Bóluefni gegn flensu og Covid-19 langt á veg komið Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2024 12:48 Nýtt bóluefni gegn bæði Covid-19 og flensu væru góðar fréttir fyrir sprautuhrædda sem þyrftu þá aðeins eina sprautu í stað tveggja annars. AP/Rogelio V. Solis Lyfjafyrirtækið Moderna er langt komið með bóluefni sem dugar bæði gegn inflúensu og Covid-19. Bóluefnið gæti orðið algengilegt á næstu tveimur árum en samkeppnisaðilar vinna einnig að sambærilegu efni. Þriðja stig tilrauna Moderna með nýja bóluefnið sýndi að það veitti jafngóða vernd gegn flensu og Covid og bóluefni sem eru eingöngu gegn öðrum hvorum veirusjúkdóminum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stephane Bancel, forstjóri Moderna, segir að hann vonist til þess að bóluefnið verði aðgengilegt árið 2026 en jafnvel strax á næsta ári. Bæði Pfizer og BioNTech, sem framleiddu bóluefni gegn Covid-19, vinna einnig að því að þróa bóluefni sem virkar á bæði flensu og Covid-19. Öll bóluefnin sem eru í þróun byggja á svonefndri mRNA-tækni en með henni vonast vísindamenn til þess að geta framleitt bóluefni hraðar en áður og uppfært þau tíðar til þess að þau virki á ólík afbrigði veira. Einbeita sér að eldra fólki sem líklega til að fá bóluefni áfram Nýja bóluefni Moderna er sagt vekja meira mótefnasvar í þátttakendum í tilraunum en eldri bóluefni, jafnvel meiri en núverandi örvunarefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Bancel rekur það til þess að nýja bóluefnið sé hannað með nýjustu afbrigði veirunnar sem ganga um heimsbyggðina í huga. Um átta þúsund manns taka þátt í tilraun Moderna. Allir þátttakendurnir eru yfir fimmtugu og helmingurinn eldri en 64 ára. Moderna segist miða rannsókn sína við eldri aldurshópa því þeir séu líklegastir til þess að vera boðið áfram upp á bóluefni en ætlunin sé að bjóða yngra fólki upp á efnið með tíð og tíma. Aukaverkanir efnisins eru sagðar mildar og í samræmi við þær sem má vænta af öðrum bóluefnum, þar á meðal eymsli á stungustað og þreyta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Lyf Mest lesið Vaktin: Ekta sumarhret leikur landann grátt Veður „Auddi, Steindi og Egill voru í markaðsmálum“ Innlent Vorhret í Vaglaskógi: Gasgrillið í fullum gangi svo að fortjaldið sligist ekki undan snjónum Innlent „Ekki hægt að segja annað en fyrirgefið“ Innlent Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Innlent Brúnni milli Rússlands og Krímskaga lokað eftir sprengingar Erlent Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ Innlent Varð undir bílhræi ofan í járntætara og fær 150 milljónir Innlent Turnarnir svínvirka en fegrunaraðgerðir í farvatninu Innlent Sakar Víði um pólitísk afskipti af máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Andstæðingi forsetans brottrekna spáð sigri í forsetakosningum Brúnni milli Rússlands og Krímskaga lokað eftir sprengingar Forsætisráðherra Hollands segir af sér Fjórir ákærðir í tengslum við morðið á C.Gambino Mun þingið fara fram hjá Trump? Víðir segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun í máli Oscars Yfirmaður FEMA sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila Leggur fram vantrauststillögu á eigin ríkisstjórn Parks & Rec leikari skotinn af nágranna sínum Frakklandsforseti heimsækir Grænland Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Með sömu óásættanlegu kröfurnar Saka Ísraelsher aftur um að hafa skotið á hóp sem beið eftir hjálpargögnum Skipulagði árásina í Colorado í heilt ár Skyndikosningar framundan í Suður-Kóreu Engin tímamótaskref tekin á fundi Rússa og Úkraínumanna Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Sérfræðingar ESB gagnrýna áform þess um að útvatna loftslagsmarkmið Niðurstaðan setji áform ríkisstjórnarinnar í uppnám Skjöl staðfesta að Tice var í haldi Assad-liða Vilja ganga á milli bols og höfuðs á geimrannsóknum í Bandaríkjunum Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Vopnaður heimagerðum eldvörpum Nawrocki sigraði með naumindum Alríkislögreglan rannsakar meinta hryðjuverkaárás Greta Thunberg siglir til Gasa Afskaplega mjótt á munum í kosningunum „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Sjá meira
Þriðja stig tilrauna Moderna með nýja bóluefnið sýndi að það veitti jafngóða vernd gegn flensu og Covid og bóluefni sem eru eingöngu gegn öðrum hvorum veirusjúkdóminum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stephane Bancel, forstjóri Moderna, segir að hann vonist til þess að bóluefnið verði aðgengilegt árið 2026 en jafnvel strax á næsta ári. Bæði Pfizer og BioNTech, sem framleiddu bóluefni gegn Covid-19, vinna einnig að því að þróa bóluefni sem virkar á bæði flensu og Covid-19. Öll bóluefnin sem eru í þróun byggja á svonefndri mRNA-tækni en með henni vonast vísindamenn til þess að geta framleitt bóluefni hraðar en áður og uppfært þau tíðar til þess að þau virki á ólík afbrigði veira. Einbeita sér að eldra fólki sem líklega til að fá bóluefni áfram Nýja bóluefni Moderna er sagt vekja meira mótefnasvar í þátttakendum í tilraunum en eldri bóluefni, jafnvel meiri en núverandi örvunarefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Bancel rekur það til þess að nýja bóluefnið sé hannað með nýjustu afbrigði veirunnar sem ganga um heimsbyggðina í huga. Um átta þúsund manns taka þátt í tilraun Moderna. Allir þátttakendurnir eru yfir fimmtugu og helmingurinn eldri en 64 ára. Moderna segist miða rannsókn sína við eldri aldurshópa því þeir séu líklegastir til þess að vera boðið áfram upp á bóluefni en ætlunin sé að bjóða yngra fólki upp á efnið með tíð og tíma. Aukaverkanir efnisins eru sagðar mildar og í samræmi við þær sem má vænta af öðrum bóluefnum, þar á meðal eymsli á stungustað og þreyta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Lyf Mest lesið Vaktin: Ekta sumarhret leikur landann grátt Veður „Auddi, Steindi og Egill voru í markaðsmálum“ Innlent Vorhret í Vaglaskógi: Gasgrillið í fullum gangi svo að fortjaldið sligist ekki undan snjónum Innlent „Ekki hægt að segja annað en fyrirgefið“ Innlent Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Innlent Brúnni milli Rússlands og Krímskaga lokað eftir sprengingar Erlent Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ Innlent Varð undir bílhræi ofan í járntætara og fær 150 milljónir Innlent Turnarnir svínvirka en fegrunaraðgerðir í farvatninu Innlent Sakar Víði um pólitísk afskipti af máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Andstæðingi forsetans brottrekna spáð sigri í forsetakosningum Brúnni milli Rússlands og Krímskaga lokað eftir sprengingar Forsætisráðherra Hollands segir af sér Fjórir ákærðir í tengslum við morðið á C.Gambino Mun þingið fara fram hjá Trump? Víðir segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun í máli Oscars Yfirmaður FEMA sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila Leggur fram vantrauststillögu á eigin ríkisstjórn Parks & Rec leikari skotinn af nágranna sínum Frakklandsforseti heimsækir Grænland Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Með sömu óásættanlegu kröfurnar Saka Ísraelsher aftur um að hafa skotið á hóp sem beið eftir hjálpargögnum Skipulagði árásina í Colorado í heilt ár Skyndikosningar framundan í Suður-Kóreu Engin tímamótaskref tekin á fundi Rússa og Úkraínumanna Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Sérfræðingar ESB gagnrýna áform þess um að útvatna loftslagsmarkmið Niðurstaðan setji áform ríkisstjórnarinnar í uppnám Skjöl staðfesta að Tice var í haldi Assad-liða Vilja ganga á milli bols og höfuðs á geimrannsóknum í Bandaríkjunum Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Vopnaður heimagerðum eldvörpum Nawrocki sigraði með naumindum Alríkislögreglan rannsakar meinta hryðjuverkaárás Greta Thunberg siglir til Gasa Afskaplega mjótt á munum í kosningunum „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Sjá meira
Vorhret í Vaglaskógi: Gasgrillið í fullum gangi svo að fortjaldið sligist ekki undan snjónum Innlent
Vorhret í Vaglaskógi: Gasgrillið í fullum gangi svo að fortjaldið sligist ekki undan snjónum Innlent