„Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild“ Sverrir Mar Smárason skrifar 18. júní 2024 22:06 Viktor Jónsson skoraði í kvöld, líkt og hann gerði á þessari mynd. Hulda Margrét Skagamenn unnu góðan 2-1 heimasigur á erkifjéndum sínum í KR í Bestu deild karla á Akranesi í kvöld. Skagamenn höfðu ekki unnið KR í efstu deild síðan árið 2016. Viktor Jónsson, framherji ÍA var mjög sáttur í leikslok. „Já þetta var mjög ljúft. Við töluðum um það fyrir leikinn að það væru átta ár síðan að ÍA vann KR og það væri löngu kominn tími til. Fengum frábært tækifæri í dag og vorum staðráðnir í því að sækja sigur,“ sagði Viktor Jónsson. Skagamenn höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fengu nokkur góð færi til þess að skora framan af áður en síðari hálfleikur breyttist í mikla miðjubaráttu. Loks braut Viktor sjálfur ísinn á 86. mínútu og kom ÍA yfir. „Það var misheppnuð sending, Steinar fær boltann og leggur hann fyrir mig. Ég næ góðri snertingu á hann og set hann í fjær,“ sagði Viktor sem hefur skorað 8 mörk í sumar fyrir skagamenn. “Fyrsta markmiðinu mínu er náð, ég var með mest fimm mörk fyrir þetta tímabil. Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild. Það var umræðan hjá ykkur spekingunum fyrir mót. Ég var staðráðinn í því að sanna það og það hefur gengið vel.“ Eins og Viktor nefnir var það umræðan fyrir mót hvort hann raunverulega gæti skorað mörk í efstu deild. Hann á nokkur tímabil í fyrstu deild þar sem hann hefur raðað inn mörkum en markaskorun í þeirri bestu verið dræm fram að þessu. En sat umræðan í honum? „Nei ég myndi ekki segja það. Mér fannst það eiginlega bara hvetja mig. Ég veit hvað ég get og hverjir mínir styrkleikar eru. Ég var bara staðráðinn í því að spila inn á þá og haldast heill. Ég vissi að þetta myndi detta, þetta hvetur mig ennþá til þess að leggja meira á mig,“sagði Viktor. Skagamenn sitja í 4. sæti deildarinnar með 16 stig, jafnir Stjörnunni. Ætla þeir að berjast um sæti sem gæti mögulega gefið þáttökurétt í Evrópukeppni? „Já klárlega fyrst við erum þar núna. Fyrsta markmið var að halda okkur í deildinni en nú erum við í 4. sæti og það hefur gengið vel. Okkur líður vel saman inni á vellinum. Við viljum vera í efri helmingnum og berjast um Evrópu,“ sagði Viktor aðlokum. Besta deild karla ÍA KR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - KR 2-1 | Heimamenn unnu uppgjör gömlu stórveldanna ÍA lagði KR 2-1 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 18. júní 2024 21:10 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira
„Já þetta var mjög ljúft. Við töluðum um það fyrir leikinn að það væru átta ár síðan að ÍA vann KR og það væri löngu kominn tími til. Fengum frábært tækifæri í dag og vorum staðráðnir í því að sækja sigur,“ sagði Viktor Jónsson. Skagamenn höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fengu nokkur góð færi til þess að skora framan af áður en síðari hálfleikur breyttist í mikla miðjubaráttu. Loks braut Viktor sjálfur ísinn á 86. mínútu og kom ÍA yfir. „Það var misheppnuð sending, Steinar fær boltann og leggur hann fyrir mig. Ég næ góðri snertingu á hann og set hann í fjær,“ sagði Viktor sem hefur skorað 8 mörk í sumar fyrir skagamenn. “Fyrsta markmiðinu mínu er náð, ég var með mest fimm mörk fyrir þetta tímabil. Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild. Það var umræðan hjá ykkur spekingunum fyrir mót. Ég var staðráðinn í því að sanna það og það hefur gengið vel.“ Eins og Viktor nefnir var það umræðan fyrir mót hvort hann raunverulega gæti skorað mörk í efstu deild. Hann á nokkur tímabil í fyrstu deild þar sem hann hefur raðað inn mörkum en markaskorun í þeirri bestu verið dræm fram að þessu. En sat umræðan í honum? „Nei ég myndi ekki segja það. Mér fannst það eiginlega bara hvetja mig. Ég veit hvað ég get og hverjir mínir styrkleikar eru. Ég var bara staðráðinn í því að spila inn á þá og haldast heill. Ég vissi að þetta myndi detta, þetta hvetur mig ennþá til þess að leggja meira á mig,“sagði Viktor. Skagamenn sitja í 4. sæti deildarinnar með 16 stig, jafnir Stjörnunni. Ætla þeir að berjast um sæti sem gæti mögulega gefið þáttökurétt í Evrópukeppni? „Já klárlega fyrst við erum þar núna. Fyrsta markmið var að halda okkur í deildinni en nú erum við í 4. sæti og það hefur gengið vel. Okkur líður vel saman inni á vellinum. Við viljum vera í efri helmingnum og berjast um Evrópu,“ sagði Viktor aðlokum.
Besta deild karla ÍA KR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - KR 2-1 | Heimamenn unnu uppgjör gömlu stórveldanna ÍA lagði KR 2-1 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 18. júní 2024 21:10 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira
Leik lokið: ÍA - KR 2-1 | Heimamenn unnu uppgjör gömlu stórveldanna ÍA lagði KR 2-1 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 18. júní 2024 21:10