Spáir sól um allt land í vikunni Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. júní 2024 20:51 Siggi Stormur lofar að sumarið sé endanlega komið. Vísir Veðurfræðingur segir norðurheimskautaloftið sem reið yfir landið í síðustu viku með þeim afleiðingum að víða snjóaði vera loks á bak og burt. Hann spáir áframhaldandi góðu veðri næstu vikuna og ráðleggur sólþyrstum útilegumönnum að tjalda fyrir sunnan eða vestan næstu helgi. Margir virðast hafa ákveðið að nýta sér sólina í Nauthólsvík í dag, en þangað var Lillý Valgerður mætt í kvöldfréttum. Hún ræddi veðurhorfur næstu daga við Sigurð Þ. Ragnarsson, eða Sigga Storm. Gangi veðurspár eftir á morgun verður víðast hvar sól. Í dag var veður best á Suðurlandi en nálægt Árnesi mældist hiti nærri tuttugu gráður, og jafnvel mælist hiti hærri á morgun. „Þetta norðurheimskautaloft, þessi vetur sem kom í kjölfar forsetakosninganna, nú er þetta loft loksins að fara út af landinu. Það eymir aðeins af því allra austast. Að öðru leyti er það að fara og inn er að koma hæðarsvæði,“ segir Siggi. Það þýði að sólríkt verði í öllum landshlutum, og það komum við til með að sjá á morgun. Hann segir hitatölur vel geta farið yfir tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri. „Ég á von á að það verði hlýjast þar, 22 gráður jafnvel. Akureyri og Eyjafjarðarsvæði, fimmtán, sextán stig kannski þegar best lætur. Þannig að við erum að tala um allt annað veður en verið hefur.“ Siggi varar þó við fleiri lægðum strax á eftir góða veðrinu. „Það má segja að strax á þriðjudagskvöld, það er að segja annað kvöld, og á miðvikudag, má búast við að það þykkni upp og það verði dálítil væta. Áfram þó hlýtt í veðri,“ segir Siggi og að það eigi við um Suður- og Vesturland. En á sama tíma fái Norðlendingar algjöra „bongóblíðu“. Þannig verði það fram á föstudag, en þá snúist veðrið aftur á móti við og Sunn- og Vestlendingar fái bjartviðri meðan skýjað verður fyrir norðan. „En stóru tíðindin eru þau að við erum laus við þetta ískalda norðurheimskautsloft, sem var bara vetur sem við fengum í júnímánuði.“ Þannig að þú ert að fullyrða að sumarið er komið? „Við skulum bara stimpla það inn hér og nú, að sumarið er komið. Veturinn er farinn og nú tökum við það að ferðast um landið og hafa gan og gaman af og í góðu veðri. Og þegar maður horfir á spárnar fram í tímann erum við að tala um prýðilegar veðurhorfur. Hæglætisveður næstu tíu tólf daga og jafnvel áfram,“ segir Siggi. Hann segir hitatölur vera orðnar tveggja stafa og hiti muni ekki fara niður í þrjár gráður á nóttunni á næstunni, eins og hann hefur verið að gera. Nú er þriggja daga helgi fram undan, hvert á fólk að fara í útilegu? „Nú verður maður að ráðleggja því að fara, eins og staðan er núna, sunnan og vestan til á landinu. Þar verður sólríkast og um leið hlýjast. En það verður hins vegar prýðisveður víða á landinu. Þannig að þó það verði ekki mikil sól á landinu norðanverðu verður hins vegar ágætlega hlýtt. Og eins og ég segi, tveggja stafa hitatölur um allt land. Aðeins kaldara á Vestfjörðum en menn eiga að geta farið á sunnan- og vestanvert landið. Það verður blíðan mest.“ Veður Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Margir virðast hafa ákveðið að nýta sér sólina í Nauthólsvík í dag, en þangað var Lillý Valgerður mætt í kvöldfréttum. Hún ræddi veðurhorfur næstu daga við Sigurð Þ. Ragnarsson, eða Sigga Storm. Gangi veðurspár eftir á morgun verður víðast hvar sól. Í dag var veður best á Suðurlandi en nálægt Árnesi mældist hiti nærri tuttugu gráður, og jafnvel mælist hiti hærri á morgun. „Þetta norðurheimskautaloft, þessi vetur sem kom í kjölfar forsetakosninganna, nú er þetta loft loksins að fara út af landinu. Það eymir aðeins af því allra austast. Að öðru leyti er það að fara og inn er að koma hæðarsvæði,“ segir Siggi. Það þýði að sólríkt verði í öllum landshlutum, og það komum við til með að sjá á morgun. Hann segir hitatölur vel geta farið yfir tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri. „Ég á von á að það verði hlýjast þar, 22 gráður jafnvel. Akureyri og Eyjafjarðarsvæði, fimmtán, sextán stig kannski þegar best lætur. Þannig að við erum að tala um allt annað veður en verið hefur.“ Siggi varar þó við fleiri lægðum strax á eftir góða veðrinu. „Það má segja að strax á þriðjudagskvöld, það er að segja annað kvöld, og á miðvikudag, má búast við að það þykkni upp og það verði dálítil væta. Áfram þó hlýtt í veðri,“ segir Siggi og að það eigi við um Suður- og Vesturland. En á sama tíma fái Norðlendingar algjöra „bongóblíðu“. Þannig verði það fram á föstudag, en þá snúist veðrið aftur á móti við og Sunn- og Vestlendingar fái bjartviðri meðan skýjað verður fyrir norðan. „En stóru tíðindin eru þau að við erum laus við þetta ískalda norðurheimskautsloft, sem var bara vetur sem við fengum í júnímánuði.“ Þannig að þú ert að fullyrða að sumarið er komið? „Við skulum bara stimpla það inn hér og nú, að sumarið er komið. Veturinn er farinn og nú tökum við það að ferðast um landið og hafa gan og gaman af og í góðu veðri. Og þegar maður horfir á spárnar fram í tímann erum við að tala um prýðilegar veðurhorfur. Hæglætisveður næstu tíu tólf daga og jafnvel áfram,“ segir Siggi. Hann segir hitatölur vera orðnar tveggja stafa og hiti muni ekki fara niður í þrjár gráður á nóttunni á næstunni, eins og hann hefur verið að gera. Nú er þriggja daga helgi fram undan, hvert á fólk að fara í útilegu? „Nú verður maður að ráðleggja því að fara, eins og staðan er núna, sunnan og vestan til á landinu. Þar verður sólríkast og um leið hlýjast. En það verður hins vegar prýðisveður víða á landinu. Þannig að þó það verði ekki mikil sól á landinu norðanverðu verður hins vegar ágætlega hlýtt. Og eins og ég segi, tveggja stafa hitatölur um allt land. Aðeins kaldara á Vestfjörðum en menn eiga að geta farið á sunnan- og vestanvert landið. Það verður blíðan mest.“
Veður Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira