Pönnukökumeistari með kaffi í pönnukökunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2024 20:04 Eygló Alexandersdóttir úr Reykjanesbæ og pönnukökumeistari landsmótsins en keppendur voru meðal annars leystir út með fullt af eggjum frá Nesbú á Vatnsleysuströnd til að geta bakað meira af pönnukökum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Pönnukökumeistari Íslands var krýndur um helgina á landsmóti 50 plús en pönnukökur, sem meistarinn bakaði eru eftir uppskrift frá mömmu viðkomandi. Þá er leyndarmál í pönnukökunum því meistarinn notar kaffi út í þær, sem þykir mjög sérstakt. Landsmót 50 plús fór fram í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum um helgina þar sem keppt var í fjölmörgum greinum þar sem gleðin var í fyrirrúmi. Mótið var samvinnuverkefni Ungmennafélags Íslands og Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum. Það, sem vakti hvað mesta athygli og spennu á mótinu var pönnukökubaksturskeppni. Landsmótið tókst mjög vel og var mikil ánægja með framkvæmd þess.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin fór fram í slökkviliðsstöðinni af einhverjum ástæðum en nokkrar konur, engin karl, tók þátt og sýndu snilldartilþrif. Presturinn á staðnum, séra Arnór Bjarki Blómsterberg var einn af dómurunum en keppendur þurftu að fara eftir fyrirfram ákveðnum reglum svo allt væri löglegt og ekkert svindl í gangi. „Þetta er geggjað, svaka spenna, þetta er öðruvísi, ég er mikil pönnukökukona,” segir Oktavía Ragnarsdóttir keppandi, Oktavía Ragnarsdóttir, sem varð í öðru sæti í pönnukökukeppninni einbeitt á svip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo var komið að því að veita verðlaunin og samdómaálit dómnefndar var að Eygló Alexandersdóttir í Reykjanesbæ væri pönnukökumeistari landsmótsins og Íslands í leiðinni. Hún fékk að sjálfsögðu koss frá eiginmanninum áður en hún kom í viðtal. „Heyrðu, þetta var bara skemmtilegt já, virkilega. Það eru bara nokkur ár síðan tengdamamma mín lést og systir hennar, sem voru pönnukökumeistarar fjölskyldunnar, þá fór ég að taka þetta upp. Það eru kannski svona tíu til fimmtán ár síðan, þá fór ég að prófa mig áfram og hef svo gaman af þessu,” segir Eygló Alexandersdóttir, pönnukökumeistari með meiru. En hvað er það við pönnukökubakstur, sem þarf að hafa helst í huga? „Ég er nú með gömlu uppskriftina hennar mömmu minnar og það er kaffi í mínum pönnukökum, það er leyndarmálið. Og svo bara kannski að hafa þær svolítið þunnar. Ég er töluvert í því að baka, já og pönnukökur og margt annað, vandræði og allt,” segir Eygló skellihlæjandi. Landsmót 50 plús í Vogunum tókst mjög vel en það hófst á fimmtudaginn og lauk í dag, sunnudag. Hér er Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum og Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri félagsins, sem eru mjög sátt og sæl með mótið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló, sem notar meðal annars kaffi í pönnukökuuppskrift sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vogar Pönnukökur Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
Landsmót 50 plús fór fram í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum um helgina þar sem keppt var í fjölmörgum greinum þar sem gleðin var í fyrirrúmi. Mótið var samvinnuverkefni Ungmennafélags Íslands og Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum. Það, sem vakti hvað mesta athygli og spennu á mótinu var pönnukökubaksturskeppni. Landsmótið tókst mjög vel og var mikil ánægja með framkvæmd þess.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin fór fram í slökkviliðsstöðinni af einhverjum ástæðum en nokkrar konur, engin karl, tók þátt og sýndu snilldartilþrif. Presturinn á staðnum, séra Arnór Bjarki Blómsterberg var einn af dómurunum en keppendur þurftu að fara eftir fyrirfram ákveðnum reglum svo allt væri löglegt og ekkert svindl í gangi. „Þetta er geggjað, svaka spenna, þetta er öðruvísi, ég er mikil pönnukökukona,” segir Oktavía Ragnarsdóttir keppandi, Oktavía Ragnarsdóttir, sem varð í öðru sæti í pönnukökukeppninni einbeitt á svip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo var komið að því að veita verðlaunin og samdómaálit dómnefndar var að Eygló Alexandersdóttir í Reykjanesbæ væri pönnukökumeistari landsmótsins og Íslands í leiðinni. Hún fékk að sjálfsögðu koss frá eiginmanninum áður en hún kom í viðtal. „Heyrðu, þetta var bara skemmtilegt já, virkilega. Það eru bara nokkur ár síðan tengdamamma mín lést og systir hennar, sem voru pönnukökumeistarar fjölskyldunnar, þá fór ég að taka þetta upp. Það eru kannski svona tíu til fimmtán ár síðan, þá fór ég að prófa mig áfram og hef svo gaman af þessu,” segir Eygló Alexandersdóttir, pönnukökumeistari með meiru. En hvað er það við pönnukökubakstur, sem þarf að hafa helst í huga? „Ég er nú með gömlu uppskriftina hennar mömmu minnar og það er kaffi í mínum pönnukökum, það er leyndarmálið. Og svo bara kannski að hafa þær svolítið þunnar. Ég er töluvert í því að baka, já og pönnukökur og margt annað, vandræði og allt,” segir Eygló skellihlæjandi. Landsmót 50 plús í Vogunum tókst mjög vel en það hófst á fimmtudaginn og lauk í dag, sunnudag. Hér er Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum og Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri félagsins, sem eru mjög sátt og sæl með mótið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló, sem notar meðal annars kaffi í pönnukökuuppskrift sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vogar Pönnukökur Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira