Koeman hrósar íslenska liðinu og segir það enska ekki hafa staðið sig nógu vel í að pressa á Ísland á Wembley á föstudagskvöldið síðasta.
„Þeir vörðust vel. Það er alltaf erfitt fyrir andstæðing að skapa hluti þegar lokað er svo vel á miðjuna. Þú þarft góð hlaup frá leikmönnum og koma Íslandi út úr kerfinu. Við þurfum að gera það í leiknum,“ segir Koeman við Stöð 2 Sport og bætir við:
„England stóð sig ekki vel í pressunni. Ísland fékk pláss til að spila og halda í boltann. Við þurfum að pressa töluvert betur.“
Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan.
Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.