„Kæru vinir nú eru komin tíu ár frá því að Til í allt Pt. II kom út. En við ætlum ekki að stoppa þar, við ætlum að bæta við þriðja hlutanum, Til í allt Pt. III kemur út fljótlega. En þá verður það einmitt Íslandsmet fyrir lengsta framhaldslag í sögu íslenskrar popptónlistar,“ segir Frikki í myndbandinu á samfélagsmiðlinum rétt áður en hann gerði sig líklegan til að slá met í hundrað metra hlaupi.
Líkt og alþjóð veit hefur Friðrik verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um árabil. Fyrr á þessu ári gaf hann út plötuna Mæður, sem er sjálfstætt framhald af plötunni hans Dætur. Hann sagði við tilefnið í samtali við Vísi að þetta væri hans persónulegasta plata frá upphafi.
Friðrik gerði sitt allra besta í hundrað metra hlaupinu. „Þetta hlýtur að vera Íslandsmet, en hundrað metrar er aðeins lengra en ég hélt,“ sagði Frikki heldur móður eftir hlaupið. Sjón er sögu ríkari.
Friðrik Dór heldur tónleika í Háskólabíói 16. júní.
Watch on TikTok