„Það sem gekk aðallega vel var að við fórum alveg eftir plani eins og til dæmis að halda í boltann. Við höfum áttt svolítið erfitt með það upp á síðkastið en það gekk mjög vel í dag,“ byrjaði Snædís María að segja.
„Við vildum halda boltanum betur og ekki bara sparka honum eitthvert sem við erum vanar að gera. Síðan vorum við mikið að leita út í breiddina.“
Snædís talaði aðeins um sína eigin frammistöðu.
„Ég viðurkenni að það er alltaf gaman að skora og þess vegna er ég ánægð með mína frammistöðu. Ég er samt ekki með nein sérstök markmið hvað varðar markaskorun í sumar því ég vil í rauninni bara skora og vinna leiki,“ endaði Snædís María að segja eftir leik.