„Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 16:29 Agla María Albertsdóttir er búin að skora sjö mörk í fyrstu átta leikjum tímabilsins. Vísir/Bára Agla María Albertsdóttir skoraði annað mark Breiðabliks er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Þrótti í áttundu umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Blikar tróna því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, en framan af leik í dag leit hreint ekki út fyrir að Breiðablik myndi valta yfir gestina. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstaklega góður af okkar hálfu. Þetta var kannski smá stress í okkur í fyrri hálfleik, en mér fannst við vera bara yfirburðarlið í seinni hálfleik og ef eitthvað er gátum við skorað fleiri mörk,“ sagði Agla María í leikslok. Þá segir hún það hafa verið mikilvægt að halda fyrri hálfleiknum markalausum miðað við þau færi sem gestirnir fengu. „Klárlega. Þær voru bara sterkari í fyrri hálfleik og fengu nokkur góð færi. En að sama skapi átti Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] líka skot rétt framhjá og þær björguðu á línu frá Andreu [Rut Bjarnadóttur] þannig að þetta var kannski sanngjarnt 0-0. En ég get alveg sagt að við vorum fegnar að fara inn í hálfleikinn með jafna stöðu.“ Eins og áður segir skoraði Agla María annað mark Blika í dag og það var af dýrari gerðinni. Hún skoraði þá beint úr hornspyrnu, en Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sagði í viðtali eftir leik að hann hafði ekki trú á því að hún hafi verið að reyna að skora. „Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana,“ sagði Agla létt. „Seinast var það fyrirgjöf og núna úr hornspyrnu. En það er bara að reyna að setja hann nálægt markinu og vona að hann fari inn. Ef hann fer ekki inn þá reynir einhver að skalla hann. Þannig þetta snýst um að setja hann þarna einhversstaðar.“ Þá vildu aðrir meina að markið hennar Öglu hafi verið sjálfsmark þar sem boltinn hafi haft viðkomu í Jelenu Kujundzic á leið sinni í markið. Agla hlustar þó ekki á neitt svoleiðis. „Ég tek að sjálfsögðu þetta mark. Tek ekki annað til greina.“ Að lokum segir hún mikilvægt að liðið haldi áfram á sömu braut. „Við verðum bara að halda áfram að taka einn leik í einu. Við höfum verið að nota hópinn okkar mikið og það eru oft margar breytingar á milli leikja. Ég held að það sé það sem er að skila okkur núna. Við erum með breiðan og stóran hóp og erum að nýta alla leikmenn. Við erum þar af leiðandi að fá ferska fætur inn í hvern og einn leik og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Agla að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Sjá meira
Blikar tróna því enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, en framan af leik í dag leit hreint ekki út fyrir að Breiðablik myndi valta yfir gestina. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstaklega góður af okkar hálfu. Þetta var kannski smá stress í okkur í fyrri hálfleik, en mér fannst við vera bara yfirburðarlið í seinni hálfleik og ef eitthvað er gátum við skorað fleiri mörk,“ sagði Agla María í leikslok. Þá segir hún það hafa verið mikilvægt að halda fyrri hálfleiknum markalausum miðað við þau færi sem gestirnir fengu. „Klárlega. Þær voru bara sterkari í fyrri hálfleik og fengu nokkur góð færi. En að sama skapi átti Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] líka skot rétt framhjá og þær björguðu á línu frá Andreu [Rut Bjarnadóttur] þannig að þetta var kannski sanngjarnt 0-0. En ég get alveg sagt að við vorum fegnar að fara inn í hálfleikinn með jafna stöðu.“ Eins og áður segir skoraði Agla María annað mark Blika í dag og það var af dýrari gerðinni. Hún skoraði þá beint úr hornspyrnu, en Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sagði í viðtali eftir leik að hann hafði ekki trú á því að hún hafi verið að reyna að skora. „Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana,“ sagði Agla létt. „Seinast var það fyrirgjöf og núna úr hornspyrnu. En það er bara að reyna að setja hann nálægt markinu og vona að hann fari inn. Ef hann fer ekki inn þá reynir einhver að skalla hann. Þannig þetta snýst um að setja hann þarna einhversstaðar.“ Þá vildu aðrir meina að markið hennar Öglu hafi verið sjálfsmark þar sem boltinn hafi haft viðkomu í Jelenu Kujundzic á leið sinni í markið. Agla hlustar þó ekki á neitt svoleiðis. „Ég tek að sjálfsögðu þetta mark. Tek ekki annað til greina.“ Að lokum segir hún mikilvægt að liðið haldi áfram á sömu braut. „Við verðum bara að halda áfram að taka einn leik í einu. Við höfum verið að nota hópinn okkar mikið og það eru oft margar breytingar á milli leikja. Ég held að það sé það sem er að skila okkur núna. Við erum með breiðan og stóran hóp og erum að nýta alla leikmenn. Við erum þar af leiðandi að fá ferska fætur inn í hvern og einn leik og ég held að það sé að skila sér,“ sagði Agla að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag. 16. júní 2024 15:51