Þrír í enska hópnum voru í Nice: „Það var sjokk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2024 15:30 Arnór Ingvi (t.v.) verður í hópnum í kvöld. Hann fagnaði vel, líkt og aðrir, í Nice 2016. Getty Þrír standa eftir úr leikmannahópi enska landsliðsins frá frægu tapi liðsins fyrir Íslandi í Nice á EM 2016. Aðrir muna vel eftir tapinu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Þetta fræga tap Englands, sem gjarnan var líkt við tap fyrir Coventry, enda íbúafjöldi svipaður í ensku borginni á við Ísland, er einnig á meðal fræknari sigra Íslands. Ef ekki sá fræknasti. Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands, spilaði leikinn sem markaði endalok stjóratíðar Roy Hodgson með enska liðið. Kyle Walker spilaði leikinn sömuleiðis og þá var John Stones allan tímann á varamannabekknum. Þetta eru einu þrír leikmenn enska liðsins sem eru á leið á EM í Þýskalandi í sumar. Southgate man vel til þess að hafa horft á leikinn í Nice og átt erfitt kvöld.Vísir/Ívar „Þetta var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta,“ sagði Southgate í samtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld um leikinn 2016. „Það var sjokk,“ sagði Declan Rice, leikmaður enska liðsins, en báðir muna til þess að hafa séð martröð Englands í Nice. Miklar breytingar hafa orðið frá því að Gareth Southgate tók við liðinu af Hodgson í kjölfar þessa taps. Þá hefur Southgate einnig tekið óvæntar og umdeildar ákvarðanir í liðsvali fyrir komandi mót. Raheem Sterling var í leikmannahópnum í Nice og hefur síðan tekið þátt á HM 2018 og 2022 auk EM 2020, en hann var ekki einu sinni í 32 manna æfingahóp Englands fyrir komandi Evrópumót. James Maddison og Jack Grealish heltust úr lestinni í gær og eru ekki í 26 manna hópnum sem heldur til Þýskalands. Líkt og hjá Englendingum eru þrír Íslendingar í leikmannahópnum fyrir leik kvöldsins á Wembley. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason spiluðu leikinn og Sverrir Ingi Ingason sat á varamannabekknum í Nice. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur í opinni dagskrá beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Þetta fræga tap Englands, sem gjarnan var líkt við tap fyrir Coventry, enda íbúafjöldi svipaður í ensku borginni á við Ísland, er einnig á meðal fræknari sigra Íslands. Ef ekki sá fræknasti. Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands, spilaði leikinn sem markaði endalok stjóratíðar Roy Hodgson með enska liðið. Kyle Walker spilaði leikinn sömuleiðis og þá var John Stones allan tímann á varamannabekknum. Þetta eru einu þrír leikmenn enska liðsins sem eru á leið á EM í Þýskalandi í sumar. Southgate man vel til þess að hafa horft á leikinn í Nice og átt erfitt kvöld.Vísir/Ívar „Þetta var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta,“ sagði Southgate í samtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld um leikinn 2016. „Það var sjokk,“ sagði Declan Rice, leikmaður enska liðsins, en báðir muna til þess að hafa séð martröð Englands í Nice. Miklar breytingar hafa orðið frá því að Gareth Southgate tók við liðinu af Hodgson í kjölfar þessa taps. Þá hefur Southgate einnig tekið óvæntar og umdeildar ákvarðanir í liðsvali fyrir komandi mót. Raheem Sterling var í leikmannahópnum í Nice og hefur síðan tekið þátt á HM 2018 og 2022 auk EM 2020, en hann var ekki einu sinni í 32 manna æfingahóp Englands fyrir komandi Evrópumót. James Maddison og Jack Grealish heltust úr lestinni í gær og eru ekki í 26 manna hópnum sem heldur til Þýskalands. Líkt og hjá Englendingum eru þrír Íslendingar í leikmannahópnum fyrir leik kvöldsins á Wembley. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason spiluðu leikinn og Sverrir Ingi Ingason sat á varamannabekknum í Nice. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur í opinni dagskrá beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45
Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31