Mæta fullir einbeitingar til leiks: „Tilvalið að eyðileggja annað partý“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2024 07:00 Jóhann Berg Guðmundsson er fullur einbeitingar fyrir leik kvöldsins. Vísir/Stöð 2 Sport Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið mæti fullt einbeitingar til leiks þegar Ísland sækir Holland heim í vináttulandsleik í kvöld. Íslenska liðið vann frækinn 0-1 sigur gegn Englendingum síðastliðinn föstudag í síðasta leik enska liðsins fyrir EM, en Jóhann segir að íslensku strákarnir hafi verið fljótir að koma sér niður á jörðina eftir þann sigur. „Auðvitað frábær leikur á föstudaginn, en svo þarf bara að einbeita sér strax að næsta leik sem er á morgun [í dag]. Annar erfiður leikur og líka stutt á milli leikja, sem er erfitt,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingasvæðinu í Hollandi í gær. „Við erum bara búnir að vera að koma okkur í gang í dag og í gær og vonandi getum við bara gert svipað og á föstudaginn.“ Sigurinn gefi liðinu mikið sjálfstraust Hann segir eðlilegt að liðið mæti með mikið sjálfstraust í leik dagsins eftir sigurinn gegn Englendingum. „Algjörlega. Ef þú færð ekki sjálfstraust úr svona leikjum þá held ég að það sé erfitt að næla sér í eitthvað sjálfstraust.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leikinn gegn Hollendingum „Auðvitað gerum við það og reynum svo bara að halda áfram okkar plani og því sem við erum að reyna að byggja á eins og ég hef verið að tala um í undanförnum viðtölum. Þetta er byrjunin á einhverju tímabili hjá okkur og fyrsti leikurinn var frábær. Svo er það bara að ná í aðra eins frammistöðu í leiknum gegn Hollendingum.“ Hann segir þó að leikmenn liðsins séu ekkert að missa sig í gleðinni þrátt fyrir sigurinn gegn Englendingum. „Eins og ég sagði þá eru þetta æfingaleikir og við megum ekki fara of hátt upp í leikjum eins og þessum. Svo er líka stutt á milli leikja eins og ég segi þannig það þarf að passa sig hversu hátt maður fer í þessu öllu saman.“ „Þetta verður auðvitað gríðarlega erfiður leikur. Fullur völlur hér og þeir að kveðja Hollendingana sem eru að fara á EM. Þannig að það væri bara tilvalið að eyðileggja annað partý,“ sagði Jóhann sposkur að lokum. Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Íslenska liðið vann frækinn 0-1 sigur gegn Englendingum síðastliðinn föstudag í síðasta leik enska liðsins fyrir EM, en Jóhann segir að íslensku strákarnir hafi verið fljótir að koma sér niður á jörðina eftir þann sigur. „Auðvitað frábær leikur á föstudaginn, en svo þarf bara að einbeita sér strax að næsta leik sem er á morgun [í dag]. Annar erfiður leikur og líka stutt á milli leikja, sem er erfitt,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingasvæðinu í Hollandi í gær. „Við erum bara búnir að vera að koma okkur í gang í dag og í gær og vonandi getum við bara gert svipað og á föstudaginn.“ Sigurinn gefi liðinu mikið sjálfstraust Hann segir eðlilegt að liðið mæti með mikið sjálfstraust í leik dagsins eftir sigurinn gegn Englendingum. „Algjörlega. Ef þú færð ekki sjálfstraust úr svona leikjum þá held ég að það sé erfitt að næla sér í eitthvað sjálfstraust.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leikinn gegn Hollendingum „Auðvitað gerum við það og reynum svo bara að halda áfram okkar plani og því sem við erum að reyna að byggja á eins og ég hef verið að tala um í undanförnum viðtölum. Þetta er byrjunin á einhverju tímabili hjá okkur og fyrsti leikurinn var frábær. Svo er það bara að ná í aðra eins frammistöðu í leiknum gegn Hollendingum.“ Hann segir þó að leikmenn liðsins séu ekkert að missa sig í gleðinni þrátt fyrir sigurinn gegn Englendingum. „Eins og ég sagði þá eru þetta æfingaleikir og við megum ekki fara of hátt upp í leikjum eins og þessum. Svo er líka stutt á milli leikja eins og ég segi þannig það þarf að passa sig hversu hátt maður fer í þessu öllu saman.“ „Þetta verður auðvitað gríðarlega erfiður leikur. Fullur völlur hér og þeir að kveðja Hollendingana sem eru að fara á EM. Þannig að það væri bara tilvalið að eyðileggja annað partý,“ sagði Jóhann sposkur að lokum. Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn