Mbappé sleppur við aðgerð vegna nefbrotsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 07:53 Kylian Mbappé varð fyrir því óláni að nefbrotna i fyrsta leik Frakka á EM 2024. Getty/Rico Brouwer Stórstjarna Frakka endaði kvöldið á sjúkrahúsi eftir fyrsta leik franska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. Kylian Mbappé nefbrotnaði í 1-0 sigri á Austurríkismönnum í gærkvöldi. Blóðið fossaði úr nefinu á honum og óttast var að hann þyrfti að gangast undir aðgerð. Slík aðgerð hefði þýtt að hann hefði jafnvel misst af öllu Evrópumótinu eða stórum hluta mótsins. Kevin Danso was charge with looking after Kylian Mbappe in 🇦🇹 v 🇫🇷 at #EURo2024 tonight. Danso left the Frenchman needing surgery on his nose. 💉🩸 pic.twitter.com/gVIMlcxRRM— Ibrahim Sannie Daara (@SannieDaara) June 17, 2024 Philippe Diallo, forseti franska knattspyrnusambandsins, staðfesti það við ESPN að læknaliðið hefði metið það eftir frekari skoðun að Mbappé þyrfti ekki að fara í aðgerð. Mbappé yfirgaf sjúkrahúsið í Düsseldorf klukkan eitt eftir miðnætti á staðartíma og er kominn aftur til móts við franska liðið. Næst á dagskrá er að útbúa sérhannaða grímu fyrir hann sem hann spilar með næstu vikurnar. Það er samt óvíst hvort hann geti spilað næsta leik sem er á móti Hollandi á föstudaginn. Mbappé skoraði ekki í leiknum en lagði upp markið. Varnarmaður Austurríkis skallaði þá boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf frá franska framherjanum. Mbappé nefbrotnaði eftir að hafa lent í samstuði við Austurríkismanninn Kevin Danso seint í leiknum. „Nefið hans lítur illa út. Við verðum bara að bíða og sjá til. Læknaliðið okkar sér um þetta. Þetta voru samt slæmar fréttir fyrir okkur,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakka, eftir leikinn. „Augljóslega er franska landsliðið ekki það sama án hans. Ég vona að hann geti verið með okkur,“ sagði Deschamps. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé has just left the hospital after it was confirmed that he broke his nose.Mbappé will not undergo surgery despite initial indications, waiting to decide how to manage him for upcoming two games. pic.twitter.com/Fhbhft1OAO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 17, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Kylian Mbappé nefbrotnaði í 1-0 sigri á Austurríkismönnum í gærkvöldi. Blóðið fossaði úr nefinu á honum og óttast var að hann þyrfti að gangast undir aðgerð. Slík aðgerð hefði þýtt að hann hefði jafnvel misst af öllu Evrópumótinu eða stórum hluta mótsins. Kevin Danso was charge with looking after Kylian Mbappe in 🇦🇹 v 🇫🇷 at #EURo2024 tonight. Danso left the Frenchman needing surgery on his nose. 💉🩸 pic.twitter.com/gVIMlcxRRM— Ibrahim Sannie Daara (@SannieDaara) June 17, 2024 Philippe Diallo, forseti franska knattspyrnusambandsins, staðfesti það við ESPN að læknaliðið hefði metið það eftir frekari skoðun að Mbappé þyrfti ekki að fara í aðgerð. Mbappé yfirgaf sjúkrahúsið í Düsseldorf klukkan eitt eftir miðnætti á staðartíma og er kominn aftur til móts við franska liðið. Næst á dagskrá er að útbúa sérhannaða grímu fyrir hann sem hann spilar með næstu vikurnar. Það er samt óvíst hvort hann geti spilað næsta leik sem er á móti Hollandi á föstudaginn. Mbappé skoraði ekki í leiknum en lagði upp markið. Varnarmaður Austurríkis skallaði þá boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf frá franska framherjanum. Mbappé nefbrotnaði eftir að hafa lent í samstuði við Austurríkismanninn Kevin Danso seint í leiknum. „Nefið hans lítur illa út. Við verðum bara að bíða og sjá til. Læknaliðið okkar sér um þetta. Þetta voru samt slæmar fréttir fyrir okkur,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakka, eftir leikinn. „Augljóslega er franska landsliðið ekki það sama án hans. Ég vona að hann geti verið með okkur,“ sagði Deschamps. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé has just left the hospital after it was confirmed that he broke his nose.Mbappé will not undergo surgery despite initial indications, waiting to decide how to manage him for upcoming two games. pic.twitter.com/Fhbhft1OAO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 17, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira