Ísland að detta úr tísku Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2024 19:00 Hjalti Már Einarsson er viðskiptaþróunarstjóri hjá Datera. Vísir/Arnar Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Árin 2004 til 2015 var leitaráhugi á Íslandi og Noregi hjá Bretum, næstalgengasta þjóðerni ferðamanna á Íslandi, á svipuðu róli. Leitaráhuginn hrundi í Covid en rauk aftur upp árið 2022. Síðan þá hefur hann farið ögn niður á við hjá Íslandi, á meðan í Noregi, þar sem ferðamenn sækja í svipaðar afþreyingar og verðlag er svipað, er áhuginn í hæstu hæðum. Leitaráhugi Breta á Íslandi og Noregi hefur gjörbreyst.Datera Hjalti Már Einarsson, sérfræðingur hjá Datera, sem rýndi í bresku gögnin, segir þetta sýna fram á að staðan sé grafalvarleg. „Við erum ekki að ná þeim áhuga sem Ísland hafði fyrir Covid. Samkeppnislönd okkar eru á miklu skriði og hafa náð leitaráhugann sem var fyrir Covid og gott betur,“ segir Hjalti. Hann segir ríkið setja litla sem enga fjármuni í neytendamarkaðssetningu. Þá fjalli erlendir miðlar ekki jafn mikið um Ísland lengur, líkt og sjá má í þessari grein Expedia. Þar er fjallað um heitustu áfangastaðina á norðurljósametárinu 2024, en Ísland er ekki með þar. „Einkafyrirtæki ein og sér geta ekki borið uppi markaðssetningu á heilum áfangastað. Þannig við sem áfangastaður, sem heild, þurfum að gera betur og þar þarf hið opinbera að stíga inn í. Það er alveg klárt,“ segir Hjalti. Á þessu ári hefur gistinóttum ferðamanna hér á landi fækkað og eyða ferðamenn minna en áður á meðan þeir dvelja á Íslandi. Miðað við gögn Datera heldur sú þróun áfram. Gögn Seðlabankans sýna fram á að fylgni sé á milli Google-leita og ferðalaga til Íslands. Mynd frá Seðlabankanum sem sýnir fylgni Google-leita og ferðalaga til Íslands.Seðlabankinn „Við viljum meina það að þetta sé hinn rétti hitamælir á það hvernig staðan er í íslenskri ferðaþjónustu og hvernig horfurnar eru til lengri tíma,“ segir Hjalti. Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Verðlag Google Bretland Noregur Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Árin 2004 til 2015 var leitaráhugi á Íslandi og Noregi hjá Bretum, næstalgengasta þjóðerni ferðamanna á Íslandi, á svipuðu róli. Leitaráhuginn hrundi í Covid en rauk aftur upp árið 2022. Síðan þá hefur hann farið ögn niður á við hjá Íslandi, á meðan í Noregi, þar sem ferðamenn sækja í svipaðar afþreyingar og verðlag er svipað, er áhuginn í hæstu hæðum. Leitaráhugi Breta á Íslandi og Noregi hefur gjörbreyst.Datera Hjalti Már Einarsson, sérfræðingur hjá Datera, sem rýndi í bresku gögnin, segir þetta sýna fram á að staðan sé grafalvarleg. „Við erum ekki að ná þeim áhuga sem Ísland hafði fyrir Covid. Samkeppnislönd okkar eru á miklu skriði og hafa náð leitaráhugann sem var fyrir Covid og gott betur,“ segir Hjalti. Hann segir ríkið setja litla sem enga fjármuni í neytendamarkaðssetningu. Þá fjalli erlendir miðlar ekki jafn mikið um Ísland lengur, líkt og sjá má í þessari grein Expedia. Þar er fjallað um heitustu áfangastaðina á norðurljósametárinu 2024, en Ísland er ekki með þar. „Einkafyrirtæki ein og sér geta ekki borið uppi markaðssetningu á heilum áfangastað. Þannig við sem áfangastaður, sem heild, þurfum að gera betur og þar þarf hið opinbera að stíga inn í. Það er alveg klárt,“ segir Hjalti. Á þessu ári hefur gistinóttum ferðamanna hér á landi fækkað og eyða ferðamenn minna en áður á meðan þeir dvelja á Íslandi. Miðað við gögn Datera heldur sú þróun áfram. Gögn Seðlabankans sýna fram á að fylgni sé á milli Google-leita og ferðalaga til Íslands. Mynd frá Seðlabankanum sem sýnir fylgni Google-leita og ferðalaga til Íslands.Seðlabankinn „Við viljum meina það að þetta sé hinn rétti hitamælir á það hvernig staðan er í íslenskri ferðaþjónustu og hvernig horfurnar eru til lengri tíma,“ segir Hjalti.
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Verðlag Google Bretland Noregur Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur