Sanngjarnt lífeyriskerfi: Endurskoðun í tæka tíð Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 6. júní 2024 18:30 Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar a frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu eiga breytingarnar að taka gildi 1. september 2025. Lagt er til í frumvarpinu að lögin skulu endurskoðuð fyrir 1. september 2030, þ.e. fimm árum eftir gildistöku þeirra. Fram kemur í frumvarpinu að við þá endurskoðun verði horft til reynslunnar af breyttu fyrirkomulagi þjónustu og greiðslna, m.a. tölulegum upplýsingum, viðhorfum notenda og framvindu mála innan stjórnsýslunnar. ÖBÍ hefur lagt til að í stað þess að endurskoðun laganna fari fram fimm árum eftir gildistöku fari hún fram þremur árum eftir gildistöku. Sem fyrr segir er um að ræða einhverjar umfangsmestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar. Þúsundir úr hópi fatlaðs fólks á Íslandi byggja alla afkomu sína á lögum um almannatryggingar og tengdum lögum. ÖBÍ hefur vakið athygli á því að þegar um sambærilegar lagabreytingar hefur verið að ræða á þessu sama réttarsviði hefur endurskoðun innan þriggja ára verið viðhöfð. ÖBÍ telur að fimm ár án endurskoðunar sé allt of langur tími, ekki síst með hliðsjón af því að mælendur frumvarpsins leggja áherslu á að ljúka afgreiðslu þess á þeim örfáu dögum sem eftir eru af yfirstandandi þingi. Ef þetta flókna og yfirgripsmikla mál verður afgreitt á svo stuttum tíma er því miður hætta á að upp komi vankantar sem geta haft alvarlegar afleiðingar á réttindi og afkomu þeirra sem reiða sig á almannatryggingar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar a frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu eiga breytingarnar að taka gildi 1. september 2025. Lagt er til í frumvarpinu að lögin skulu endurskoðuð fyrir 1. september 2030, þ.e. fimm árum eftir gildistöku þeirra. Fram kemur í frumvarpinu að við þá endurskoðun verði horft til reynslunnar af breyttu fyrirkomulagi þjónustu og greiðslna, m.a. tölulegum upplýsingum, viðhorfum notenda og framvindu mála innan stjórnsýslunnar. ÖBÍ hefur lagt til að í stað þess að endurskoðun laganna fari fram fimm árum eftir gildistöku fari hún fram þremur árum eftir gildistöku. Sem fyrr segir er um að ræða einhverjar umfangsmestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar. Þúsundir úr hópi fatlaðs fólks á Íslandi byggja alla afkomu sína á lögum um almannatryggingar og tengdum lögum. ÖBÍ hefur vakið athygli á því að þegar um sambærilegar lagabreytingar hefur verið að ræða á þessu sama réttarsviði hefur endurskoðun innan þriggja ára verið viðhöfð. ÖBÍ telur að fimm ár án endurskoðunar sé allt of langur tími, ekki síst með hliðsjón af því að mælendur frumvarpsins leggja áherslu á að ljúka afgreiðslu þess á þeim örfáu dögum sem eftir eru af yfirstandandi þingi. Ef þetta flókna og yfirgripsmikla mál verður afgreitt á svo stuttum tíma er því miður hætta á að upp komi vankantar sem geta haft alvarlegar afleiðingar á réttindi og afkomu þeirra sem reiða sig á almannatryggingar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun