Þjófar fagna Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 19. júní 2024 08:01 Í dag eru 109 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum á Íslandi. Að konur hafi ekki haft kosningarétt er í tómarúmi rökleysa en rökrétt ef skoðað út frá ríkjandi valdastrúktúrum síðastliðinna árþúsunda, það er feðraveldinu. Konur eiga nefnilega samkvæmt feðraveldinu ekki að sækjast eftir áhrifum eða völdum, ekki einu sinni yfir eigin líkama. Í bók sinni Women and Other Monster fer Jess Zimmerman í nokkrum ritgerðum yfir kvenpersónur í grískri goðafræði sem oft eru skrímsli. Hún sýnir vel fram á að þessi undirstaða vestræns gildismats hefur litið á konur sem búa yfir þekkingu, reynslu eða hæfileikum á einhverju sviði öðru en umönnun sem alvarlega ógn við ráðandi valdastrúktur karlmanna, feðraveldið. Margar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna konur eru ekki fleiri í áhrifastöðum en sjaldan hefur verið talað um þær innri og ytri hindranir sem konur og kvár upplifa vegna þjófkenningar. Zimmerman skoðar í bók sinni hvernig konur og kvár sem sækjast eftir viðurkenningu á list sinni, hátt launuðum störfum, kjöri í valdamikil embætti eða jafnvel fullum yfirráðum yfir líkama sínum eru í raun álitin þjófar. Þau eru með athæfi sínu að stela því sem er í raun karlmanna. Ef kona fær hátt launaða stöðu er hún að mati feðraveldisins, að taka það sem karlmanni ber að fá. Ef hún hlýtur eftirsóknarverð verðlaun á sviði lista hefur hún hrifsað þau af karlmanni. Dirfist kvár að sýna mikinn metnað og sækjast eftir valdamiklum embættum er um ásetning um að stela af karlmanni að ræða. Ætli kona sér að ákveða sjálf hvort hún stundar kynlíf er hún að ræna af karlmanni möguleikanum til að njóta þess sem er hans. Þetta grunndvallarviðhorf feðraveldisins, að konur og kvár sem vilja komast til áhrifa, hljóta viðurkenningu eða ráða sér sjálf séu þjófar, er skv. Zimmerman inngróin í næstum allt og alla í vestrænu samfélagi og veldur því að konum og kvárum er ýtt þjösnalega í burtu frá öllum slíkum ævintýrum. Auðvitað eiga konur að hafa kosningarétt en það er líka ljóst að ríkjandi valdakerfi streitist harkalega á móti jafnrétti, m.a. með því að skrímslavæða og þjófkenna þau sem vilja hljóta viðurkenningu og völd. Þess vegna fögnum við því sem er sjálfsagt á 109 ára afmæli kosningaréttar kvenna og vonum að 109 árum liðnum muni þjófkenningar minnihlutahópa sem sækja sinn sjálfsagða rétt vera gleymdar. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Mannréttindi Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 109 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt í alþingiskosningum á Íslandi. Að konur hafi ekki haft kosningarétt er í tómarúmi rökleysa en rökrétt ef skoðað út frá ríkjandi valdastrúktúrum síðastliðinna árþúsunda, það er feðraveldinu. Konur eiga nefnilega samkvæmt feðraveldinu ekki að sækjast eftir áhrifum eða völdum, ekki einu sinni yfir eigin líkama. Í bók sinni Women and Other Monster fer Jess Zimmerman í nokkrum ritgerðum yfir kvenpersónur í grískri goðafræði sem oft eru skrímsli. Hún sýnir vel fram á að þessi undirstaða vestræns gildismats hefur litið á konur sem búa yfir þekkingu, reynslu eða hæfileikum á einhverju sviði öðru en umönnun sem alvarlega ógn við ráðandi valdastrúktur karlmanna, feðraveldið. Margar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna konur eru ekki fleiri í áhrifastöðum en sjaldan hefur verið talað um þær innri og ytri hindranir sem konur og kvár upplifa vegna þjófkenningar. Zimmerman skoðar í bók sinni hvernig konur og kvár sem sækjast eftir viðurkenningu á list sinni, hátt launuðum störfum, kjöri í valdamikil embætti eða jafnvel fullum yfirráðum yfir líkama sínum eru í raun álitin þjófar. Þau eru með athæfi sínu að stela því sem er í raun karlmanna. Ef kona fær hátt launaða stöðu er hún að mati feðraveldisins, að taka það sem karlmanni ber að fá. Ef hún hlýtur eftirsóknarverð verðlaun á sviði lista hefur hún hrifsað þau af karlmanni. Dirfist kvár að sýna mikinn metnað og sækjast eftir valdamiklum embættum er um ásetning um að stela af karlmanni að ræða. Ætli kona sér að ákveða sjálf hvort hún stundar kynlíf er hún að ræna af karlmanni möguleikanum til að njóta þess sem er hans. Þetta grunndvallarviðhorf feðraveldisins, að konur og kvár sem vilja komast til áhrifa, hljóta viðurkenningu eða ráða sér sjálf séu þjófar, er skv. Zimmerman inngróin í næstum allt og alla í vestrænu samfélagi og veldur því að konum og kvárum er ýtt þjösnalega í burtu frá öllum slíkum ævintýrum. Auðvitað eiga konur að hafa kosningarétt en það er líka ljóst að ríkjandi valdakerfi streitist harkalega á móti jafnrétti, m.a. með því að skrímslavæða og þjófkenna þau sem vilja hljóta viðurkenningu og völd. Þess vegna fögnum við því sem er sjálfsagt á 109 ára afmæli kosningaréttar kvenna og vonum að 109 árum liðnum muni þjófkenningar minnihlutahópa sem sækja sinn sjálfsagða rétt vera gleymdar. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar