Skrifaði á sig í gríð og erg og fær engar bætur eftir uppsögn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. júní 2024 11:00 Mynd úr safni. Getty Maður sem var sagt upp störfum fær ekki greiddar bætur fyrir fyrstu tvo mánuðina eftir uppsögn en það er vegna þess að hann átti sjálfur sök á því að vera sagt upp. Maðurinn hafði fengið fjölda áminninga í starfi en jafnframt voru vöruúttektir hans ekki rétt skráðar. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála sem var birtur í dag. Málið fjallar um mann sem sótti um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í janúar en beiðni hans var hafnað fyrir fyrstu tvo mánuðina en fallist var á atvinnuleysisbætur eftir það. Höfnunin var byggð á lögum um atvinnuleysisbætur en þar segir að einstaklingur eigi ekki rétt á bótum tveimur mánuðum eftir uppsögn ef hann ber sjálfur ábyrgð á uppsögninni. Maðurinn kærði þessa ákvörðun Vinnumálastofnunar til úrskurðarnefndar velferðarmála. Taldi sig vera að sinna starfinu Maðurinn tók sjálfur fram í kærunni að honum hafi verið sagt upp störfum eftir fjögur ár í starfi vegna munnlegra áminninga með þeim varnagla þó að hann taldi sig hafa verið að sinna starfi sínu. Maðurinn var ráðinn í annað starf í apríl og fékk einn mánuð greiddan í uppsagnarfrest og tekur hann fram að honum vanti því laun fyrir marsmánuð. Úrskurðarnefndin tók málið til skoðunar og ítrekaði í úrskurði sínum að ef starfsmaður á sjálfur sök að því að vera sagt upp skal atvinnubótum til hans frestað um tvo mánuði og hefjast að þeim loknum. „Í uppsagnarbréfi segi að ástæður uppsagnar séu rangt skráðar vöruúttektir og að engar úrbætur hafi átt sér stað hjá kæranda þrátt fyrir margar munnlegar áminningar. Þá hafi kærandi staðfest framangreint í skýringarbréfi sínu,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðarnefndin tók fram að um matskennda ákvörðun væri að ræða. Nefndin leit svo á að samkvæmt kæru mannsins þar sem hann tók sjálfur fram að honum hafi verið sagt upp starfi vegna áminninga yrði ráðið að um réttar upplýsingar væri að ræða. Taldi úrskurðarnefndin því ljóst að maðurinn hafi misst starfið af ástæðum sem hann átti sjálfur sök á og var ákvörðun Vinnumálastofnunar því staðfest. Vinnumarkaður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála sem var birtur í dag. Málið fjallar um mann sem sótti um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í janúar en beiðni hans var hafnað fyrir fyrstu tvo mánuðina en fallist var á atvinnuleysisbætur eftir það. Höfnunin var byggð á lögum um atvinnuleysisbætur en þar segir að einstaklingur eigi ekki rétt á bótum tveimur mánuðum eftir uppsögn ef hann ber sjálfur ábyrgð á uppsögninni. Maðurinn kærði þessa ákvörðun Vinnumálastofnunar til úrskurðarnefndar velferðarmála. Taldi sig vera að sinna starfinu Maðurinn tók sjálfur fram í kærunni að honum hafi verið sagt upp störfum eftir fjögur ár í starfi vegna munnlegra áminninga með þeim varnagla þó að hann taldi sig hafa verið að sinna starfi sínu. Maðurinn var ráðinn í annað starf í apríl og fékk einn mánuð greiddan í uppsagnarfrest og tekur hann fram að honum vanti því laun fyrir marsmánuð. Úrskurðarnefndin tók málið til skoðunar og ítrekaði í úrskurði sínum að ef starfsmaður á sjálfur sök að því að vera sagt upp skal atvinnubótum til hans frestað um tvo mánuði og hefjast að þeim loknum. „Í uppsagnarbréfi segi að ástæður uppsagnar séu rangt skráðar vöruúttektir og að engar úrbætur hafi átt sér stað hjá kæranda þrátt fyrir margar munnlegar áminningar. Þá hafi kærandi staðfest framangreint í skýringarbréfi sínu,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðarnefndin tók fram að um matskennda ákvörðun væri að ræða. Nefndin leit svo á að samkvæmt kæru mannsins þar sem hann tók sjálfur fram að honum hafi verið sagt upp starfi vegna áminninga yrði ráðið að um réttar upplýsingar væri að ræða. Taldi úrskurðarnefndin því ljóst að maðurinn hafi misst starfið af ástæðum sem hann átti sjálfur sök á og var ákvörðun Vinnumálastofnunar því staðfest.
Vinnumarkaður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira