Ungt burðardýr hlaut vægari dóm í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 20:20 Maðurinn flutti fíkniefnin í ferðatösku. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm Edas Geraitis, 24 ára litáísks karlmanns, úr fimm ára fangelsisvist í fjögurra. Hann var sakfelldur fyrir að flytja inn ríflega fimm kíló af kókaíni til landsins árið 2022. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 20. febrúar þessa árs segir að Geraitis hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 30. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 5,068,64 g af kókaíni, með styrkleika 60 til 83 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Kókaínið hafi hann flutt til Íslands sem farþegi með flugi Icelandair, frá Brussel, Belgíu, til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Hann hafi játað brot sín skýlaust, fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Héraðsdómur dæmdi hann til fimm ára fangelsisvistar. Rétt rúmlega tvítugt burðardýr Í dómi héraðsdóms segir að Geraitis sé fæddur í mars árið 2001. Því var hann aðeins 22 ára þegar hann kom til landsins með fíknefnin meðferðis. Þá segir að af rannsóknargögnum málsins yrði ekki séð að Geraitis hefði verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hefði tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Yrði litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar, ungs aldurs hans og skýlausrar játningar hans á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Þá yrði einnig litið til þess að samkvæmt efnaskýrslu meðal gagna málsins hafi um þriðjungur efnanna verið með aðeins 60 til 63 prósent styrkleika. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að Geraitis hafi flutt umtalsvert magn af sterku kókaíni til landsins, ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni og að aðkoma hans væri ómissandi liður í því ferli. Að öllu framangreindu virtu og með vísan til tveggja dóma Hæstaréttar Ísland mat héraðsdómur refsingu Geraitis hæfilega ákveðna fimm ára fangelsi. Ákæruvaldið vildi þyngri refsingu Í dómi Landsréttar segir að Ríkissaksóknari hafi áfrýjað dómi héraðsdóms, í samræmi við yfirlýsingu Geraitis um áfrýjun. Ákæruvaldið hafi krafist þess að refsing hans yrði þyngd en Geraitis að refsingin yrði milduð. 2Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms og með hliðsjón af tveimur nýlegum dómum Landsréttar þætti refsing Geraitis réttilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Allur áfrýjunarkostnaður var felldur á ríkissjóð en ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað og upptöku fíkniefna staðfest. Geraitis var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í héraði, tvær milljónir króna. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 20. febrúar þessa árs segir að Geraitis hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 30. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 5,068,64 g af kókaíni, með styrkleika 60 til 83 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Kókaínið hafi hann flutt til Íslands sem farþegi með flugi Icelandair, frá Brussel, Belgíu, til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Hann hafi játað brot sín skýlaust, fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Héraðsdómur dæmdi hann til fimm ára fangelsisvistar. Rétt rúmlega tvítugt burðardýr Í dómi héraðsdóms segir að Geraitis sé fæddur í mars árið 2001. Því var hann aðeins 22 ára þegar hann kom til landsins með fíknefnin meðferðis. Þá segir að af rannsóknargögnum málsins yrði ekki séð að Geraitis hefði verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hefði tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Yrði litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar, ungs aldurs hans og skýlausrar játningar hans á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Þá yrði einnig litið til þess að samkvæmt efnaskýrslu meðal gagna málsins hafi um þriðjungur efnanna verið með aðeins 60 til 63 prósent styrkleika. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að Geraitis hafi flutt umtalsvert magn af sterku kókaíni til landsins, ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni og að aðkoma hans væri ómissandi liður í því ferli. Að öllu framangreindu virtu og með vísan til tveggja dóma Hæstaréttar Ísland mat héraðsdómur refsingu Geraitis hæfilega ákveðna fimm ára fangelsi. Ákæruvaldið vildi þyngri refsingu Í dómi Landsréttar segir að Ríkissaksóknari hafi áfrýjað dómi héraðsdóms, í samræmi við yfirlýsingu Geraitis um áfrýjun. Ákæruvaldið hafi krafist þess að refsing hans yrði þyngd en Geraitis að refsingin yrði milduð. 2Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms og með hliðsjón af tveimur nýlegum dómum Landsréttar þætti refsing Geraitis réttilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Allur áfrýjunarkostnaður var felldur á ríkissjóð en ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað og upptöku fíkniefna staðfest. Geraitis var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í héraði, tvær milljónir króna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira