Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlar að gera allt sem er í þeirra valdi til þess að rússneski fáninn sjáist ekki á leiknum í dag.
Rússneski fáninn hefur nefnilega sést í nokkrum af fyrstu leikjunum á Evrópumótinu. Það verður ekki í boði á leiknum á Allianz Arena í München.
Öryggisverðir á leikvanginum hafa fengið skýr fyrirmæli um að fjarlægja alla rússnesku fánanna sem þeir verða varir við á vellinum.
Euro 2024: UEFA wants to keep Russian flags out of stadium for Ukraine's opening gamehttps://t.co/I9IXC0DMng
— CNBC-TV18 (@CNBCTV18Live) June 17, 2024
Rússneskum fótboltafélögum hefur verið bannað að taka þátt í mótum á vegum UEFA síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Það er þó ekkert bann í gildi fyrir rússneska ríkisborgara um að kaupa miða á leikina á EM.
Þýsk yfirvöld gáfu það út fyrir Evrópumótið að þau muni aðeins leyfa fána frá þeim þjóðum sem eru að taka þátt í þessu Evrópumóti. Það var leið þeirra til að koma í veg fyrir að fánar Ísraels og Palestínu yrðu á völlunum.
Það þýðir auðvitað líka að íslenski fáninn er bannaður. Hefði íslenska liðið komist í gegnum umspilsleikina á móti Úkraínu þá hefðu strákarnir okkar verið að spila þennan leik við Rúmena í dag.