Hélt að hásinin hefði slitnað: „Fékk svona tilfinningu eins og einhver hefði sparkað aftan í mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2024 08:01 Martin Hermannsson hefur verið lykilmaður síðan hann gekk aftur til liðs við Alba Berlin í janúar en hann gat ekki tekið þátt í úrslitaeinvíginu. Inaki Esnaola/Getty Images Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson meiddist á versta mögulega tíma og missti af úrslitaeinvígi þýsku úrvalsdeildarinnar þar sem Alba Berlin tapaði gegn Bayern Munchen. Meiðslin eru ekki mjög alvarleg, tognun í kálfa og Martin verður frá í 4-6 vikur. Hann hefur verið lykilmaður í liði Alba Berlin síðan hann sneri aftur til þýska liðsins í janúar en meiddist undir blálok fjórða leiks í undanúrslitum gegn Niners Chemnitz. Martin hafði átt frábæran leik og spilað stóran þátt í að tryggja oddaleik í einvíginu. „Það var lítill fyrirvari á þessu. Ég var búinn að vera slæmur í hásinunum síðustu tvær vikurnar. Svo bara gerist það að ég hoppa upp, átta sekúndur eftir af leiknum, og ég hélt fyrst að hásinin væri að fara. Fékk svona tilfinningu eins og einhver hefði sparkað aftan í mig. Sem betur fer var þetta í kálfanum.“ Undanúrslitaeinvígið vannst svo í oddaleik og Alba Berlin lék til úrslita gegn Bayern Munchen, en Martin gat ekki tekið þátt, sem er auðvitað gríðarlega svekkjandi. „Þú æfir allan veturinn fyrir þetta móment. Það er ekkert sjálfgefið að komast í úrslit. Tímasetningin á þessu gæti ekki verið verri.“ Mættu ofjarli sínum í úrslitum Bayern Munchen vann úrslitaeinvígið 3-1 eftir 88-82 sigur í fjórða leik liðanna í Berlín í gær. Alba tókst næstum því að snúa leiknum við undir lokin og knýja fram oddaleik en Bayern hélt út og er Þýskalandsmeistari, tvöfaldur meistari raunar eftir bikarsigur í febrúar. „Hundfúlt, en á sama tíma er margt mjög jákvætt á þessu tímabili og við getum verið stoltir af því að fara í úrslit miðað við hvað var. Þessar íþróttir eru bara einn stór rússíbani af tilfinningum en það er náttúrulega glatað þegar þú ert kominn svona langt að klára þetta. Þá hefðirðu getað farið í sumarfrí fyrir fjórum vikum, ef við ætlum ekki að klára þetta almennilega.“ Viðtalið og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin missti af Euroleague leik í kvöld: Upptekinn á fæðingardeildinni Martin Hermannsson var ekki með þýska liðinu Alba Berlin þegar liðið mætti franska liðinu Mónakó í Euroleague í kvöld. 14. mars 2024 19:16 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Meiðslin eru ekki mjög alvarleg, tognun í kálfa og Martin verður frá í 4-6 vikur. Hann hefur verið lykilmaður í liði Alba Berlin síðan hann sneri aftur til þýska liðsins í janúar en meiddist undir blálok fjórða leiks í undanúrslitum gegn Niners Chemnitz. Martin hafði átt frábæran leik og spilað stóran þátt í að tryggja oddaleik í einvíginu. „Það var lítill fyrirvari á þessu. Ég var búinn að vera slæmur í hásinunum síðustu tvær vikurnar. Svo bara gerist það að ég hoppa upp, átta sekúndur eftir af leiknum, og ég hélt fyrst að hásinin væri að fara. Fékk svona tilfinningu eins og einhver hefði sparkað aftan í mig. Sem betur fer var þetta í kálfanum.“ Undanúrslitaeinvígið vannst svo í oddaleik og Alba Berlin lék til úrslita gegn Bayern Munchen, en Martin gat ekki tekið þátt, sem er auðvitað gríðarlega svekkjandi. „Þú æfir allan veturinn fyrir þetta móment. Það er ekkert sjálfgefið að komast í úrslit. Tímasetningin á þessu gæti ekki verið verri.“ Mættu ofjarli sínum í úrslitum Bayern Munchen vann úrslitaeinvígið 3-1 eftir 88-82 sigur í fjórða leik liðanna í Berlín í gær. Alba tókst næstum því að snúa leiknum við undir lokin og knýja fram oddaleik en Bayern hélt út og er Þýskalandsmeistari, tvöfaldur meistari raunar eftir bikarsigur í febrúar. „Hundfúlt, en á sama tíma er margt mjög jákvætt á þessu tímabili og við getum verið stoltir af því að fara í úrslit miðað við hvað var. Þessar íþróttir eru bara einn stór rússíbani af tilfinningum en það er náttúrulega glatað þegar þú ert kominn svona langt að klára þetta. Þá hefðirðu getað farið í sumarfrí fyrir fjórum vikum, ef við ætlum ekki að klára þetta almennilega.“ Viðtalið og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin missti af Euroleague leik í kvöld: Upptekinn á fæðingardeildinni Martin Hermannsson var ekki með þýska liðinu Alba Berlin þegar liðið mætti franska liðinu Mónakó í Euroleague í kvöld. 14. mars 2024 19:16 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Martin missti af Euroleague leik í kvöld: Upptekinn á fæðingardeildinni Martin Hermannsson var ekki með þýska liðinu Alba Berlin þegar liðið mætti franska liðinu Mónakó í Euroleague í kvöld. 14. mars 2024 19:16