Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 11. júní 2024 18:19 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. Í fréttatilkynningu segir að undanfarið hefur netsala áfengis til neytenda færst nokkuð í aukana og það hafi orðið tilefni til umræðu í samfélaginu, m.a. í tengslum við markmið laga um að stýra aðgengi að áfengi, draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu og vernda ungt fólk gegn neyslu áfengi Hinn 5. júní hafi ráðuneytinu boristerindi frá heilbrigðisráðherra þar sem þróun í áfengissölu er sett í samhengi við lög um landlækni og lýðheilsu og við núverandi lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið látið vinna lögfræðiálit um lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi, þar sem gerð er grein fyrir gildandi lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi og þeim valkostum sem til greina koma varðandi breytingar á því. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. Fagfélög í heilbrigðiskerfinu lýst áhyggjum Málið var til umræðu á Alþingi í dag en Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna sagði að fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hefðu vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum um að fá vín í búðir. Í sérstökum umræðum sem hún hóf um sölu áfengis á netinu sagði hún menn kinka kolli við lýðheilsusjónarmiðum en svo endaði umræðan alltaf á sama stað. „Að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr. Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum,“ sagði Jódís á Alþingi í dag. Það gilti bæði um Bónus og Netið. Þetta væri ekkert vafamál en þrátt fyrir það byðu tugi netverslana upp á áfengi. Þingflokkur Vinstri grænna hefði haft lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar varðandi allar breytingar á áfengislöggjöfinni. Nú hefði framboð á áfengi hins vegar margfaldast. „Er ráðherra tilbúinn að grípa í taumana varðandi netsölu áfengis í ljósi þess lýðheilsuskaða sem fagfélög í heilbrigðiskerfinu hafa lýst rökstuddum áhyggjum af að muni verða ef slík viðskipti eru látin óáreitt.“ Nútíma sprúttsala Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vísaði til lýðheilsustefnu stjórnvalda og sagði augljóst hvað aukin neysla á áfengi hefði í för með sér fyrir heilsu fólks og kostnað samfélagsins. Hann hefði því skrifað fjármálaráðherra og óskað eftir upplýsingum um hvernig hann hyggðist framfylgja eftirliti með verslun með áfengi. „Takmarkanir á aðgengi eins og einkasala, með takmörkunum á opnunartímum og auglýsingabann eru meðal þeirra öflugustu forvarnaraðgerða sem við eigum,“ sagði Willum. Ásmundur Friðriksson þingmaður sjálfstæðisflokksins tjáði sig að auki um málið. Hann líkti heimsendingu á brennivíni við nútíma sprúttsölu eins og hún er framkvæmd. „Menn hringja bara á bíl og það er komið eftir hálftíma upp í rúm til fólks. Það þarf ekki einu sinni að klæða sig til að sækja þetta. Sendibílar í nágrannabyggðum hér eru fullir af brennivíni keyrandi heim til fólks alla daga vikunnar. Aðallega eldri borgarar sem sitja heima og drekka sig fulla á hverjum einasta degi. Þetta er orðið langstærsta vandamál SÁÁ.“ Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að undanfarið hefur netsala áfengis til neytenda færst nokkuð í aukana og það hafi orðið tilefni til umræðu í samfélaginu, m.a. í tengslum við markmið laga um að stýra aðgengi að áfengi, draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu og vernda ungt fólk gegn neyslu áfengi Hinn 5. júní hafi ráðuneytinu boristerindi frá heilbrigðisráðherra þar sem þróun í áfengissölu er sett í samhengi við lög um landlækni og lýðheilsu og við núverandi lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið látið vinna lögfræðiálit um lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi, þar sem gerð er grein fyrir gildandi lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi og þeim valkostum sem til greina koma varðandi breytingar á því. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. Fagfélög í heilbrigðiskerfinu lýst áhyggjum Málið var til umræðu á Alþingi í dag en Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna sagði að fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hefðu vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum um að fá vín í búðir. Í sérstökum umræðum sem hún hóf um sölu áfengis á netinu sagði hún menn kinka kolli við lýðheilsusjónarmiðum en svo endaði umræðan alltaf á sama stað. „Að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr. Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum,“ sagði Jódís á Alþingi í dag. Það gilti bæði um Bónus og Netið. Þetta væri ekkert vafamál en þrátt fyrir það byðu tugi netverslana upp á áfengi. Þingflokkur Vinstri grænna hefði haft lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar varðandi allar breytingar á áfengislöggjöfinni. Nú hefði framboð á áfengi hins vegar margfaldast. „Er ráðherra tilbúinn að grípa í taumana varðandi netsölu áfengis í ljósi þess lýðheilsuskaða sem fagfélög í heilbrigðiskerfinu hafa lýst rökstuddum áhyggjum af að muni verða ef slík viðskipti eru látin óáreitt.“ Nútíma sprúttsala Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vísaði til lýðheilsustefnu stjórnvalda og sagði augljóst hvað aukin neysla á áfengi hefði í för með sér fyrir heilsu fólks og kostnað samfélagsins. Hann hefði því skrifað fjármálaráðherra og óskað eftir upplýsingum um hvernig hann hyggðist framfylgja eftirliti með verslun með áfengi. „Takmarkanir á aðgengi eins og einkasala, með takmörkunum á opnunartímum og auglýsingabann eru meðal þeirra öflugustu forvarnaraðgerða sem við eigum,“ sagði Willum. Ásmundur Friðriksson þingmaður sjálfstæðisflokksins tjáði sig að auki um málið. Hann líkti heimsendingu á brennivíni við nútíma sprúttsölu eins og hún er framkvæmd. „Menn hringja bara á bíl og það er komið eftir hálftíma upp í rúm til fólks. Það þarf ekki einu sinni að klæða sig til að sækja þetta. Sendibílar í nágrannabyggðum hér eru fullir af brennivíni keyrandi heim til fólks alla daga vikunnar. Aðallega eldri borgarar sem sitja heima og drekka sig fulla á hverjum einasta degi. Þetta er orðið langstærsta vandamál SÁÁ.“
Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira