Gerum betur Kristín B. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2024 08:31 Á undanförnum árum, jafnvel áratugum hafa blikkað viðvörunarljós um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Af og til hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum og af fræðimönnum með tilheyrandi viðbrögðum almennings á kaffistofum. Mögulega kynnt uppfærsla á einhverri stefnu unnin af einhverju ráðuneytinu. En úr þessum uppfærðu stefnum spruttu máttlausar aðgerðir. Ég velti fyrir mér af hverju ekkert var gert þegar öll ljós blikkuðu. Var búið að setja upp viðvörunarljós og var verið að fylgjast með þeim? Þar til gerðum ráðuneytum og menntastofnunum ber að hanna þær gæðamælingar sem þarf til að fylgjast með stöðu nemenda í menntakerfinu.Stjórnvöld eiga líka að vera með viðbragsáætlanir við mælingum, það er eðlilegt í öllum fyrirtækjarekstri og ætti einnig að vera hjá hinu opinbera. Hvaða gæðamælingar hafa verið notaðar og hver er að fylgjast með þeim? Þegar mennta- og barnamálaráðherra var spurður af hverju við værum búin að koma okkur í þessa stöðu sagði hann að ef það væri eitt einfalt svar þá værum við búin að svara því. Þetta bendir til þess að lítið af mælingum hafi verið til og ekki til þess fallnar að skapa heildarsýn á stöðu kerfisins. Líklegt er að enn síður hafi hnitmiðaðar aðgerðir verið til heldur fremur þreifað í myrkri og vonað það besta. Það hefur verið tíðrætt um skort á gagnanotkun hjá hinu opinbera og virðist svo vera í þessu tilfelli. Við höfum hingað til ekki vitað hvaða gögnum skal safna og hvernig þau skulu notuð til að halda uppi þeim gæðum sem við setjum kröfur um. Ef gögnin hafa verið til þá er úrvinnslan ófullnægjandi. Segjum sem svo að við höfum hvorki haft gögn né getu til að lesa úr þeim. Er ekki alltaf ástæða til að bregðast strax við þegar við erum með vísbendingar um hratt hrakandi árangur og ástundun nemenda? Í Bandaríkjunum hefur þingið brugðist við með örvæntingu vegna þess að skráningarhlutfall drengja í háskóla er eins og var á Íslandi árið 1999! Það væri sigur fyrir Ísland að ná 1999 skráningarhlutfalli en í BNA er það hlutfall tilefni til örvæntingar. Mér er það einnig óskiljanlegt af hverju við upplýsum ekki skólana um PISA niðurstöður þeirra. Aftur er ekki verið að nýta gögn. Hvernig eigum við að læra af þeim sem gera vel? Af hverju þessi meðvirkni, hvar er metnaðurinn? Nú horfum við fram á veginn með von í brjósti um að hífa okkur sem fyrst upp úr þessum dimma dal og setja okkur mælanleg markmið. En það er sárt að hugsa til þess að við séum búin að svipta fjölda drengja grundvallar tækifærum í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna og á þrjár dætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum, jafnvel áratugum hafa blikkað viðvörunarljós um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Af og til hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum og af fræðimönnum með tilheyrandi viðbrögðum almennings á kaffistofum. Mögulega kynnt uppfærsla á einhverri stefnu unnin af einhverju ráðuneytinu. En úr þessum uppfærðu stefnum spruttu máttlausar aðgerðir. Ég velti fyrir mér af hverju ekkert var gert þegar öll ljós blikkuðu. Var búið að setja upp viðvörunarljós og var verið að fylgjast með þeim? Þar til gerðum ráðuneytum og menntastofnunum ber að hanna þær gæðamælingar sem þarf til að fylgjast með stöðu nemenda í menntakerfinu.Stjórnvöld eiga líka að vera með viðbragsáætlanir við mælingum, það er eðlilegt í öllum fyrirtækjarekstri og ætti einnig að vera hjá hinu opinbera. Hvaða gæðamælingar hafa verið notaðar og hver er að fylgjast með þeim? Þegar mennta- og barnamálaráðherra var spurður af hverju við værum búin að koma okkur í þessa stöðu sagði hann að ef það væri eitt einfalt svar þá værum við búin að svara því. Þetta bendir til þess að lítið af mælingum hafi verið til og ekki til þess fallnar að skapa heildarsýn á stöðu kerfisins. Líklegt er að enn síður hafi hnitmiðaðar aðgerðir verið til heldur fremur þreifað í myrkri og vonað það besta. Það hefur verið tíðrætt um skort á gagnanotkun hjá hinu opinbera og virðist svo vera í þessu tilfelli. Við höfum hingað til ekki vitað hvaða gögnum skal safna og hvernig þau skulu notuð til að halda uppi þeim gæðum sem við setjum kröfur um. Ef gögnin hafa verið til þá er úrvinnslan ófullnægjandi. Segjum sem svo að við höfum hvorki haft gögn né getu til að lesa úr þeim. Er ekki alltaf ástæða til að bregðast strax við þegar við erum með vísbendingar um hratt hrakandi árangur og ástundun nemenda? Í Bandaríkjunum hefur þingið brugðist við með örvæntingu vegna þess að skráningarhlutfall drengja í háskóla er eins og var á Íslandi árið 1999! Það væri sigur fyrir Ísland að ná 1999 skráningarhlutfalli en í BNA er það hlutfall tilefni til örvæntingar. Mér er það einnig óskiljanlegt af hverju við upplýsum ekki skólana um PISA niðurstöður þeirra. Aftur er ekki verið að nýta gögn. Hvernig eigum við að læra af þeim sem gera vel? Af hverju þessi meðvirkni, hvar er metnaðurinn? Nú horfum við fram á veginn með von í brjósti um að hífa okkur sem fyrst upp úr þessum dimma dal og setja okkur mælanleg markmið. En það er sárt að hugsa til þess að við séum búin að svipta fjölda drengja grundvallar tækifærum í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna og á þrjár dætur.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun