Uppgjör: FH varði forskotið og tók öll stigin Hinrik Wöhler skrifar 15. júní 2024 16:15 Aldís Guðlaugsdóttir hélt marki sínu hreinu í dag. Vísir/Anton Brink Það var rjómablíða á Kaplakrikavelli í dag þegar FH vann 1-0 sigur á Keflavík í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Leikmenn Keflavíkur vildu fá vítaspyrnu strax á fyrstu mínútu þegar Anita Lind Daníelsdóttir féll við í teignum en fengu ekki. Arna Eiríksdóttir, varnarmaður FH, virtist fara mjög hátt með fótinn og Anita Lind lá eftir í teignum. Liðin skiptust á að sækja í upphafi leiks en fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljós á 29. mínútu. Andrea Rán Hauksdóttir tók hornspyrnu og í kjölfarið var mikill darraðardans í markteignum. Með herkjum náði Breukelen Woodard að koma tánni í boltann og kom Hafnfirðingum yfir. Keflavík fékk þó nokkur hættuleg færi í kjölfarið en náðu ekki að brjóta ísinn. Gestirnir komu boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks en markið stóð ekki þar sem rangstaða var dæmd í aðdraganda marksins. FH leiddi með einu marki gegn engu þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Síðari hálfleikur var rólegri en sá fyrri en Keflavík ýtti liðinu framar völlinn og reyndu að opna vörn FH. Melanie Rendeiro og Saorla Miller voru hættulegar fram á við í liði Keflavíkur en í Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, var oftar en ekki vel á verði og sá við öllum tilraunum þeirra. Gestirnir fengu fjöldann allan af hornspyrnum og föstum leikatriðum í síðari hálfleik en varnarlína FH stóðst áhlaupið. Leikurinn endaði með 1-0 sigri FH og eru Hafnfirðingar með 13 stig í 4.sæti Bestu deildar kvenna en Keflavík er enn með 6 stig í 8. sæti. Atvik leiksins Leikurinn var fremur rólegur og sigurmarkið á 29. mínútu var það sem munaði á liðunum. Það hafa verið skoruð fallegri mörk á knattspyrnuvellinum en þau telja öll jafn mikið. Boltinn datt fyrir Breukelen Woodard eftir að varnarmönnum Keflavíkur mistókst að koma knettinum úr vítateignum og hún kláraði sóknina af stuttu færi. Stjörnur og skúrkar Ída Marín Hermannsdóttir og Breukelen Woodard voru sprækar á síðasta þriðjungi fyrir FH. Aldís Guðlaugsdóttir hélt markinu hreinu og geta samherjar hennar þakkað markverði sínum að vissu leyti fyrir stigin þrjú. Saorla Miller var sífellt ógnandi í liði Keflavíkur en náði þó ekki að brjóta ísinn. Dómarar Það var vafaatriði strax á fyrstu mínútu þegar Arna Eiríksdóttir, varnarmaður FH, fór afar hátt með fótinn og lendir í samstuði við Anitu Lind Daníelsdóttur í vítateig FH. Atli Haukur Arnarsson dæmdi sóknarbrot á Anitu Lind en það voru ekki allir sammála þeim dómi og hefði hann hæglega getað veitt Keflavík vítaspyrnu í upphafi leiks. Stemning og umgjörð Það var frábært veður á Kaplakrikavelli í dag og flestir áhorfendur bökuðu sig í sólinni í stúkunni norðan megin. Engu yfir að kvarta en hefði þó verið gaman að sjá fleiri vellinum en kringum 100 áhorfendur létu sjá sig á vellinum í dag. „Bikarinn var blessun og bölvun“ Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, hefði viljað fá meira út úr leiknum í dag og telur að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leiknum.Vísir/Diego „Við áttum skilið meira úr leiknum miðað við öll færin sem við sköpuðum í fyrri og síðari hálfleik, við áttum allavega skilið stig úr leiknum í dag. Þetta var leikur í jafnvægi og eitt stig hefði verið sanngjarnt,“ sagði Jonathan. Keflavík var alls ekki síðra liðið í dag og fengu leikmenn liðsins mörg álitleg færi til að jafna leikinn. Þeim tókst ekki að koma boltanum í netið þrátt fyrir ágæta pressu. Liðið féll út úr Mjólkurbikarnum á þriðjudaginn og telur Jonathan leikjaálagið hafi sagt til sín í dag. „Við komust nálægt, fengum nokkur horn og ég hefði viljað sjá eitthvað af þessum hornum enda með marki. Bikarinn var blessun og bölvun því við erum með lítinn hóp og unga leikmenn. Við erum tvær í meiðslum frá síðasta leik á móti Breiðablik svo að stelpurnar voru þreyttar og við vorum ekki í okkar besta standi. Ég er þó stoltur hvernig við náðum að halda leiknum gangandi og vorum mjög óheppin að taka ekki meira úr leiknum.“ Leikmenn Keflavíkur báðu tvívegis um vítaspyrnu í leiknum og var Jonathan ósáttur með að fá ekkert úr atvikunum tveimur. „Ég held að við náðum til boltans fyrst og varnarmaðurinn var þar. Ég þarf að kíkja á þetta aftur en það er mjög þungt að fá þessi bæði atvik dæmd á móti okkur.“ Caroline Slambrouck var ekki með Keflavík í dag en hún varð fyrir höfuðmeiðslum fyrr í vikunni þegar Keflavík tók á móti Breiðablik í Mjólkurbikarnum. „Hún er stór missir fyrir okkur. Hún er að berjast við höfuðmeiðsli og það mun taka nokkrar vikur samkvæmt lækninum,“ sagði Jonathan þegar hann var spurður út í meiðslin hjá Caroline. Keflavík situr í 8. sæti deildarinnar með 6 stig en Jonathan er brattur fyrir framhaldinu. „Þetta er búið að vera erfitt í byrjun en við erum að finna taktinn og þetta er að koma ágætlega hjá okkur. Við erum að byggja þetta upp og ég er bjartsýnn fyrir framhaldinu,“ sagði Jonathan að endingu. Keflavík ÍF Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir „Það er erfitt að koma hingað og sækja stig“ Breukelen Woodard skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu þegar FH marði Keflavík á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í dag. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku liðsins framan af leik þó að færanýtingin hefði mátt verið betri. 15. júní 2024 16:46
Það var rjómablíða á Kaplakrikavelli í dag þegar FH vann 1-0 sigur á Keflavík í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Leikmenn Keflavíkur vildu fá vítaspyrnu strax á fyrstu mínútu þegar Anita Lind Daníelsdóttir féll við í teignum en fengu ekki. Arna Eiríksdóttir, varnarmaður FH, virtist fara mjög hátt með fótinn og Anita Lind lá eftir í teignum. Liðin skiptust á að sækja í upphafi leiks en fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljós á 29. mínútu. Andrea Rán Hauksdóttir tók hornspyrnu og í kjölfarið var mikill darraðardans í markteignum. Með herkjum náði Breukelen Woodard að koma tánni í boltann og kom Hafnfirðingum yfir. Keflavík fékk þó nokkur hættuleg færi í kjölfarið en náðu ekki að brjóta ísinn. Gestirnir komu boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks en markið stóð ekki þar sem rangstaða var dæmd í aðdraganda marksins. FH leiddi með einu marki gegn engu þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Síðari hálfleikur var rólegri en sá fyrri en Keflavík ýtti liðinu framar völlinn og reyndu að opna vörn FH. Melanie Rendeiro og Saorla Miller voru hættulegar fram á við í liði Keflavíkur en í Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, var oftar en ekki vel á verði og sá við öllum tilraunum þeirra. Gestirnir fengu fjöldann allan af hornspyrnum og föstum leikatriðum í síðari hálfleik en varnarlína FH stóðst áhlaupið. Leikurinn endaði með 1-0 sigri FH og eru Hafnfirðingar með 13 stig í 4.sæti Bestu deildar kvenna en Keflavík er enn með 6 stig í 8. sæti. Atvik leiksins Leikurinn var fremur rólegur og sigurmarkið á 29. mínútu var það sem munaði á liðunum. Það hafa verið skoruð fallegri mörk á knattspyrnuvellinum en þau telja öll jafn mikið. Boltinn datt fyrir Breukelen Woodard eftir að varnarmönnum Keflavíkur mistókst að koma knettinum úr vítateignum og hún kláraði sóknina af stuttu færi. Stjörnur og skúrkar Ída Marín Hermannsdóttir og Breukelen Woodard voru sprækar á síðasta þriðjungi fyrir FH. Aldís Guðlaugsdóttir hélt markinu hreinu og geta samherjar hennar þakkað markverði sínum að vissu leyti fyrir stigin þrjú. Saorla Miller var sífellt ógnandi í liði Keflavíkur en náði þó ekki að brjóta ísinn. Dómarar Það var vafaatriði strax á fyrstu mínútu þegar Arna Eiríksdóttir, varnarmaður FH, fór afar hátt með fótinn og lendir í samstuði við Anitu Lind Daníelsdóttur í vítateig FH. Atli Haukur Arnarsson dæmdi sóknarbrot á Anitu Lind en það voru ekki allir sammála þeim dómi og hefði hann hæglega getað veitt Keflavík vítaspyrnu í upphafi leiks. Stemning og umgjörð Það var frábært veður á Kaplakrikavelli í dag og flestir áhorfendur bökuðu sig í sólinni í stúkunni norðan megin. Engu yfir að kvarta en hefði þó verið gaman að sjá fleiri vellinum en kringum 100 áhorfendur létu sjá sig á vellinum í dag. „Bikarinn var blessun og bölvun“ Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, hefði viljað fá meira út úr leiknum í dag og telur að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leiknum.Vísir/Diego „Við áttum skilið meira úr leiknum miðað við öll færin sem við sköpuðum í fyrri og síðari hálfleik, við áttum allavega skilið stig úr leiknum í dag. Þetta var leikur í jafnvægi og eitt stig hefði verið sanngjarnt,“ sagði Jonathan. Keflavík var alls ekki síðra liðið í dag og fengu leikmenn liðsins mörg álitleg færi til að jafna leikinn. Þeim tókst ekki að koma boltanum í netið þrátt fyrir ágæta pressu. Liðið féll út úr Mjólkurbikarnum á þriðjudaginn og telur Jonathan leikjaálagið hafi sagt til sín í dag. „Við komust nálægt, fengum nokkur horn og ég hefði viljað sjá eitthvað af þessum hornum enda með marki. Bikarinn var blessun og bölvun því við erum með lítinn hóp og unga leikmenn. Við erum tvær í meiðslum frá síðasta leik á móti Breiðablik svo að stelpurnar voru þreyttar og við vorum ekki í okkar besta standi. Ég er þó stoltur hvernig við náðum að halda leiknum gangandi og vorum mjög óheppin að taka ekki meira úr leiknum.“ Leikmenn Keflavíkur báðu tvívegis um vítaspyrnu í leiknum og var Jonathan ósáttur með að fá ekkert úr atvikunum tveimur. „Ég held að við náðum til boltans fyrst og varnarmaðurinn var þar. Ég þarf að kíkja á þetta aftur en það er mjög þungt að fá þessi bæði atvik dæmd á móti okkur.“ Caroline Slambrouck var ekki með Keflavík í dag en hún varð fyrir höfuðmeiðslum fyrr í vikunni þegar Keflavík tók á móti Breiðablik í Mjólkurbikarnum. „Hún er stór missir fyrir okkur. Hún er að berjast við höfuðmeiðsli og það mun taka nokkrar vikur samkvæmt lækninum,“ sagði Jonathan þegar hann var spurður út í meiðslin hjá Caroline. Keflavík situr í 8. sæti deildarinnar með 6 stig en Jonathan er brattur fyrir framhaldinu. „Þetta er búið að vera erfitt í byrjun en við erum að finna taktinn og þetta er að koma ágætlega hjá okkur. Við erum að byggja þetta upp og ég er bjartsýnn fyrir framhaldinu,“ sagði Jonathan að endingu.
Keflavík ÍF Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir „Það er erfitt að koma hingað og sækja stig“ Breukelen Woodard skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu þegar FH marði Keflavík á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í dag. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku liðsins framan af leik þó að færanýtingin hefði mátt verið betri. 15. júní 2024 16:46
„Það er erfitt að koma hingað og sækja stig“ Breukelen Woodard skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu þegar FH marði Keflavík á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í dag. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku liðsins framan af leik þó að færanýtingin hefði mátt verið betri. 15. júní 2024 16:46
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti