Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júní 2024 19:01 Íþróttafélögin selja mörg hver bjór í kringum leiki félaganna. Vísir/Vilhelm Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. Undanfarin misseri hafa hafa íþróttafélögin í auknu mæli tekið að selja áfengi í kringum leiki meistaraflokka sinna en á meðal áhorfenda eru oft fjölmörg börn sem æfa hjá félögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að nokkur þúsund lítra af bjór séu seldir á stærstu leikjunum. Þá eru áhorfendur oft með bjór í stúkunni. „Við sjáum miklar breytingar á framboði og aðgengi á síðastliðnum kannski tveimur til þremur árum. Þannig að við erum mjög hugsi yfir því. Þetta er heimavöllur barnanna okkar og við vitum það alveg að það hefur verið framboð og aðgengi á ákveðnum stöðum eða ákveðnum sölum fyrir jafnvel ákveðna hópa,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ er hugsi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðustu árin þegar kemur að áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði.Vísir/Arnar Þannig hafi áfengi í gegnum tíðina verið í boði í ákveðnum sölum félaganna en svæðið sem áfengis sé neytt hjá íþróttafélögunum hafi undanfarið stækkað. „Allavega sjáum við að það eru börn og ungmenni sem eru að umgangast áfengi á göngum íþróttamannvirkja.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu geta íþróttafélögin sótt um tvenns konar leyfi til að geta selt áfengi. Annars vegar fast rekstrarleyfi sem felur í sér að selja má áfengi allan ársins hring með ákveðnum takmörkunum og hins vegar tækifærisleyfi þar sem sótt er um leyfi fyrir einstaka viðburði. Ekki eru öll íþróttafélögin sem hafa verið að selja áfengi með slík leyfi. Þá hafa fæst íþróttafélaganna útiveitingaleyfi sem nær yfir stúkuna. Auður segir mikilvægt að hafa forvarnargildi íþróttanna í huga þegar áfengisneysla í kringum íþróttaviðburði sé rædd. „Þetta er náttúrulega ekki samræmi við það sem við stöndum fyrir, holla lífshætti og félagsstarf. Þannig að við erum bara verulega hugsi og við óskum svo sem eftir því að það fari fram eitthvað samtal í hreyfingunni.“ Félögin sjálf hafi nefnt að þau séu með tvö markmið þegar kemur að áfengissölu á leikjum. „Það er annars vegar að bæta upplifun þeirra sem koma á leikina hjá sér og hins vegar er þetta óneitanlega tengt rekstri félaganna sem á mörgum sviðum er sótt að þessa dagana. Í þessari heildarmynd þarf að fara fram umræða um hvað er í fyrsta lagi löglegt og boðlegt og svo hins vegar það hvað félagið vill standa fyrir og hvernig hlutirnir eiga að vera.“ Áfengi og tóbak Íþróttir barna Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Undanfarin misseri hafa hafa íþróttafélögin í auknu mæli tekið að selja áfengi í kringum leiki meistaraflokka sinna en á meðal áhorfenda eru oft fjölmörg börn sem æfa hjá félögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að nokkur þúsund lítra af bjór séu seldir á stærstu leikjunum. Þá eru áhorfendur oft með bjór í stúkunni. „Við sjáum miklar breytingar á framboði og aðgengi á síðastliðnum kannski tveimur til þremur árum. Þannig að við erum mjög hugsi yfir því. Þetta er heimavöllur barnanna okkar og við vitum það alveg að það hefur verið framboð og aðgengi á ákveðnum stöðum eða ákveðnum sölum fyrir jafnvel ákveðna hópa,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ er hugsi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðustu árin þegar kemur að áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði.Vísir/Arnar Þannig hafi áfengi í gegnum tíðina verið í boði í ákveðnum sölum félaganna en svæðið sem áfengis sé neytt hjá íþróttafélögunum hafi undanfarið stækkað. „Allavega sjáum við að það eru börn og ungmenni sem eru að umgangast áfengi á göngum íþróttamannvirkja.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu geta íþróttafélögin sótt um tvenns konar leyfi til að geta selt áfengi. Annars vegar fast rekstrarleyfi sem felur í sér að selja má áfengi allan ársins hring með ákveðnum takmörkunum og hins vegar tækifærisleyfi þar sem sótt er um leyfi fyrir einstaka viðburði. Ekki eru öll íþróttafélögin sem hafa verið að selja áfengi með slík leyfi. Þá hafa fæst íþróttafélaganna útiveitingaleyfi sem nær yfir stúkuna. Auður segir mikilvægt að hafa forvarnargildi íþróttanna í huga þegar áfengisneysla í kringum íþróttaviðburði sé rædd. „Þetta er náttúrulega ekki samræmi við það sem við stöndum fyrir, holla lífshætti og félagsstarf. Þannig að við erum bara verulega hugsi og við óskum svo sem eftir því að það fari fram eitthvað samtal í hreyfingunni.“ Félögin sjálf hafi nefnt að þau séu með tvö markmið þegar kemur að áfengissölu á leikjum. „Það er annars vegar að bæta upplifun þeirra sem koma á leikina hjá sér og hins vegar er þetta óneitanlega tengt rekstri félaganna sem á mörgum sviðum er sótt að þessa dagana. Í þessari heildarmynd þarf að fara fram umræða um hvað er í fyrsta lagi löglegt og boðlegt og svo hins vegar það hvað félagið vill standa fyrir og hvernig hlutirnir eiga að vera.“
Áfengi og tóbak Íþróttir barna Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira