Ekkert bús í búðir! Jódís Skúladóttir skrifar 12. júní 2024 11:31 Fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hafa vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum; að fá vín í búðir. Má þar nefna samtökin Fræðsla og forvarnir, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum og ýmsar breiðfylkingar forvarnasamtaka sem hafa unnið gott starf á málefnalegum og faglegum grunni til að halda lýðheilsusjónarmiðum varðandi áfengissölu á lofti. Þá má ekki heldur gleyma félögum fagfólks í heilbrigðisgeiranum sem hafa ítrekað vakið athygli á skaðsemi áfengisneyslu fyrir heilsufar. Það hefur verið hlustað, skoðanir og rök tekin til greina, kollum kinkað og spurningum svarað. En svo endum við alltaf á sama stað, að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr: Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum, hvort sem það er í Bónus eða á netinu. Það er bannað með lögum. Þrátt fyrir það bjóða tugir fyrirtækja upp á netsölu á áfengi á Íslandi í dag. Í gær var ég málshefjandi í sérstakri umræðu um forvarnir og lýðheilsu þegar horft er til aukins aðgengis að áfengi en Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lagt lýðheilsusjónarmið til grundvallar allri umræðu um breytingar á áfengislöggjöfinni. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni og yfirgnæfandi meirihluti var andsnúinn því að auka aðgengi að áfengi. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af þessum áherslum sem fara beint gegn stefnu stjórnvalda um lýðheilsu. Hæstvirtir félags- og vinnumarkaðsráðherra, matvælaráðherra og fjármálaráðherra hafa sömuleiðis tjáð þessa skoðun sína og þá sérstaklega hvað varðar netsölu á áfengi. Netsala á áfengi stóreykur neyslu þess. Um það er fjöldi rannsókna samhljóða. Um miðjan september í fyrra bárust fregnir af því að áfengisneysla Íslendinga hafi tvöfaldast á síðustu áratugum, og þetta á ekki bara við um fullorðna Íslendinga heldur ná tölurnar yfir börn frá 15 ára aldri. Fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega hefur meira en þrefaldast á síðustu áratugum. Á sama tíma og fræðsla hefur aukist, mikilvægi forvarnastarfs orðið viðurkennt og unglingadrykkja hætt að vera samfélagslegt norm hefur eitt gerst: Framboð á áfengi hefur margfaldast. Og hvað gerist þegar áfengisneysla eykst? Þeim fjölgar í takt sem þurfa aðstoð vegna neyslu sinnar á þessu vinsælasta og viðurkennda fíkniefni sem mannskepnan hefur fundið upp. Sum geta drukkið áfengi án þess að bíða skaða af. En þeirra hagsmunir geta ekki trompað lýðheilsusjónarmið og þann kostnað sem samfélagið ber af áfengisvandanum. Áfengi er meðal fjögurra algengustu áhættuþátta fyrir ýmsar tegundir krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfall að ógleymdum þeim félagslegu vandamálum sem tengjast áfengisneyslu og kosta samfélagið bæði ómælda þjáningu og gríðarlegar fjárhæðir ár hvert. Þau sem ekki geta sýnt þá fyrirhyggju að næla sér í hvitvín með humrinum á almennum opnunartímum ÁTVR verða bara að lifa við það “íþyngjandi ástand”. Lýðheilsa allra hinna vegur einfaldlega þyngra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Áfengi og tóbak Alþingi Vinstri græn Netsala á áfengi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hafa vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum; að fá vín í búðir. Má þar nefna samtökin Fræðsla og forvarnir, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum og ýmsar breiðfylkingar forvarnasamtaka sem hafa unnið gott starf á málefnalegum og faglegum grunni til að halda lýðheilsusjónarmiðum varðandi áfengissölu á lofti. Þá má ekki heldur gleyma félögum fagfólks í heilbrigðisgeiranum sem hafa ítrekað vakið athygli á skaðsemi áfengisneyslu fyrir heilsufar. Það hefur verið hlustað, skoðanir og rök tekin til greina, kollum kinkað og spurningum svarað. En svo endum við alltaf á sama stað, að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr: Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum, hvort sem það er í Bónus eða á netinu. Það er bannað með lögum. Þrátt fyrir það bjóða tugir fyrirtækja upp á netsölu á áfengi á Íslandi í dag. Í gær var ég málshefjandi í sérstakri umræðu um forvarnir og lýðheilsu þegar horft er til aukins aðgengis að áfengi en Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lagt lýðheilsusjónarmið til grundvallar allri umræðu um breytingar á áfengislöggjöfinni. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni og yfirgnæfandi meirihluti var andsnúinn því að auka aðgengi að áfengi. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af þessum áherslum sem fara beint gegn stefnu stjórnvalda um lýðheilsu. Hæstvirtir félags- og vinnumarkaðsráðherra, matvælaráðherra og fjármálaráðherra hafa sömuleiðis tjáð þessa skoðun sína og þá sérstaklega hvað varðar netsölu á áfengi. Netsala á áfengi stóreykur neyslu þess. Um það er fjöldi rannsókna samhljóða. Um miðjan september í fyrra bárust fregnir af því að áfengisneysla Íslendinga hafi tvöfaldast á síðustu áratugum, og þetta á ekki bara við um fullorðna Íslendinga heldur ná tölurnar yfir börn frá 15 ára aldri. Fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega hefur meira en þrefaldast á síðustu áratugum. Á sama tíma og fræðsla hefur aukist, mikilvægi forvarnastarfs orðið viðurkennt og unglingadrykkja hætt að vera samfélagslegt norm hefur eitt gerst: Framboð á áfengi hefur margfaldast. Og hvað gerist þegar áfengisneysla eykst? Þeim fjölgar í takt sem þurfa aðstoð vegna neyslu sinnar á þessu vinsælasta og viðurkennda fíkniefni sem mannskepnan hefur fundið upp. Sum geta drukkið áfengi án þess að bíða skaða af. En þeirra hagsmunir geta ekki trompað lýðheilsusjónarmið og þann kostnað sem samfélagið ber af áfengisvandanum. Áfengi er meðal fjögurra algengustu áhættuþátta fyrir ýmsar tegundir krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfall að ógleymdum þeim félagslegu vandamálum sem tengjast áfengisneyslu og kosta samfélagið bæði ómælda þjáningu og gríðarlegar fjárhæðir ár hvert. Þau sem ekki geta sýnt þá fyrirhyggju að næla sér í hvitvín með humrinum á almennum opnunartímum ÁTVR verða bara að lifa við það “íþyngjandi ástand”. Lýðheilsa allra hinna vegur einfaldlega þyngra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun