Segir England ekki eiga möguleika með Trent á miðjunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 11:16 Trent í vináttuleiknum gegn Íslandi á Wembley. Ísland vann 1-0. Alex Nicodim/Getty Images Miðvallarleikmaðurinn fyrrverandi Roy Keane segir England ekki eiga möguleika á að vinna Evrópumót karla í knattspyrnu fari svo að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold byrji á miðjunni þegar mest á reynir. Þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands og Manchester United er ekki þekktur að liggja á skoðunum sínum. Hann mun fjalla um EM í sumar og lét í sér heyra í aðdraganda leiks England og Serbíu sem fram fer síðar í dag, sunnudag. „England er með nokkra frábæra einstaklinga, fjóra eða fimm leikmenn sem myndu labba inn í hvaða lið sem er á þessu móti. En þeir verða að finna hið fullkomna jafnvægi,“ sagði Keane í viðtali á ITV Sport. „Þú ert með leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en vandamálið er að verjast gegn betri liðum mótsins. Þeir verða fínir í riðlinum og Trent verður fínn á miðjunni þá. En gegn virkilega háklassa mótherja þá verður hann í vandræðum.“ „Ég tel að hann verði tættur í sundur ef hann spilar á miðjunni gegn liði sem við teljum vera með þeim betri á mótinu,“ sagði Keane jafnframt. Roy Keane claims that Trent Alexander-Arnold will be 'ripped to shreds' if he plays in midfield for England in the latter stages of Euro 2024 https://t.co/DRoR6rLjia— Mail Sport (@MailSport) June 15, 2024 Mikið hefur verið rætt og ritað um miðju Englands í aðdraganda mótsins en talið er næsta víst að Declan Rice og Jude Bellingam verði aðalmennirnir á þriggja manna miðju liðsins. Stóra spurningin er hver stendur vaktina með þeim. Leikur Englands og Serbíu hefst klukkan 19.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
Þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands og Manchester United er ekki þekktur að liggja á skoðunum sínum. Hann mun fjalla um EM í sumar og lét í sér heyra í aðdraganda leiks England og Serbíu sem fram fer síðar í dag, sunnudag. „England er með nokkra frábæra einstaklinga, fjóra eða fimm leikmenn sem myndu labba inn í hvaða lið sem er á þessu móti. En þeir verða að finna hið fullkomna jafnvægi,“ sagði Keane í viðtali á ITV Sport. „Þú ert með leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en vandamálið er að verjast gegn betri liðum mótsins. Þeir verða fínir í riðlinum og Trent verður fínn á miðjunni þá. En gegn virkilega háklassa mótherja þá verður hann í vandræðum.“ „Ég tel að hann verði tættur í sundur ef hann spilar á miðjunni gegn liði sem við teljum vera með þeim betri á mótinu,“ sagði Keane jafnframt. Roy Keane claims that Trent Alexander-Arnold will be 'ripped to shreds' if he plays in midfield for England in the latter stages of Euro 2024 https://t.co/DRoR6rLjia— Mail Sport (@MailSport) June 15, 2024 Mikið hefur verið rætt og ritað um miðju Englands í aðdraganda mótsins en talið er næsta víst að Declan Rice og Jude Bellingam verði aðalmennirnir á þriggja manna miðju liðsins. Stóra spurningin er hver stendur vaktina með þeim. Leikur Englands og Serbíu hefst klukkan 19.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira