HSÍ tapaði rúmlega 85 milljónum króna Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júní 2024 19:17 Íslenska kvennalandsliðið lenti í óvæntum kostnaði þegar liðið komst á HM í fyrra sem eitt af tveimur „wildcard“ liðum. Handknattleikssamband Íslands tapaði rúmlega 85 milljónum króna árið 2023. Rekstrartekjur urðu hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir en kostnaðurinn sömuleiðis. Í skýrslu stjórnar segir að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi dugi engan veginn til. Ársskýrsluna alla af ársfundi sambandsins í Laugardalshöll í dag má lesa hér. Heildartap hljóðaði alls upp á 85 milljónir og 585 þúsund krónur þegar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru tekin með í reikninginn. HSÍ gerði ráð fyrir 365 milljónum í rekstrartekjur en rauntekjur urðu 410 milljónir. Styrkir frá ÍSÍ og Lottó voru 12 milljónum meiri, styrkir frá öðrum styrktaraðilum 10 milljónum meiri og aðrar tekjur 14 milljónum meiri en gert var ráð fyrir. Rekstrargjöld sambandsins voru hins vegar mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. HSÍ fór tæpum 132 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Ber þar hæst kostnaður landsliða og mótakostnaður sem varð mun meiri en gert var ráð fyrir. Kvennalandslið Íslands komst einmitt mjög óvænt á HM í lok árs. Í skýrslu stjórnar segir: „Dökka hliðin á velgengni í íþróttum er fjármögnunin á bak við þátttöku í stórmótum. Fyrir um 5 árum var tekið stórt skerf til að auka fjarmagn til íþrótta í landinu. Afrekssjóður var stækkaður úr 100 m kr í 400 m kr. Þó svo að stökkið hafi verið stórt þá duga þessir fjármunir ekki til reksturs öflugs afreksstarfs. HSÍ fær um 80 m úr afrekssjóði sem er um 1/3 af rekstrarfé sambandsins. Er kvennalandsliðið ávann sér þáttökurétt á HM fékkst engin viðbótar fjármögnun en þátttaka í stórmóti hvort sem er kvenna megin eða karla megin er um 25 m króna. Þá er eftir að greiða laun til þjálfara og annarra sem koma að liðinu, kostnað við undirbúning og aðra landsleiki heima og heiman. Ljóst er að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi hvort sem talað er um handbolta eða aðrar íþróttagreinar þá duga þessir fjármunir engan veginn.” Handboltapassinn reyndist dýr Í skýrslu stjórnar segir einnig að frumkvöðlastarfsemi HSÍ með Handboltapassann í samstarfi við Símann hafi verið mjög kostnaðarsöm. Áskriftarsala tafðist og hófst ekki fyrr en í desember sem „olli miklu fjárhagslegu tjóni“. Sambandið hafi tekið stór skref meðvitað um áhættuna og telur jákvætt fyrir íslenska íþróttahreyfingu að vera eina sambandið sem sér um útsendingar á eigin efni. Unnið er að fjölgun myndavéla á leikstöðum fyrir næsta ár og sambandið er sannfært um að það geti unnið upp tap þessa árs og skilað hagnaði til framtíðar. HSÍ Tengdar fréttir KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Ársskýrsluna alla af ársfundi sambandsins í Laugardalshöll í dag má lesa hér. Heildartap hljóðaði alls upp á 85 milljónir og 585 þúsund krónur þegar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru tekin með í reikninginn. HSÍ gerði ráð fyrir 365 milljónum í rekstrartekjur en rauntekjur urðu 410 milljónir. Styrkir frá ÍSÍ og Lottó voru 12 milljónum meiri, styrkir frá öðrum styrktaraðilum 10 milljónum meiri og aðrar tekjur 14 milljónum meiri en gert var ráð fyrir. Rekstrargjöld sambandsins voru hins vegar mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. HSÍ fór tæpum 132 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Ber þar hæst kostnaður landsliða og mótakostnaður sem varð mun meiri en gert var ráð fyrir. Kvennalandslið Íslands komst einmitt mjög óvænt á HM í lok árs. Í skýrslu stjórnar segir: „Dökka hliðin á velgengni í íþróttum er fjármögnunin á bak við þátttöku í stórmótum. Fyrir um 5 árum var tekið stórt skerf til að auka fjarmagn til íþrótta í landinu. Afrekssjóður var stækkaður úr 100 m kr í 400 m kr. Þó svo að stökkið hafi verið stórt þá duga þessir fjármunir ekki til reksturs öflugs afreksstarfs. HSÍ fær um 80 m úr afrekssjóði sem er um 1/3 af rekstrarfé sambandsins. Er kvennalandsliðið ávann sér þáttökurétt á HM fékkst engin viðbótar fjármögnun en þátttaka í stórmóti hvort sem er kvenna megin eða karla megin er um 25 m króna. Þá er eftir að greiða laun til þjálfara og annarra sem koma að liðinu, kostnað við undirbúning og aðra landsleiki heima og heiman. Ljóst er að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi hvort sem talað er um handbolta eða aðrar íþróttagreinar þá duga þessir fjármunir engan veginn.” Handboltapassinn reyndist dýr Í skýrslu stjórnar segir einnig að frumkvöðlastarfsemi HSÍ með Handboltapassann í samstarfi við Símann hafi verið mjög kostnaðarsöm. Áskriftarsala tafðist og hófst ekki fyrr en í desember sem „olli miklu fjárhagslegu tjóni“. Sambandið hafi tekið stór skref meðvitað um áhættuna og telur jákvætt fyrir íslenska íþróttahreyfingu að vera eina sambandið sem sér um útsendingar á eigin efni. Unnið er að fjölgun myndavéla á leikstöðum fyrir næsta ár og sambandið er sannfært um að það geti unnið upp tap þessa árs og skilað hagnaði til framtíðar.
„Dökka hliðin á velgengni í íþróttum er fjármögnunin á bak við þátttöku í stórmótum. Fyrir um 5 árum var tekið stórt skerf til að auka fjarmagn til íþrótta í landinu. Afrekssjóður var stækkaður úr 100 m kr í 400 m kr. Þó svo að stökkið hafi verið stórt þá duga þessir fjármunir ekki til reksturs öflugs afreksstarfs. HSÍ fær um 80 m úr afrekssjóði sem er um 1/3 af rekstrarfé sambandsins. Er kvennalandsliðið ávann sér þáttökurétt á HM fékkst engin viðbótar fjármögnun en þátttaka í stórmóti hvort sem er kvenna megin eða karla megin er um 25 m króna. Þá er eftir að greiða laun til þjálfara og annarra sem koma að liðinu, kostnað við undirbúning og aðra landsleiki heima og heiman. Ljóst er að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi hvort sem talað er um handbolta eða aðrar íþróttagreinar þá duga þessir fjármunir engan veginn.”
HSÍ Tengdar fréttir KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30