Gerir upp sögu Séð og heyrt: „Þetta er mjög sterkur samfélagsspegill“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júní 2024 21:01 Þorsteinn Joð ætlar að rýna í slúðurblaðið sáluga. vísir „Ég hitti blaðamann, sem hafði unnið á blaðinu og fór að segja mér sögur. Ég hugsaði með mér að ef þetta er ekki sjónvarp, þá er ekkert sjónvarp.“ Þetta segir Þorsteinn Joð sem vinnur nú að heimildarþáttum um slúðurtímaritið Sáluga, Séð og heyrt. Tímaritið kom út á árunum 1996-2016. „Fyrsta tölublaðið fjallaði um Ólaf Ragnar og Dorrit. Síðan þróast blaðið mjög mikið á þessum tuttugu árum. Síðan þróast blaðið mjög mikið á þessum tuttugu árum. Það kemur ný áhersla þegar Birtingur kaupir blaðið árið 2008. Síðan eru síðustu árin erfið þegar netmiðlarnir eru komnir til sögunnar.“ Ætlunin sé því að gera sex heimildarþætti, þar sem fjallað er um einstaka vinkla í hverri mynd. „Ég er búinn að taka viðtöl við allt starfsfólkið sem var þarna og heyra sögur frá þeim. Eins að tengja þetta við sögusvið blaðsins. Við megum ekki gleyma því að Séð og heyrt kemur út á Íslandi árið 1996. Eru fjörutíu raunverulega frægir á Íslandi?“ spyr Þorsteinn Joð sem ræddi þættina í Bítinu í vikunni. „Sögusviðið er Reykjavík City og svo Los Angeles og Hollywood. Sem er alveg galið.“ Þá hafi fólk orðið frægt í gegnum Séð og heyrt sem ekki hafi verið frægt fyrir. Þorsteinn nefnir Fjölni Þorgeirsson sem dæmi. „Hann er í fyrsta blaðinu og er svo bara í öllum blöðunum, nánas. Að byrja með og hætta með.“ Ásdís Rán hafi sömuleiðis verið áberandi. Hún og blaðið hafi í sameiningu búið til Ísdrottninguna svokölluðu. „Þeir leggja upp ásamt ritstjórn að gera lífið skemmtilegra. Tobba Marínós vann um tíma á Séð og heyrt og hún orðaði þetta mjög vel í viðtali. Hún sagði: „í Séð og heyrt voru bara allir æðislegir“. Fyrirsagnir hafi verið á heimsmælikvarða. Þorsteinn Joð vill tengja þættina við lesendur og þá sem fjallað var um. Bæði til að fjalla um það góða og slæma. Því hvetur Þorsteinn fólk til að hafa samband við hann í gegnum samfélagsmiðla. Hann segir Séð og heyrt ansi sterkan samfélagsspegil. „Það er ákveðin mótsögn í því að Séð og heyrt er geymt á Þjóðskjalasafninu. Það er innbundið í svörtum möppum með gylltum kili. Og handritin í næsta herbergi.“ Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þetta segir Þorsteinn Joð sem vinnur nú að heimildarþáttum um slúðurtímaritið Sáluga, Séð og heyrt. Tímaritið kom út á árunum 1996-2016. „Fyrsta tölublaðið fjallaði um Ólaf Ragnar og Dorrit. Síðan þróast blaðið mjög mikið á þessum tuttugu árum. Síðan þróast blaðið mjög mikið á þessum tuttugu árum. Það kemur ný áhersla þegar Birtingur kaupir blaðið árið 2008. Síðan eru síðustu árin erfið þegar netmiðlarnir eru komnir til sögunnar.“ Ætlunin sé því að gera sex heimildarþætti, þar sem fjallað er um einstaka vinkla í hverri mynd. „Ég er búinn að taka viðtöl við allt starfsfólkið sem var þarna og heyra sögur frá þeim. Eins að tengja þetta við sögusvið blaðsins. Við megum ekki gleyma því að Séð og heyrt kemur út á Íslandi árið 1996. Eru fjörutíu raunverulega frægir á Íslandi?“ spyr Þorsteinn Joð sem ræddi þættina í Bítinu í vikunni. „Sögusviðið er Reykjavík City og svo Los Angeles og Hollywood. Sem er alveg galið.“ Þá hafi fólk orðið frægt í gegnum Séð og heyrt sem ekki hafi verið frægt fyrir. Þorsteinn nefnir Fjölni Þorgeirsson sem dæmi. „Hann er í fyrsta blaðinu og er svo bara í öllum blöðunum, nánas. Að byrja með og hætta með.“ Ásdís Rán hafi sömuleiðis verið áberandi. Hún og blaðið hafi í sameiningu búið til Ísdrottninguna svokölluðu. „Þeir leggja upp ásamt ritstjórn að gera lífið skemmtilegra. Tobba Marínós vann um tíma á Séð og heyrt og hún orðaði þetta mjög vel í viðtali. Hún sagði: „í Séð og heyrt voru bara allir æðislegir“. Fyrirsagnir hafi verið á heimsmælikvarða. Þorsteinn Joð vill tengja þættina við lesendur og þá sem fjallað var um. Bæði til að fjalla um það góða og slæma. Því hvetur Þorsteinn fólk til að hafa samband við hann í gegnum samfélagsmiðla. Hann segir Séð og heyrt ansi sterkan samfélagsspegil. „Það er ákveðin mótsögn í því að Séð og heyrt er geymt á Þjóðskjalasafninu. Það er innbundið í svörtum möppum með gylltum kili. Og handritin í næsta herbergi.“
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira