„Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 14:28 Svava segir að rífa þurfi allt loft og innréttingar í verslun Gallerí sautján í Kringlunni vegna vatnsskemmda Vísit/Vilhelm/Viktor Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. Á fjórða tímanum í gær kviknaði eldur í þaki Kringlunnar austanmeginn, en mikið tjón varð af eldunum, reyknum, og vatninu og froðunni sem slökkviliðsmenn notuðu við slökkvistörf. Mesta tjónið er nú í verslun Gallerí sautján, en Svava eigandi segir stöðuna alls ekki góða. „Það flæddi inn í alla búðina, reykurinn var líka svakalega mikill. Allar loftklæðningar eru byrjaðar að brotna niður, þetta fór bara mjög illa. Þetta er stórtjón fyrir okkur,“ segir Svava. Vatn hafi lekið niður hæðir og ganga á þessum hluta Kringlunnar. Nokkuð mikið vatn var á gólfum í KringlunniVísir/Viktor Freyr Í Gallerí sautján voru 650 fermetrar af nýlögðu parketi, sem nú er ónýtt. „Það þarf að rífa loft og innréttingar, af því annars er hætta á rakaskemmdum. Þetta er allt blautt þarna bakvið og þetta er allt bólgnað,“ segir Svava. Áætlar að um tuttugu verslanir hafi orðið fyrir mismiklu tjóni Fjórar verslanir af þeim sex sem Svava rekur í Kringlunni urðu fyrir tjóni. Gallerí sautján hafi farið verst út úr þessu, en búðirnar Kultur, Kultur menn og GS skór hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Verslanirnar Macland, Nespresso og Markó Póló sem eru við hlið þessara búða urðu einnig fyrir tjóni. Svava segir að stór hluti af húsinu sé í góðu lagi, og verslanir hinum megin hafi sloppið. Um tuttugu verslanir austanmeginn, bæði uppi og niðri, séu þó talsvert skemmdar. Miklar vatnsskemmdir eru í austurhluta KringlunnarVísir/Viktor Freyr Því miður verði Gallerí sautján örugglega ekki opnuð fyrr en eftir margar vikur eða mánuði, en Svava minnir á að búðin sé líka í Smáralind og á ntc.is Hún vonar að hægt sé að vinna út úr þessu eins hratt og hægt er. Hún segir að búðareigendur sem ekki urðu fyrir tjóni séu samt stödd í húsinu núna að hjálpa, og segir að þótt þau séu í samkeppni þá séu þau öll innst inni vinir. Að lokum segir hún að Kringlan hafi staðið vel að málum meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og almennt skipulag um kringum þetta tjón. Kringlan Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Á fjórða tímanum í gær kviknaði eldur í þaki Kringlunnar austanmeginn, en mikið tjón varð af eldunum, reyknum, og vatninu og froðunni sem slökkviliðsmenn notuðu við slökkvistörf. Mesta tjónið er nú í verslun Gallerí sautján, en Svava eigandi segir stöðuna alls ekki góða. „Það flæddi inn í alla búðina, reykurinn var líka svakalega mikill. Allar loftklæðningar eru byrjaðar að brotna niður, þetta fór bara mjög illa. Þetta er stórtjón fyrir okkur,“ segir Svava. Vatn hafi lekið niður hæðir og ganga á þessum hluta Kringlunnar. Nokkuð mikið vatn var á gólfum í KringlunniVísir/Viktor Freyr Í Gallerí sautján voru 650 fermetrar af nýlögðu parketi, sem nú er ónýtt. „Það þarf að rífa loft og innréttingar, af því annars er hætta á rakaskemmdum. Þetta er allt blautt þarna bakvið og þetta er allt bólgnað,“ segir Svava. Áætlar að um tuttugu verslanir hafi orðið fyrir mismiklu tjóni Fjórar verslanir af þeim sex sem Svava rekur í Kringlunni urðu fyrir tjóni. Gallerí sautján hafi farið verst út úr þessu, en búðirnar Kultur, Kultur menn og GS skór hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Verslanirnar Macland, Nespresso og Markó Póló sem eru við hlið þessara búða urðu einnig fyrir tjóni. Svava segir að stór hluti af húsinu sé í góðu lagi, og verslanir hinum megin hafi sloppið. Um tuttugu verslanir austanmeginn, bæði uppi og niðri, séu þó talsvert skemmdar. Miklar vatnsskemmdir eru í austurhluta KringlunnarVísir/Viktor Freyr Því miður verði Gallerí sautján örugglega ekki opnuð fyrr en eftir margar vikur eða mánuði, en Svava minnir á að búðin sé líka í Smáralind og á ntc.is Hún vonar að hægt sé að vinna út úr þessu eins hratt og hægt er. Hún segir að búðareigendur sem ekki urðu fyrir tjóni séu samt stödd í húsinu núna að hjálpa, og segir að þótt þau séu í samkeppni þá séu þau öll innst inni vinir. Að lokum segir hún að Kringlan hafi staðið vel að málum meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og almennt skipulag um kringum þetta tjón.
Kringlan Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira