Ísland orðið „pínkulítið lélegra og leiðinlegra“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 09:00 Stefán Pálsson sagnfræðingur harmar fréttir af lokun ungmennahússins Hamarsins. Vísir/Ívar Fannar Stefán Pálsson segir algjörlega ömurlegt að heyra að Hafnarfjarðarbær „slátri Hamrinum með pennastriki.“ Greint var frá því á dögunum að Hafnarfjarðarbær hygðist binda enda á starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp. Óskar Steinn Ómarsson starfsmaður Hamarsins til fimm ára hefur sagt að áform Hafnarfjarðarbæjar um framtíð ungmennastarfs í bænum hafi verið gerð án nokkurs samráðs við starfsmenn eða ungmenni og hefur kallað vinnubrögð bæjaryfirvalda óvönduð og ólýðræðisleg. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir glötuðustu frétt vikunnar fundna og að það sé engin samkeppni. Hann hafi síðasta vetur verið í starfshópi á vegum Reykjavíkurborgar til að fjalla um málefni Hins hússins og ungmennastarf í höfuðborginni og að starf Hamarsins hafi verið til fyrirmyndar. „Ég ætla að fullyrða að mest spennandi verkefnið sem við kynntum okkur var Hamarinn í Hafnarfirði enda fór það svo að við létum ekki nægja eina heldur tvær kynningar frá Margréti Gauju á því frábæra starfi sem þar hefur átt sér stað. Einkum horfðum við til vinnu þeirra með ungmennum af erlendum uppruna og veltum því fyrir okkur hvernig útvíkka mætti það fyrir allt höfuðborgarsvæðið,“ skrifar Stefán í færslu sem hann birti á Facebook í gær. Hann segir Ísland hafa orðið „pínkulítið lélegra og leiðinlegra“ við þessar fréttir. Hafnarfjörður Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Aðför að ungmennum (Í minningu Hamarsins) Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki. 13. júní 2024 17:01 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Óskar Steinn Ómarsson starfsmaður Hamarsins til fimm ára hefur sagt að áform Hafnarfjarðarbæjar um framtíð ungmennastarfs í bænum hafi verið gerð án nokkurs samráðs við starfsmenn eða ungmenni og hefur kallað vinnubrögð bæjaryfirvalda óvönduð og ólýðræðisleg. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir glötuðustu frétt vikunnar fundna og að það sé engin samkeppni. Hann hafi síðasta vetur verið í starfshópi á vegum Reykjavíkurborgar til að fjalla um málefni Hins hússins og ungmennastarf í höfuðborginni og að starf Hamarsins hafi verið til fyrirmyndar. „Ég ætla að fullyrða að mest spennandi verkefnið sem við kynntum okkur var Hamarinn í Hafnarfirði enda fór það svo að við létum ekki nægja eina heldur tvær kynningar frá Margréti Gauju á því frábæra starfi sem þar hefur átt sér stað. Einkum horfðum við til vinnu þeirra með ungmennum af erlendum uppruna og veltum því fyrir okkur hvernig útvíkka mætti það fyrir allt höfuðborgarsvæðið,“ skrifar Stefán í færslu sem hann birti á Facebook í gær. Hann segir Ísland hafa orðið „pínkulítið lélegra og leiðinlegra“ við þessar fréttir.
Hafnarfjörður Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Aðför að ungmennum (Í minningu Hamarsins) Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki. 13. júní 2024 17:01 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Aðför að ungmennum (Í minningu Hamarsins) Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki. 13. júní 2024 17:01