Öryggisbúnaður ekki til staðar í tugum leigubíla Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2024 17:37 Vilji leigubílstjórar komast hjá því að fá kæru segir Unnar Már aðalvarðstjóri gott fyrir þá að yfirfara ökutækin og tryggja að allur viðeigandi öryggisbúnaður sé til staðar. Vísir/Vilhelm Öryggisbúnað skorti í leigubíla hjá tugum leigubílstjóra sem lögreglan hafði eftirlit með um helgina. Einhverjir þeirra leigubílstjóra sem lögreglan talaði við óku án leyfis og einn leigubílstjóri ók á ökutæki sem ekki var skráð sem leigubíll. Fram kom í frétt fyrr í dag að alls eigi 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. „Þetta snýr að búnaði sem leigubílstjórum er skylt að vera með í bílunum sínum,“ segir Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri á lögreglustöð eitt við Hverfisgötu. „Þetta eru slökkvitæki og sjúkrakassar sem þeim er skylt að vera með,“ segir Unnar og að ökumennirnir sem ekki hafi verið með slík tæki í bílunum hafi verið sendir í skoðun með ökutækin. Unnar segir að leigubílstjórarnir hafi verið skráðir hjá hinum ýmsu fyrirtækjum en einnig voru í hópnum einkaaðilar. „Þetta háa hlutfall kom mjög á óvart,“ segir Unnar Már. Ökumönnum ber að tryggja viðeigandi öryggisbúnað Hann segir að kærurnar endi ýmist á leigubílstjórunum sjálfum eða á eigendum ökutækjanna sem þeir óku. „Af því að okkur ber sem ökumönnum, hver sem við erum, ef við fáum lánaðan bíl hjá einhverjum öðrum þurfum við samt að tryggja að hann sé í lagi sem ökumenn, þótt við eigum hann ekki. Þannig það gæti endað þannig,“ segir Unnar Már. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni fyrr í dag að hún hafi notið aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við þetta eftirlit um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för. Halda áfram eftirliti í vikunni Unnar Már segir að Skatturinn hafi verið að skoða hvernig menn væru að fá greidd laun, staðgreiðslu og ýmislegt á meðan Samgöngustofa hefur eftirlit með lögum um leigubíla og hafi því verið að fylgja því eftir. „Lögin sem tóku gildi fyrir áramót eru með endurskoðunarákvæði þannig þeir eru að skoða hvað gæti verið að misfarast þannig það sé hægt að laga lögin,“ segir Unnar Már. Lögreglan heldur eftirliti sínu áfram í vikunni. „Við ætlum að halda áfram. Í vikunni og svo öðru hvoru óreglulega. Það er ekkert ákveðið hvenær en það verður til að ákveða hvort menn séu búnir að laga hlutina.“ Unnar Már segir að ef leigubílstjórar vilji komast hjá því að fá kæru sé gott fyrir þá að tryggja að allur viðeigandi öryggisbúnaður sé í bílnum. „Þá er ekkert að óttast. Þeir eiga alveg að kunna þetta allir. Menn þurfa að passa betur upp á sína hluti.“ Lögreglumál Leigubílar Tengdar fréttir Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46 Leigubílar Hopp komnir á göturnar Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur hafið leigubílarekstur. 8. júní 2023 23:27 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Reiðin kraumar í leigubílstjórum Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti. 12. febrúar 2023 11:11 Fjölgar atvinnuleyfum fyrir leigubíla um hundrað Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eða svokölluðu „takmörkunarsvæði I“. 27. maí 2022 15:04 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Fram kom í frétt fyrr í dag að alls eigi 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. „Þetta snýr að búnaði sem leigubílstjórum er skylt að vera með í bílunum sínum,“ segir Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri á lögreglustöð eitt við Hverfisgötu. „Þetta eru slökkvitæki og sjúkrakassar sem þeim er skylt að vera með,“ segir Unnar og að ökumennirnir sem ekki hafi verið með slík tæki í bílunum hafi verið sendir í skoðun með ökutækin. Unnar segir að leigubílstjórarnir hafi verið skráðir hjá hinum ýmsu fyrirtækjum en einnig voru í hópnum einkaaðilar. „Þetta háa hlutfall kom mjög á óvart,“ segir Unnar Már. Ökumönnum ber að tryggja viðeigandi öryggisbúnað Hann segir að kærurnar endi ýmist á leigubílstjórunum sjálfum eða á eigendum ökutækjanna sem þeir óku. „Af því að okkur ber sem ökumönnum, hver sem við erum, ef við fáum lánaðan bíl hjá einhverjum öðrum þurfum við samt að tryggja að hann sé í lagi sem ökumenn, þótt við eigum hann ekki. Þannig það gæti endað þannig,“ segir Unnar Már. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni fyrr í dag að hún hafi notið aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við þetta eftirlit um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för. Halda áfram eftirliti í vikunni Unnar Már segir að Skatturinn hafi verið að skoða hvernig menn væru að fá greidd laun, staðgreiðslu og ýmislegt á meðan Samgöngustofa hefur eftirlit með lögum um leigubíla og hafi því verið að fylgja því eftir. „Lögin sem tóku gildi fyrir áramót eru með endurskoðunarákvæði þannig þeir eru að skoða hvað gæti verið að misfarast þannig það sé hægt að laga lögin,“ segir Unnar Már. Lögreglan heldur eftirliti sínu áfram í vikunni. „Við ætlum að halda áfram. Í vikunni og svo öðru hvoru óreglulega. Það er ekkert ákveðið hvenær en það verður til að ákveða hvort menn séu búnir að laga hlutina.“ Unnar Már segir að ef leigubílstjórar vilji komast hjá því að fá kæru sé gott fyrir þá að tryggja að allur viðeigandi öryggisbúnaður sé í bílnum. „Þá er ekkert að óttast. Þeir eiga alveg að kunna þetta allir. Menn þurfa að passa betur upp á sína hluti.“
Lögreglumál Leigubílar Tengdar fréttir Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46 Leigubílar Hopp komnir á göturnar Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur hafið leigubílarekstur. 8. júní 2023 23:27 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Reiðin kraumar í leigubílstjórum Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti. 12. febrúar 2023 11:11 Fjölgar atvinnuleyfum fyrir leigubíla um hundrað Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eða svokölluðu „takmörkunarsvæði I“. 27. maí 2022 15:04 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46
Leigubílar Hopp komnir á göturnar Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur hafið leigubílarekstur. 8. júní 2023 23:27
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01
Reiðin kraumar í leigubílstjórum Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti. 12. febrúar 2023 11:11
Fjölgar atvinnuleyfum fyrir leigubíla um hundrað Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eða svokölluðu „takmörkunarsvæði I“. 27. maí 2022 15:04