Vill upplýsingar um bótasvik öryrkja Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júní 2024 14:06 Birgir Þórarinsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson hefur lagt fram fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem hann kallar eftir upplýsingum um umfang bótasvika og áhrif á útgjöld ríkisins. Frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu liggur fyrir Alþingi og viðbúið að tekist verði á um málið í þingsal. Í fyrirspurn Birgirs spyr hann sérstaklega út í þær rannsóknir og niðurstöður sem liggja fyrir um bótasvik þar sem „einstaklingar eru metnir öryrkjar án þess að gildar ástæður liggi þar að baki“. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Hagsmunasamtök öryrkja og fatlaðs fólks hafa fagnað sumum af þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu en gagnrýnt aðrar harðlega. Veltir fjölgun öryrkja fyrir sér Birgir beinir nú sjónum að orörkumatinu og hvernig staðið sé að eftirliti með því að matið sé reist á raunhæfum forsendum þeirra sem í hlut eiga. Birgir veltir sömuleiðis fyrir sér fjölgun öryrkja og spyr ráðherra hvaða ástæður liggi að baki eins örri fjölgun örorkulíferyrisþega undanfarin ár. Frá aldamótum hefur fjöldi öryrkja ríflega tvöfaldast. Þegar frá því var greint árið 2019 taldi formaður velferðarnefndar Alþingis streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og sagði ljóst að stytta þyrfti vinnuvikuna. Birgir er ekki sá fyrsti innan Sjálfstæðisflokksins sem veltir fyrir sér hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. Brynjar Níelsson sagði til að mynda í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar fyrir fjórum árum að girða þurfi fyrir misnotkun á kerfinu. Gert er ráð fyrir að fyrrgreint örorkufrumvarp verði til umræðu í þingsal í næstu viku. Nokkur umræða hefur skapast í kringum frumvarpið og hefur Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar boðið öryrkjum til samráðsfundar um breytingarnar í hátíðarsal Smiðju á þriðjudag. Í frumvarpinu er meðal annars lögð til sameining á greiðsluflokkum og einföldun á skerðingarreglum, en jafnframt er innleitt starfsgetumat sem er ætlað að taka mið af félagslegum og heilsufarslegum þáttum. Félagsmál Alþingi Heilbrigðismál Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Í fyrirspurn Birgirs spyr hann sérstaklega út í þær rannsóknir og niðurstöður sem liggja fyrir um bótasvik þar sem „einstaklingar eru metnir öryrkjar án þess að gildar ástæður liggi þar að baki“. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Hagsmunasamtök öryrkja og fatlaðs fólks hafa fagnað sumum af þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu en gagnrýnt aðrar harðlega. Veltir fjölgun öryrkja fyrir sér Birgir beinir nú sjónum að orörkumatinu og hvernig staðið sé að eftirliti með því að matið sé reist á raunhæfum forsendum þeirra sem í hlut eiga. Birgir veltir sömuleiðis fyrir sér fjölgun öryrkja og spyr ráðherra hvaða ástæður liggi að baki eins örri fjölgun örorkulíferyrisþega undanfarin ár. Frá aldamótum hefur fjöldi öryrkja ríflega tvöfaldast. Þegar frá því var greint árið 2019 taldi formaður velferðarnefndar Alþingis streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og sagði ljóst að stytta þyrfti vinnuvikuna. Birgir er ekki sá fyrsti innan Sjálfstæðisflokksins sem veltir fyrir sér hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. Brynjar Níelsson sagði til að mynda í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar fyrir fjórum árum að girða þurfi fyrir misnotkun á kerfinu. Gert er ráð fyrir að fyrrgreint örorkufrumvarp verði til umræðu í þingsal í næstu viku. Nokkur umræða hefur skapast í kringum frumvarpið og hefur Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar boðið öryrkjum til samráðsfundar um breytingarnar í hátíðarsal Smiðju á þriðjudag. Í frumvarpinu er meðal annars lögð til sameining á greiðsluflokkum og einföldun á skerðingarreglum, en jafnframt er innleitt starfsgetumat sem er ætlað að taka mið af félagslegum og heilsufarslegum þáttum.
Félagsmál Alþingi Heilbrigðismál Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira