Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2024 16:01 Elmar Gauti á titil að verja á ICEBOX. Vísir/Stöð 2 Sport Í kvöld fer fram stærsta hnefaleikakvöld á Íslandi í Kaplakrika. ICEBOX. Þar mætir til leiks Elmar Gauti Halldórsson, tvöfaldur meistari á mótinu en sýnt verður frá ICEBOX í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. „Tilfinningin er frábær. Þetta er bara það besta sem ég geri, að stíga þarna upp í hringinn í Kaplakrika fyrir framan 1000-1500 manns. Þetta er bara frábært,“ sagði Elmar Gauti í samtali við Stöð 2 Sport. „Þú bara zone-ar út. Síðast var ég með Alexander Jarl að synga þegar ég labbaði inn og það var frábært. Maður bara lifir sig inn í þetta og svo stígur maður inn í hring og þá heyrir maður nákvæmlega ekki neitt. “ Í ár mun ICEBOX fara þannig fram að íslenskt hnefaleikafólk mætir hnefaleikafólki frá Noregi og Elmar segir það öðruvísi tilfinningu þegar hann stígur inn í hringinn að vita það að hann sé að einhverju leyti fulltrúi Íslands. „Í mars mætti ég besta boxara Noregs í mínum þyngdaflokki. Ég tapaði reyndar, en þetta er ekki sá gæi. Ég held að ég eigi mjög góða möguleika á móti þessum gæja.“ Æfði með þjálfara Conor McGregor Elmar segir að undirbúningurinn fyrir stóra kvöldið hafi kannski ekki verið eins og best verður á kosið, en hann hafi þó fengið góð ráð frá afar færum þjálfara. „Ég er alltaf að æfa og er alltaf tilbúinn, en ég fékk þennan bardaga samt með stuttum fyrirvara. Ég var búinn að sætta mig við að vera ekki að berjast en fékk svo þennan bardaga rétt áður en ég hoppaði út til Írlands fyrir tveimur vikum. Þannig að aðalundirbúningurinn var eiginlega bara úti í Írlandi.“ „Ég var svo með ansi þekktum hnefaleikaþjálfara, Phil Sutcliffe, þjálfaranum hans Conor McGregor.“ „Það er klárlega mjög gott að geta æft með öðrum. Við erum alltaf að æfa með þeim sömu hérna heima þannig að fara svona út er bara frábært.“ Klippa: Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Á titil að verja Elmar hefur fagnað sigri á ICEBOX síðastliðin tvö ár og í fyrra var bardagi hans gegn Aleksandr Baranovs valinn besti bardagi kvöldsins. Að launum hlaut Elmar veglegt belti, eins og venjan er í boxheiminum. „Mér finnst ennþá mjög skrýtin tilfinning að fá belti á Íslandi. En þetta var frábær tilfinning. Davíð þjálfari var búinn að segja við mig að ef ég myndi klára þennan bardaga þá myndi ég fá þetta belti og einhvernveginn í þriðju lotunni náði ég geggjuðu höggi og náði að klára bardagann. Það er eiginlega ólýsanlegt að fá að eiga svona belti.“ Markmið kvöldsins er þó skýrt. Að bæta nýju belti í safnið. „Ég get ekki farið að gefa krökkunum séns þannig ég ætla að gera mitt besta til að fá næsta belti líka.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Elmar í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld. Box Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira
„Tilfinningin er frábær. Þetta er bara það besta sem ég geri, að stíga þarna upp í hringinn í Kaplakrika fyrir framan 1000-1500 manns. Þetta er bara frábært,“ sagði Elmar Gauti í samtali við Stöð 2 Sport. „Þú bara zone-ar út. Síðast var ég með Alexander Jarl að synga þegar ég labbaði inn og það var frábært. Maður bara lifir sig inn í þetta og svo stígur maður inn í hring og þá heyrir maður nákvæmlega ekki neitt. “ Í ár mun ICEBOX fara þannig fram að íslenskt hnefaleikafólk mætir hnefaleikafólki frá Noregi og Elmar segir það öðruvísi tilfinningu þegar hann stígur inn í hringinn að vita það að hann sé að einhverju leyti fulltrúi Íslands. „Í mars mætti ég besta boxara Noregs í mínum þyngdaflokki. Ég tapaði reyndar, en þetta er ekki sá gæi. Ég held að ég eigi mjög góða möguleika á móti þessum gæja.“ Æfði með þjálfara Conor McGregor Elmar segir að undirbúningurinn fyrir stóra kvöldið hafi kannski ekki verið eins og best verður á kosið, en hann hafi þó fengið góð ráð frá afar færum þjálfara. „Ég er alltaf að æfa og er alltaf tilbúinn, en ég fékk þennan bardaga samt með stuttum fyrirvara. Ég var búinn að sætta mig við að vera ekki að berjast en fékk svo þennan bardaga rétt áður en ég hoppaði út til Írlands fyrir tveimur vikum. Þannig að aðalundirbúningurinn var eiginlega bara úti í Írlandi.“ „Ég var svo með ansi þekktum hnefaleikaþjálfara, Phil Sutcliffe, þjálfaranum hans Conor McGregor.“ „Það er klárlega mjög gott að geta æft með öðrum. Við erum alltaf að æfa með þeim sömu hérna heima þannig að fara svona út er bara frábært.“ Klippa: Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Á titil að verja Elmar hefur fagnað sigri á ICEBOX síðastliðin tvö ár og í fyrra var bardagi hans gegn Aleksandr Baranovs valinn besti bardagi kvöldsins. Að launum hlaut Elmar veglegt belti, eins og venjan er í boxheiminum. „Mér finnst ennþá mjög skrýtin tilfinning að fá belti á Íslandi. En þetta var frábær tilfinning. Davíð þjálfari var búinn að segja við mig að ef ég myndi klára þennan bardaga þá myndi ég fá þetta belti og einhvernveginn í þriðju lotunni náði ég geggjuðu höggi og náði að klára bardagann. Það er eiginlega ólýsanlegt að fá að eiga svona belti.“ Markmið kvöldsins er þó skýrt. Að bæta nýju belti í safnið. „Ég get ekki farið að gefa krökkunum séns þannig ég ætla að gera mitt besta til að fá næsta belti líka.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Elmar í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld.
Box Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira