að þjappa hópinn saman fyrir ferðina, en íslenska liðið ætlar sér ekki að leggjast og leyfa þeim að valta yfir sig. „Þetta er þeirra síðasti leikur fyrir EM og við viljum gefa þeim alvöru leik. Sýna að við séum á einhverri vegferð, það sé einhver stígandi í þessu liði og að menn séu að taka ábyrgð á sínum verkefnum. Við viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt í þessu.“ Klippa: Jóhann Berg eftir æfingu á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
„Við erum að byrja eitthvað nýtt núna. Auðvitað gríðarlegt svekkelsi sem var á móti Úkraínu. Nú þarf bara að byggja upp og ofan á það að við erum að fara inn í Þjóðadeildina, það byrjar bara hér á morgun. Auðvitað vitum við að þetta verður erfiður leikur en bara gaman og við eigum að njóta þess að spila við svona flottar aðstæður.“ Landsliðið kom saman í byrjun vikunnar og hefur æft hjá QPR. Þeir leika svo við England á morgun áður en haldið verður til Niðurlanda og leikið annan vináttuleik gegn hollenska landsliðinu á De Kuip leikvanginum í Feyenoord næsta mánudag. Uppselt er á leikinn á morgun. „Komum saman á mánudag og erum búnir að eiga flottar æfingar á Queens Park Rangers æfingasvæðinu. Komum hingað [á Wembley] núna og svo bara full ferð á morgun og hafa gaman að þessu. Ekkert skemmtilegra en að spila fyrir fullan völl og sérstaklega ef það er á Wembley.“ Mun aldrei gleyma tapinu gegn Úkraínu Þetta verða einu leikir landsliðsins í sumar eftir að hafa misst af sæti á Evrópumótinu með svekkjandi 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Jóhann hefur ekki enn jafnað sig eftir tapið. „Gríðarlega svekkjandi og ég mun aldrei jafna mig á þessum úrslitum en verð að læra að lifa með þeim. Við vorum nálægt þessu og spiluðum góðan leik, tvö mistök sem klúðruðu þessu. Maður er búinn að horfa á þetta ansi oft og svekkja sig yfir þessu en þetta er búið.“ Enska landsliðið heldur svo á Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi. Búist er við auðveldum sigri á morgun gegn Íslandi, stemningssigri til að þjappa hópinn saman fyrir ferðina, en íslenska liðið ætlar sér ekki að leggjast og leyfa þeim að valta yfir sig. „Þetta er þeirra síðasti leikur fyrir EM og við viljum gefa þeim alvöru leik. Sýna að við séum á einhverri vegferð, það sé einhver stígandi í þessu liði og að menn séu að taka ábyrgð á sínum verkefnum. Við viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt í þessu.“ Klippa: Jóhann Berg eftir æfingu á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31
Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35