Tók skólabækurnar með þó hann sé að undirbúa sig fyrir EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2024 15:00 Lamine Yamal lætur góðan árangur á fótboltavellinum ekki hafa áhrif á námið. Getty Images/Mateo Villalba Undrabarnið Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, er í spænska landsliðshópnum sem tekur þátt á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Yamal er hins vegar aðeins 16 ára gamall og meðan aðrir leikmenn liðsins slaka á eða spila tölvuleiki situr hann yfir skólabókunum. Yamal verður 17 ára þann 13. júlí næstkomandi en hann er ein af skærustu stjörnum Börsunga. Á meðan félagið er í tómu tjóni fjárhagslega virðist La Masia-akademían aldrei hafa verið sterkari. Miðjumennirnir Pedri (21 árs) og Gavi (19 ára) eru þekktar stærðir þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Alejandro Balde er einn mest spennandi vinstri bakvörður Evrópu, Pau Cubarsí er aðeins 17 ára gamall en spilaði frábærlega í miðverðinum á nýafstaðinni leiktíð þrátt fyrir að vera varla nægilega gamall til að keyra bíl. Hinn 21 árs gamli Fermín López verður betri með hverjum leiknum og svo er það hinn 16 ára gamli Lamine Yamal sem er einfaldlega einn mest spennandi leikmaður heims í dag. Þrátt fyrir ungan aldur þá tók hann þátt í öllum nema einum leik Barcelona í La Liga, efstu deild Spánar, ásamt því að spila alla tíu leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls lék hann 50 leiki fyrir Barcelona, skoraði sjö mörk og gaf 10 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað sjö A-landsleiki til þessa og skorað tvö mörk. That Lamine Yamal assist for Ruiz 🤤#EURO2024 pic.twitter.com/d9wmQg5M04— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 10, 2024 Þrátt fyrir að tímabilið hjá Barcelona hafi verið hálfgerð vonbrigði þá átti Lamal frábært tímabil. Tímabili hans er þó hvergi nærri lokið þar sem hann var valinn í spænska landsliðið fyrir EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi. Hann virðist þó með báða fætur á jörðinni og passaði sig að taka heimanámið með sér. „Ég tók heimanámið með því ég er á fjórða ári á ESO og er í tímum á netinu. Ég vona að kennarinn felli mig ekki,“ sagði Lamal er hann var spurður út í hvað hann er að gera á milli æfinga í aðdraganda mótsins. Lamine Yamal is doing homework and Spain plays Croatia on Saturday 😂📚 pic.twitter.com/X1h1Ys9ACc— ESPN FC (@ESPNFC) June 11, 2024 Spánn er í B-riðli Evrópumótsins ásamt Ítalíu, Króatíu og Albaníu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira
Yamal verður 17 ára þann 13. júlí næstkomandi en hann er ein af skærustu stjörnum Börsunga. Á meðan félagið er í tómu tjóni fjárhagslega virðist La Masia-akademían aldrei hafa verið sterkari. Miðjumennirnir Pedri (21 árs) og Gavi (19 ára) eru þekktar stærðir þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Alejandro Balde er einn mest spennandi vinstri bakvörður Evrópu, Pau Cubarsí er aðeins 17 ára gamall en spilaði frábærlega í miðverðinum á nýafstaðinni leiktíð þrátt fyrir að vera varla nægilega gamall til að keyra bíl. Hinn 21 árs gamli Fermín López verður betri með hverjum leiknum og svo er það hinn 16 ára gamli Lamine Yamal sem er einfaldlega einn mest spennandi leikmaður heims í dag. Þrátt fyrir ungan aldur þá tók hann þátt í öllum nema einum leik Barcelona í La Liga, efstu deild Spánar, ásamt því að spila alla tíu leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Alls lék hann 50 leiki fyrir Barcelona, skoraði sjö mörk og gaf 10 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað sjö A-landsleiki til þessa og skorað tvö mörk. That Lamine Yamal assist for Ruiz 🤤#EURO2024 pic.twitter.com/d9wmQg5M04— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 10, 2024 Þrátt fyrir að tímabilið hjá Barcelona hafi verið hálfgerð vonbrigði þá átti Lamal frábært tímabil. Tímabili hans er þó hvergi nærri lokið þar sem hann var valinn í spænska landsliðið fyrir EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi. Hann virðist þó með báða fætur á jörðinni og passaði sig að taka heimanámið með sér. „Ég tók heimanámið með því ég er á fjórða ári á ESO og er í tímum á netinu. Ég vona að kennarinn felli mig ekki,“ sagði Lamal er hann var spurður út í hvað hann er að gera á milli æfinga í aðdraganda mótsins. Lamine Yamal is doing homework and Spain plays Croatia on Saturday 😂📚 pic.twitter.com/X1h1Ys9ACc— ESPN FC (@ESPNFC) June 11, 2024 Spánn er í B-riðli Evrópumótsins ásamt Ítalíu, Króatíu og Albaníu.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Sjá meira