Skuldar þrotabúi föður síns fleiri milljarða Árni Sæberg skrifar 7. júní 2024 15:40 Jón Hilmar er viðskiptamaður eins og faðir hans en hann er annar stofnenda nýsköpunarfyrirtæksins Noona. Vísir Jón Hilmar Karlsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi föður síns, Karls Wernerssonar, 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá 19. janúar árið 2019. Með vöxtum er ekki óvarlegt að reikna með að heildargreiðsla nemi um fimm milljörðum króna. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm nú síðdegis. Þrotabúið hafði krafist þess að kaupum Jóns Hilmars á félaginu Toska ehf. af föður sínum árið 2014 yrði rift og honum gert að afsala þrotabúinu öllum hlutum í Toska. Til vara krafðist þrotabúið þess að Jón Hilmar greiddi því 2.652.753.000 krónur ef fallist yrði á riftun en framsali hlutanna yrði ekki komið við. Landsréttur mat það svo að Karl hefði verið ógjaldfær í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira þegar hann afsalaði Toska til sonar síns þann 29. apríl árið 2016 eða síðar en Jón Hilmar hafði byggt á því að afsalið hefði átt sér stað árið 2014. Þá taldi Landsréttur svo mikinn mun á virði félagsins og kaupverðinu að um gjöf til nákominna hafi verið að ræða. Því væri ráðstöfuninni rift og Jóni Hilmari gert að greiða þrotabúinu mismuninn, 2.652.753.000 krónur, með dráttarvöxtum. Þá var Jón Hilmar dæmdur til að greiða þrotabúinu fimm milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Áður hafði hann verið dæmdur til að greiða 21,3 milljónir króna í málskostnað í héraði. Þá er ótalinn hans eigin málskostnaður. Borgaði rúma milljón fyrir Lyf og heilsu og margt fleira Helsta eign Toska ehf. þegar Karl seldi syni sínum það var félagið Faxi, sem átti félagið Faxa, sem átti svo lyfjasmásölurisann Lyf og heilsu. Fyrir þennan pakka greiddi Jón Hilmar föður sínum 1,13 milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ráðstöfun Karls á Toska hafi verið ólögmæt og rifti kaupunum. Aftur á móti var kröfu þrotabúsins um afhendingu félagsins vísað frá þar sem talið var að það hefði aukist í virði frá ráðstöfuninni. Því var Jón Hilmar dæmdur til þess að greiða þrotabúinu 465,6 milljónir króna, áætlað virði félagsins við ráðstöfunina, að frádregnu kaupverðinu, 1,13 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Hrunið Milestone-málið Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01 Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00 Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. 3. apríl 2022 20:23 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm nú síðdegis. Þrotabúið hafði krafist þess að kaupum Jóns Hilmars á félaginu Toska ehf. af föður sínum árið 2014 yrði rift og honum gert að afsala þrotabúinu öllum hlutum í Toska. Til vara krafðist þrotabúið þess að Jón Hilmar greiddi því 2.652.753.000 krónur ef fallist yrði á riftun en framsali hlutanna yrði ekki komið við. Landsréttur mat það svo að Karl hefði verið ógjaldfær í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira þegar hann afsalaði Toska til sonar síns þann 29. apríl árið 2016 eða síðar en Jón Hilmar hafði byggt á því að afsalið hefði átt sér stað árið 2014. Þá taldi Landsréttur svo mikinn mun á virði félagsins og kaupverðinu að um gjöf til nákominna hafi verið að ræða. Því væri ráðstöfuninni rift og Jóni Hilmari gert að greiða þrotabúinu mismuninn, 2.652.753.000 krónur, með dráttarvöxtum. Þá var Jón Hilmar dæmdur til að greiða þrotabúinu fimm milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Áður hafði hann verið dæmdur til að greiða 21,3 milljónir króna í málskostnað í héraði. Þá er ótalinn hans eigin málskostnaður. Borgaði rúma milljón fyrir Lyf og heilsu og margt fleira Helsta eign Toska ehf. þegar Karl seldi syni sínum það var félagið Faxi, sem átti félagið Faxa, sem átti svo lyfjasmásölurisann Lyf og heilsu. Fyrir þennan pakka greiddi Jón Hilmar föður sínum 1,13 milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ráðstöfun Karls á Toska hafi verið ólögmæt og rifti kaupunum. Aftur á móti var kröfu þrotabúsins um afhendingu félagsins vísað frá þar sem talið var að það hefði aukist í virði frá ráðstöfuninni. Því var Jón Hilmar dæmdur til þess að greiða þrotabúinu 465,6 milljónir króna, áætlað virði félagsins við ráðstöfunina, að frádregnu kaupverðinu, 1,13 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hrunið Milestone-málið Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01 Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00 Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. 3. apríl 2022 20:23 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01
Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00
Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. 3. apríl 2022 20:23