Húmor í kennslu: Við hlustum, skiljum og munum betur Sveinn Waage skrifar 11. júní 2024 16:31 Nýlega birtist svört skýrsla um alvarlega stöðu drengja í menntakerfinu, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Í tillögum um úrbætur er m.a. talað um að námsefni þurfi að vekja meiri áhuga. Vera fjölbreyttara og skemmtilegra. Í fyrirlestrinum Húmor Virkar sem var unninn upp úr samnefndu námskeiði í Opna Háskólanum í HR, er farið yfir margvíslega virkni húmors sem er studd af viðamiklum rannsóknum. Ein lykilástæða fyrir því að húmor er enn meira greindur í dag eru niðurstöður sem sýna virkni í atvinnulífinu og stjórnun. Sýna að húmor eykur skilvirkni og árangur. Og nei, þetta eru ekki einhverjar pælingar til gamans, heldur akademísk nálgun og rannsóknir sem fara m.a. fram í Stanford háskóla og Harvard. Líklega kannast fleiri við tengingar húmors og heilsu. Margir muna efir bíómyndinni „Patch Adams“ með Robin Williams sem fjallaði um téðan lækni og frumkvöðul sem rannsakaði áhrif húmors á bata langveikra barna. Við þekkjum líka gamla góða máltækið „Hláturinn lengir lífið“ sem ekki aðeins var svo satt þegar amma og afi sögðu það, heldur vísindalega sannreynt í dag. Önnur ólík virkni eins aukin athygli og vörn/skjöldur í erfiðum aðstæðum er eitthvað áheyrendur húmor Virkar tengja flestir við en ekki síður tengja þau við það sem eftirfarandi orð eiga að fjalla um; virkni húmors í kennslu og fræðslu. Á Heilsuþingi Heilbrigðisráðuneytisins á Hilton 2022 var flutt stutt útgáfa af fyrrgreindum fyrirlestri. Þema þingsins þetta árið var „Heilsulæsi“ - góðfúslega túlkað; hvernig fáum við fólk til að lesa, skilja og muna skilaboð um heilsu. Stutta svarið er; með húmor. Á sama hátt er húmor líka svarið við kröfu um fjölbreyttara og skemmtilegra námsefni. Því húmor er ekki bara skemmtilegur, heldur virkar hann til að ná betri tökum á náminu. Já virkar í alvöru talað. Ef við hugsum til baka erum við ekki flest öll að muna hvernig sumir kennarar náðu til okkar og aðrir ekki? Hvernig við náðum oftar en ekki að meðtaka námsefnið eftir því hvernig okkur leið í tímum? Munum við ekki hvernig var auðveldara var að læra það sem okkur leiddist ekki? Og svo loks hvernig skemmtilegra nám svo skilaði sér í árangri og betri einkunnum? Ef það var gaman, gekk betur. Nánast undantekningalaust. Í dag getum við, ekki aðeins með því að rifja upp okkar reynslu, heldur með niðurstöðum rannsókna og betri þekkingu fullyrt hvað gerist þegar húmor er til staðar í fræðslu og kennslu. Við HLUSTUM betur, við SKILJUM betur, við MUNUM betur og HVETUR okkur til að vilja vita meira. Þetta er ekkert smáræði þegar kemur að því að læra. Þetta er í rauninni allt sem skiptir máli. Við hljótum að vilja skoða þetta betur því húmor virkar sannarlega þegar kemur að fræðslu og kennslu. Já, húmor hirkar í fúlustu alvöru. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari sem hefur grandskoðað magnaða virkni húmors með námskeiðahaldi og fyrirlestrum undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nýlega birtist svört skýrsla um alvarlega stöðu drengja í menntakerfinu, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Í tillögum um úrbætur er m.a. talað um að námsefni þurfi að vekja meiri áhuga. Vera fjölbreyttara og skemmtilegra. Í fyrirlestrinum Húmor Virkar sem var unninn upp úr samnefndu námskeiði í Opna Háskólanum í HR, er farið yfir margvíslega virkni húmors sem er studd af viðamiklum rannsóknum. Ein lykilástæða fyrir því að húmor er enn meira greindur í dag eru niðurstöður sem sýna virkni í atvinnulífinu og stjórnun. Sýna að húmor eykur skilvirkni og árangur. Og nei, þetta eru ekki einhverjar pælingar til gamans, heldur akademísk nálgun og rannsóknir sem fara m.a. fram í Stanford háskóla og Harvard. Líklega kannast fleiri við tengingar húmors og heilsu. Margir muna efir bíómyndinni „Patch Adams“ með Robin Williams sem fjallaði um téðan lækni og frumkvöðul sem rannsakaði áhrif húmors á bata langveikra barna. Við þekkjum líka gamla góða máltækið „Hláturinn lengir lífið“ sem ekki aðeins var svo satt þegar amma og afi sögðu það, heldur vísindalega sannreynt í dag. Önnur ólík virkni eins aukin athygli og vörn/skjöldur í erfiðum aðstæðum er eitthvað áheyrendur húmor Virkar tengja flestir við en ekki síður tengja þau við það sem eftirfarandi orð eiga að fjalla um; virkni húmors í kennslu og fræðslu. Á Heilsuþingi Heilbrigðisráðuneytisins á Hilton 2022 var flutt stutt útgáfa af fyrrgreindum fyrirlestri. Þema þingsins þetta árið var „Heilsulæsi“ - góðfúslega túlkað; hvernig fáum við fólk til að lesa, skilja og muna skilaboð um heilsu. Stutta svarið er; með húmor. Á sama hátt er húmor líka svarið við kröfu um fjölbreyttara og skemmtilegra námsefni. Því húmor er ekki bara skemmtilegur, heldur virkar hann til að ná betri tökum á náminu. Já virkar í alvöru talað. Ef við hugsum til baka erum við ekki flest öll að muna hvernig sumir kennarar náðu til okkar og aðrir ekki? Hvernig við náðum oftar en ekki að meðtaka námsefnið eftir því hvernig okkur leið í tímum? Munum við ekki hvernig var auðveldara var að læra það sem okkur leiddist ekki? Og svo loks hvernig skemmtilegra nám svo skilaði sér í árangri og betri einkunnum? Ef það var gaman, gekk betur. Nánast undantekningalaust. Í dag getum við, ekki aðeins með því að rifja upp okkar reynslu, heldur með niðurstöðum rannsókna og betri þekkingu fullyrt hvað gerist þegar húmor er til staðar í fræðslu og kennslu. Við HLUSTUM betur, við SKILJUM betur, við MUNUM betur og HVETUR okkur til að vilja vita meira. Þetta er ekkert smáræði þegar kemur að því að læra. Þetta er í rauninni allt sem skiptir máli. Við hljótum að vilja skoða þetta betur því húmor virkar sannarlega þegar kemur að fræðslu og kennslu. Já, húmor hirkar í fúlustu alvöru. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari sem hefur grandskoðað magnaða virkni húmors með námskeiðahaldi og fyrirlestrum undanfarin ár.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar