Liverpool greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í gær.
The thoughts and support of everyone at Liverpool FC are with our legendary former captain Alan Hansen, who is currently seriously ill in hospital.
— Liverpool FC (@LFC) June 9, 2024
Hansen er Skoti sem gekk til liðs við Liverpool árið 1977 og átti ótrúlegri velgengni að fagna með félaginu. Hann var hluti af gullaldarliði Liverpool á 8. og 9. áratugnum. Alls vann hann efstu deild átta sinnum, FA bikarinn í tvígang og deildarbikarinn fjögur ár í röð frá 1980-84. Þar að auki varð hann þrisvar sinnum Evrópumeistari.

Hann var vígður í frægðarhöll fótboltans bæði í Skotlandi og Englandi eftir að ferlinum lauk. Frá 1992 til 2014 vann hann sem fótboltasérfræðingur hjá breska ríkismiðlinum, BBC.
Það gerði hann við góðan orðstír en frægasta línan á ferlinum er án efa þegar hann sagði „þú vinnur ekki neitt með þessum krökkum“ og var þá að vísa til ´92 árgangs Manchester United, sem átti jú víst eftir að vinna eitthvað.
Hansen er vel mjög vel metinn meðal fótboltaáhugamanna og stuðningsmanna Liverpool og hrúgast batakveðjur til hans inn á samfélagsmiðlum.