Einstakur Fender Telecaster í Hljóðfærahúsinu Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2024 14:11 Guðni Finnsson er harla ánægður með hljóðfærið en hver og einn gítar er þakinn frímerkjum frá ólíkum löndum. Draumur Mooney forstjóra Fender er að til verði 195 eintök þar sem hver gítar um sig er fulltrúi sinnar þjóðar en hann fórnaði frímerkjasafni sínu í verkefnið. aðsend Arnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins, hafði frétt af handsmíðuðum Fender Telecaster sem þakinn er íslenskum frímerkjum og var fljótur að festa sér gripinn. „Já, við hér í Hljóðfærahúsinu vorum að fá í hús glæsilegan „Custom shop Fender Telecaster“ sem er þakin íslenskum frímerkjum. Forstjóri Fender, Andy Mooney, er sem sagt mikill frímerkjasafnari og hann gerði nokkra gítara í þessum stíl, það er með frímerkjum nokkurra landa,“ segir Arnar Þór. Hér má sjá hvernig gítarinn hefur verið þakinn íslenskum frímerkjum.aðsend Arnar og Guðni Finnsson starfsmaður Hljóðfærahússins, eru að vonum spenntir að fá þetta einstaka hljóðfæri í hendur en að sögn Arnars er Guðni sérlegur sendiherra Fender á Íslandi. „Sá gullfallegi bassaleikari.“ Aðeins 50 gítarar af þessu tagi eru til og gaman að sá sem er með íslensku frímerkjunum hafi ratað hingað. Arnar Þór segir að auðvitað hafi þeir keypt hann inn. Guðni er sérlegur sendiherra Fender á Íslandi og hann er kátur með gítarinn.aðsend „Já, þetta er nýr gítar. Við vorum að trilla honum inn í búðina. Þetta er gæluverkefni forstjóra Fender, Mooney er merkilegur maður. Hann er frímerkjasafnari og gerði sem sagt þessa útgáfu. Já, hann er mikið nörd. Aldeilis. Ég hef því miður ekki hitt manninn en þetta virðist vera skemmtileg týpa.“ Arnar Þór er ekki frá því að þarna megi finna sjaldgæf frímerki. Hann segir þetta verkefni Mooney ekki fara hátt og hann hafi aðeins fundið einn gítar á netinu en sá er í Singapore. Arnar segir hljóðfærið dásamalegt og hann vonar að með tíð og tíma muni einhver íslenskur safnari eignast gripinn en hann er falur fyrir rúmar 800 þúsund krónur. Forstjóri Fender safnar jafnframt frímerkjum og Mooney notaði hluta safns síns í 50 handsmíðaða Fendergítara. Hver og einn gítar er einstakur en forstjórinn vill helga safn þessara 50 gítara lagi Lennon´s Imagine. Tónlist Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
„Já, við hér í Hljóðfærahúsinu vorum að fá í hús glæsilegan „Custom shop Fender Telecaster“ sem er þakin íslenskum frímerkjum. Forstjóri Fender, Andy Mooney, er sem sagt mikill frímerkjasafnari og hann gerði nokkra gítara í þessum stíl, það er með frímerkjum nokkurra landa,“ segir Arnar Þór. Hér má sjá hvernig gítarinn hefur verið þakinn íslenskum frímerkjum.aðsend Arnar og Guðni Finnsson starfsmaður Hljóðfærahússins, eru að vonum spenntir að fá þetta einstaka hljóðfæri í hendur en að sögn Arnars er Guðni sérlegur sendiherra Fender á Íslandi. „Sá gullfallegi bassaleikari.“ Aðeins 50 gítarar af þessu tagi eru til og gaman að sá sem er með íslensku frímerkjunum hafi ratað hingað. Arnar Þór segir að auðvitað hafi þeir keypt hann inn. Guðni er sérlegur sendiherra Fender á Íslandi og hann er kátur með gítarinn.aðsend „Já, þetta er nýr gítar. Við vorum að trilla honum inn í búðina. Þetta er gæluverkefni forstjóra Fender, Mooney er merkilegur maður. Hann er frímerkjasafnari og gerði sem sagt þessa útgáfu. Já, hann er mikið nörd. Aldeilis. Ég hef því miður ekki hitt manninn en þetta virðist vera skemmtileg týpa.“ Arnar Þór er ekki frá því að þarna megi finna sjaldgæf frímerki. Hann segir þetta verkefni Mooney ekki fara hátt og hann hafi aðeins fundið einn gítar á netinu en sá er í Singapore. Arnar segir hljóðfærið dásamalegt og hann vonar að með tíð og tíma muni einhver íslenskur safnari eignast gripinn en hann er falur fyrir rúmar 800 þúsund krónur. Forstjóri Fender safnar jafnframt frímerkjum og Mooney notaði hluta safns síns í 50 handsmíðaða Fendergítara. Hver og einn gítar er einstakur en forstjórinn vill helga safn þessara 50 gítara lagi Lennon´s Imagine.
Tónlist Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“