„Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júní 2024 11:29 Jóhann Árni var aðstoðarþjálfari Grindvíkinga í vetur. vísir/anton brink Jóhann Árni Ólafsson mun þjálfa Hött í Subway-deild karla á næsta tímabili. Fjölskyldan missti heimilið sitt í Grindavík og nú er stefnan tekin austur. Jóhann bjó áður í Grindavík og starfaði þar fyrir íþróttafélagið. Það sama má segja um eiginkonu hans Petrúnellu Skúladóttur. Fjölskyldan varð að yfirgefa bæinn á sínum tíma og atvinnuöryggið farið. Jóhann verður þjálfari Hattar við hlið Viðars Arnar Hafsteinssonar en hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannssyni sem stýrði Hetti með Viðari í þrjú ár. Á síðasta tímabili komst liðið í fyrsta sinn í úrslitakeppnina þar sem það tapaði fyrir Val, 3-1. „Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum í Grindavík, vinnur og fjölskylda og allt saman. Það var því tilvalið að prófa eitthvað alveg nýtt og fara í eitthvað ævintýri. Við fjölskyldan töluðum svolítið um það að ef ekki núna, hvenær þá?,“ segir Jóhann Árni og heldur áfram. Eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum „Það er mikill uppgangur í körfunni fyrir austan og það er mjög spennandi að geta tekið þátt í þeirri uppbyggingu.“ Jóhann var aðstoðarþjálfari Grindavíkur á síðasta tímabili. Liðið komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem það tapaði fyrir Val í oddaleik, 3-2. „Ég held að þetta verði eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum hjá okkur öllum sem tóku þátt í þessu. Allt sem gekk á og allt sem var ekkert tengt körfubolta. Og að reyna eitthvað að púsla körfubolta inn í þetta allt saman, það verður ótrúlega eftirminnilegt þó að við höfum ekki náð lokatakmarkinu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Jóhann sem var í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Subway-deild karla Grindavík Höttur Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
Fjölskyldan missti heimilið sitt í Grindavík og nú er stefnan tekin austur. Jóhann bjó áður í Grindavík og starfaði þar fyrir íþróttafélagið. Það sama má segja um eiginkonu hans Petrúnellu Skúladóttur. Fjölskyldan varð að yfirgefa bæinn á sínum tíma og atvinnuöryggið farið. Jóhann verður þjálfari Hattar við hlið Viðars Arnar Hafsteinssonar en hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannssyni sem stýrði Hetti með Viðari í þrjú ár. Á síðasta tímabili komst liðið í fyrsta sinn í úrslitakeppnina þar sem það tapaði fyrir Val, 3-1. „Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum í Grindavík, vinnur og fjölskylda og allt saman. Það var því tilvalið að prófa eitthvað alveg nýtt og fara í eitthvað ævintýri. Við fjölskyldan töluðum svolítið um það að ef ekki núna, hvenær þá?,“ segir Jóhann Árni og heldur áfram. Eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum „Það er mikill uppgangur í körfunni fyrir austan og það er mjög spennandi að geta tekið þátt í þeirri uppbyggingu.“ Jóhann var aðstoðarþjálfari Grindavíkur á síðasta tímabili. Liðið komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem það tapaði fyrir Val í oddaleik, 3-2. „Ég held að þetta verði eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum hjá okkur öllum sem tóku þátt í þessu. Allt sem gekk á og allt sem var ekkert tengt körfubolta. Og að reyna eitthvað að púsla körfubolta inn í þetta allt saman, það verður ótrúlega eftirminnilegt þó að við höfum ekki náð lokatakmarkinu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Jóhann sem var í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Subway-deild karla Grindavík Höttur Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira