Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2024 13:01 Gosmengun frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni liggur yfir höfuðborginni í dag. vísir Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir óljóst hver staðan á landrisinu sé en það muni koma í ljós á næstu dögum. Kvikuflæði sé inn í Svartsengi og gera megi ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Hækkun á fína svifrykinu Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni liggur yfir höfuðborginni sem mun samkvæmt verkefnastjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa áhrif á þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. „Við sjáum á loftgæðamælistöðvunum í borginni hækkun á fína svifrykinu og við sjáum líka hækkun á brennisteinsdíoxíð. Það er einkennandi fyrir þessa gosmóðu að við getum illa mælt hana beint en við sjáum vísbendingarnar þegar gildin í fína svifrykinu hækka þannig að ástandið er ekkert sérstaklega gott,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Fólki ráðlagt frá hreyfingu utandyra Þeir sem eru hraustir gætu þó fundið fyrir sviða í öndunarfærum og slímhúð. Þá er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. „Það eru leiðbeiningar inni á loftgæði.is til að styðjast við með útivist þegar gosmengun er í gangi.“ Svava segir skynsamlegt að loka gluggum á meðan móðan liggur yfir svæðinu. „Og reyna, að ef fólk er að keyra í borginni í einhvern tíma, að vera með hringrásina á í bílnum, að draga ekki loft inn í bílinn.“ Til hverra ná þessar leiðbeiningar, allra á höfuðborgarsvæðinu? „Já eins og þetta lítur út á gasdreifingarspá Veðurstofunnar og í mælistöðvunum þá virðist þetta dreifast yfir allt höfuðborgarsvæðið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Tengdar fréttir Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir óljóst hver staðan á landrisinu sé en það muni koma í ljós á næstu dögum. Kvikuflæði sé inn í Svartsengi og gera megi ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Hækkun á fína svifrykinu Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni liggur yfir höfuðborginni sem mun samkvæmt verkefnastjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa áhrif á þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. „Við sjáum á loftgæðamælistöðvunum í borginni hækkun á fína svifrykinu og við sjáum líka hækkun á brennisteinsdíoxíð. Það er einkennandi fyrir þessa gosmóðu að við getum illa mælt hana beint en við sjáum vísbendingarnar þegar gildin í fína svifrykinu hækka þannig að ástandið er ekkert sérstaklega gott,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Fólki ráðlagt frá hreyfingu utandyra Þeir sem eru hraustir gætu þó fundið fyrir sviða í öndunarfærum og slímhúð. Þá er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. „Það eru leiðbeiningar inni á loftgæði.is til að styðjast við með útivist þegar gosmengun er í gangi.“ Svava segir skynsamlegt að loka gluggum á meðan móðan liggur yfir svæðinu. „Og reyna, að ef fólk er að keyra í borginni í einhvern tíma, að vera með hringrásina á í bílnum, að draga ekki loft inn í bílinn.“ Til hverra ná þessar leiðbeiningar, allra á höfuðborgarsvæðinu? „Já eins og þetta lítur út á gasdreifingarspá Veðurstofunnar og í mælistöðvunum þá virðist þetta dreifast yfir allt höfuðborgarsvæðið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Tengdar fréttir Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41
Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24