Húmor í kennslu: Við hlustum, skiljum og munum betur Sveinn Waage skrifar 11. júní 2024 16:31 Nýlega birtist svört skýrsla um alvarlega stöðu drengja í menntakerfinu, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Í tillögum um úrbætur er m.a. talað um að námsefni þurfi að vekja meiri áhuga. Vera fjölbreyttara og skemmtilegra. Í fyrirlestrinum Húmor Virkar sem var unninn upp úr samnefndu námskeiði í Opna Háskólanum í HR, er farið yfir margvíslega virkni húmors sem er studd af viðamiklum rannsóknum. Ein lykilástæða fyrir því að húmor er enn meira greindur í dag eru niðurstöður sem sýna virkni í atvinnulífinu og stjórnun. Sýna að húmor eykur skilvirkni og árangur. Og nei, þetta eru ekki einhverjar pælingar til gamans, heldur akademísk nálgun og rannsóknir sem fara m.a. fram í Stanford háskóla og Harvard. Líklega kannast fleiri við tengingar húmors og heilsu. Margir muna efir bíómyndinni „Patch Adams“ með Robin Williams sem fjallaði um téðan lækni og frumkvöðul sem rannsakaði áhrif húmors á bata langveikra barna. Við þekkjum líka gamla góða máltækið „Hláturinn lengir lífið“ sem ekki aðeins var svo satt þegar amma og afi sögðu það, heldur vísindalega sannreynt í dag. Önnur ólík virkni eins aukin athygli og vörn/skjöldur í erfiðum aðstæðum er eitthvað áheyrendur húmor Virkar tengja flestir við en ekki síður tengja þau við það sem eftirfarandi orð eiga að fjalla um; virkni húmors í kennslu og fræðslu. Á Heilsuþingi Heilbrigðisráðuneytisins á Hilton 2022 var flutt stutt útgáfa af fyrrgreindum fyrirlestri. Þema þingsins þetta árið var „Heilsulæsi“ - góðfúslega túlkað; hvernig fáum við fólk til að lesa, skilja og muna skilaboð um heilsu. Stutta svarið er; með húmor. Á sama hátt er húmor líka svarið við kröfu um fjölbreyttara og skemmtilegra námsefni. Því húmor er ekki bara skemmtilegur, heldur virkar hann til að ná betri tökum á náminu. Já virkar í alvöru talað. Ef við hugsum til baka erum við ekki flest öll að muna hvernig sumir kennarar náðu til okkar og aðrir ekki? Hvernig við náðum oftar en ekki að meðtaka námsefnið eftir því hvernig okkur leið í tímum? Munum við ekki hvernig var auðveldara var að læra það sem okkur leiddist ekki? Og svo loks hvernig skemmtilegra nám svo skilaði sér í árangri og betri einkunnum? Ef það var gaman, gekk betur. Nánast undantekningalaust. Í dag getum við, ekki aðeins með því að rifja upp okkar reynslu, heldur með niðurstöðum rannsókna og betri þekkingu fullyrt hvað gerist þegar húmor er til staðar í fræðslu og kennslu. Við HLUSTUM betur, við SKILJUM betur, við MUNUM betur og HVETUR okkur til að vilja vita meira. Þetta er ekkert smáræði þegar kemur að því að læra. Þetta er í rauninni allt sem skiptir máli. Við hljótum að vilja skoða þetta betur því húmor virkar sannarlega þegar kemur að fræðslu og kennslu. Já, húmor hirkar í fúlustu alvöru. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari sem hefur grandskoðað magnaða virkni húmors með námskeiðahaldi og fyrirlestrum undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýlega birtist svört skýrsla um alvarlega stöðu drengja í menntakerfinu, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Í tillögum um úrbætur er m.a. talað um að námsefni þurfi að vekja meiri áhuga. Vera fjölbreyttara og skemmtilegra. Í fyrirlestrinum Húmor Virkar sem var unninn upp úr samnefndu námskeiði í Opna Háskólanum í HR, er farið yfir margvíslega virkni húmors sem er studd af viðamiklum rannsóknum. Ein lykilástæða fyrir því að húmor er enn meira greindur í dag eru niðurstöður sem sýna virkni í atvinnulífinu og stjórnun. Sýna að húmor eykur skilvirkni og árangur. Og nei, þetta eru ekki einhverjar pælingar til gamans, heldur akademísk nálgun og rannsóknir sem fara m.a. fram í Stanford háskóla og Harvard. Líklega kannast fleiri við tengingar húmors og heilsu. Margir muna efir bíómyndinni „Patch Adams“ með Robin Williams sem fjallaði um téðan lækni og frumkvöðul sem rannsakaði áhrif húmors á bata langveikra barna. Við þekkjum líka gamla góða máltækið „Hláturinn lengir lífið“ sem ekki aðeins var svo satt þegar amma og afi sögðu það, heldur vísindalega sannreynt í dag. Önnur ólík virkni eins aukin athygli og vörn/skjöldur í erfiðum aðstæðum er eitthvað áheyrendur húmor Virkar tengja flestir við en ekki síður tengja þau við það sem eftirfarandi orð eiga að fjalla um; virkni húmors í kennslu og fræðslu. Á Heilsuþingi Heilbrigðisráðuneytisins á Hilton 2022 var flutt stutt útgáfa af fyrrgreindum fyrirlestri. Þema þingsins þetta árið var „Heilsulæsi“ - góðfúslega túlkað; hvernig fáum við fólk til að lesa, skilja og muna skilaboð um heilsu. Stutta svarið er; með húmor. Á sama hátt er húmor líka svarið við kröfu um fjölbreyttara og skemmtilegra námsefni. Því húmor er ekki bara skemmtilegur, heldur virkar hann til að ná betri tökum á náminu. Já virkar í alvöru talað. Ef við hugsum til baka erum við ekki flest öll að muna hvernig sumir kennarar náðu til okkar og aðrir ekki? Hvernig við náðum oftar en ekki að meðtaka námsefnið eftir því hvernig okkur leið í tímum? Munum við ekki hvernig var auðveldara var að læra það sem okkur leiddist ekki? Og svo loks hvernig skemmtilegra nám svo skilaði sér í árangri og betri einkunnum? Ef það var gaman, gekk betur. Nánast undantekningalaust. Í dag getum við, ekki aðeins með því að rifja upp okkar reynslu, heldur með niðurstöðum rannsókna og betri þekkingu fullyrt hvað gerist þegar húmor er til staðar í fræðslu og kennslu. Við HLUSTUM betur, við SKILJUM betur, við MUNUM betur og HVETUR okkur til að vilja vita meira. Þetta er ekkert smáræði þegar kemur að því að læra. Þetta er í rauninni allt sem skiptir máli. Við hljótum að vilja skoða þetta betur því húmor virkar sannarlega þegar kemur að fræðslu og kennslu. Já, húmor hirkar í fúlustu alvöru. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari sem hefur grandskoðað magnaða virkni húmors með námskeiðahaldi og fyrirlestrum undanfarin ár.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun