Sér fyrir sér 2031 án hvalveiða og sjókvíaeldis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 21:22 Gísli Rafn Ólafsson og Lenya Rún Taha Karim þingmenn Pírata flytja eldhúsdagsræður í kvöld. Píratar Þingmaður Pírata sagði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komna yfir síðasta söludag og gagnrýndi hvalveiðileyfið sem matvælaráðherra tilkynni um í gær, í eldhúsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að fyrsta verk Pírata í ríkisstjórn væri að styrkja Samkeppniseftirlitið vegna þess að kapítalismi án samkeppni kallist arðrán. „Við erum stödd á sjöunda ári samsteypustjórnar afturhaldsafla. Nýjasta afurð glundroða-bandalags íhaldsflokkanna er að gefa út hvalveiðileyfi í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Já og gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra, sömuleiðis í óþökk þjóðarinnar.“ Svona byrjaði Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata eldhúsdagsræðu sína. Hann sagði ríkisstjórnina komna fram yfir síðasta söludag. Sífellt færri styðji flokkana sem að henni standa, og enn færri styðji ríkisstjórnina. „Það eru allir komnir með yfir sig nóg á krísu Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG. Um þau þarf ekki að hafa fleiri orð,“ sagði Gísli Vill sjókvíaeldis- og hvalveiðalaust 2031 „Þegar ég hugsa til framtíðar Íslands, sé ég fyrir mér samfélag þar sem hlustað er á allar raddir. Samfélag sem er þakklátt kröfuhörðum kjósendum og kann að meta framlag og lýðræðisþátttöku allra. Ímyndum okkur aðeins hvernig þessi ræða mín myndi líta út árið 2031, með Pírata í ríkisstjórn sjö ár þar á undan.“ Hann sagði samfélag árið 2031 með Pírata í ríkisstjórn til sjö ára líta þannig út að kosningaaldur hafi verið lækkaður í sextán ár og á ungt fólk væri hlustað. Búið væri að banna hvalveiðar og sjókvíaeldi, ferðamannaiðnaður væri sjálfbær og rentan af auðlindum þjóðarinnar væri nýtt til góðra verka. „Markmiðið er einfalt, kraftmikið, fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf um allt land, sem borgar nægilega mikið til baka til samfélagsins til að tryggja hágæða menntun, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, líka þegar kemur að tannlækningum og geðheilbrigði. Öllum verði tryggt öruggt húsnæði við hæfi eftir umfangsmikið uppbyggingarátak hins opinbera. Frjálslynt samfélag ábyrgra einstaklinga,“ sagði Gísli. Réttindi launafólks ofar arðgreiðslna hinna auðugu Hann sagði Pírata ekki í stjórnmálum til að breyta einhverjum smáatriðum. „Píratar vilja kerfislægar breytingar. Ekki bara plástra og bútasaum. Breytingar geta verið erfiðar. Þær eru tímafrekar og kalla á mikla samvinnu. Einmitt þess vegna er mikilvægt að við trúum á framfarir og umbætur og sættum okkur ekki við stöðnuð og veikluleg stjórnmál íhaldsflokkanna,“ sagði Gísli. „Píratar ætla í ríkisstjórn til að tryggja breytingar sem efla atvinnulíf og umhverfis- og loftlagsvernd. Réttindi launafólks eru ofar á forgangslista Pírata en arðgreiðslur hinna auðugu. Við ætlum að einfalda regluverk atvinnulífsins, en tryggja á sama tíma öflugt eftirlit og virka neytendavernd. Styrking Samkeppniseftirlitsins verður okkar fyrsta verk. Flokkar sem nota hvert einasta tækifæri til að veikja Samkeppniseftirlitið eru að sjálfsögðu ekki markaðshyggjuflokkar. Arðrán heitir kapítalisminn án samkeppni,“ sagði hann jafnframt. Alþingi Píratar Hvalveiðar Fiskeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
„Við erum stödd á sjöunda ári samsteypustjórnar afturhaldsafla. Nýjasta afurð glundroða-bandalags íhaldsflokkanna er að gefa út hvalveiðileyfi í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Já og gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra, sömuleiðis í óþökk þjóðarinnar.“ Svona byrjaði Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata eldhúsdagsræðu sína. Hann sagði ríkisstjórnina komna fram yfir síðasta söludag. Sífellt færri styðji flokkana sem að henni standa, og enn færri styðji ríkisstjórnina. „Það eru allir komnir með yfir sig nóg á krísu Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG. Um þau þarf ekki að hafa fleiri orð,“ sagði Gísli Vill sjókvíaeldis- og hvalveiðalaust 2031 „Þegar ég hugsa til framtíðar Íslands, sé ég fyrir mér samfélag þar sem hlustað er á allar raddir. Samfélag sem er þakklátt kröfuhörðum kjósendum og kann að meta framlag og lýðræðisþátttöku allra. Ímyndum okkur aðeins hvernig þessi ræða mín myndi líta út árið 2031, með Pírata í ríkisstjórn sjö ár þar á undan.“ Hann sagði samfélag árið 2031 með Pírata í ríkisstjórn til sjö ára líta þannig út að kosningaaldur hafi verið lækkaður í sextán ár og á ungt fólk væri hlustað. Búið væri að banna hvalveiðar og sjókvíaeldi, ferðamannaiðnaður væri sjálfbær og rentan af auðlindum þjóðarinnar væri nýtt til góðra verka. „Markmiðið er einfalt, kraftmikið, fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf um allt land, sem borgar nægilega mikið til baka til samfélagsins til að tryggja hágæða menntun, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, líka þegar kemur að tannlækningum og geðheilbrigði. Öllum verði tryggt öruggt húsnæði við hæfi eftir umfangsmikið uppbyggingarátak hins opinbera. Frjálslynt samfélag ábyrgra einstaklinga,“ sagði Gísli. Réttindi launafólks ofar arðgreiðslna hinna auðugu Hann sagði Pírata ekki í stjórnmálum til að breyta einhverjum smáatriðum. „Píratar vilja kerfislægar breytingar. Ekki bara plástra og bútasaum. Breytingar geta verið erfiðar. Þær eru tímafrekar og kalla á mikla samvinnu. Einmitt þess vegna er mikilvægt að við trúum á framfarir og umbætur og sættum okkur ekki við stöðnuð og veikluleg stjórnmál íhaldsflokkanna,“ sagði Gísli. „Píratar ætla í ríkisstjórn til að tryggja breytingar sem efla atvinnulíf og umhverfis- og loftlagsvernd. Réttindi launafólks eru ofar á forgangslista Pírata en arðgreiðslur hinna auðugu. Við ætlum að einfalda regluverk atvinnulífsins, en tryggja á sama tíma öflugt eftirlit og virka neytendavernd. Styrking Samkeppniseftirlitsins verður okkar fyrsta verk. Flokkar sem nota hvert einasta tækifæri til að veikja Samkeppniseftirlitið eru að sjálfsögðu ekki markaðshyggjuflokkar. Arðrán heitir kapítalisminn án samkeppni,“ sagði hann jafnframt.
Alþingi Píratar Hvalveiðar Fiskeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira