Tók langan tíma að finna uppruna ammoníaklekans Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 22:02 Ammoníak getur verið afar hættulegt og því þurftu slökkviliðsmenn að klæðast sérstökum búningum í dag. Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar Slökkvilið Vesturbyggðar vann að því í allan dag að leita að ammoníakleka í gömlu frystihúsi á Tálknafirði, nú Vesturbyggð. Tilkynnt var um mikla ammoníaklykt um klukkan 2:23 í nótt. Lekinn var að enda fundinn en slökkvilið segir að það hafi „heldur betur bæst í reynslubankann“ í dag. Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar segir að þegar tilkynningin barst síðustu nótt hafi verið tilkynn um megna stækju yfir höfninni í Tálknafirði. Þeir hafi svo komist að því að lyktin hafi verið frá frystihúsinu en til þess að komast nær húsinu hafi þurft sérstaka galla. Eiturefnakafarar unnu svo að því í allan dag að reyna að finna lekann. „Það kemur hvít gufa af ammoníaki. Við sáum þegar við komum inn að þetta er í frystikerfinu þar sem lekur,“ segir Davíð Rúnar í samtali við fréttastofu. Til að reyna að finna upptök lekans hafi þeir reynt að skipta húsinu í smærri einingar. Viðbragð á vettvangi var töluvert.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Vandamálið er að þú sérð ekki allt sem kemur út og sérð í raun og veru ekki lekann. Það tók svo rosalega langan tíma hjá okkur að skipta húsinu niður í svæði og loka á milli, þar sem hægt var að loka á milli, og sjá hvoru megin lekinn gat verið,“ segir Davíð Rúnar og að leitin hafi farið þannig fram í dag. Hann segir ammoníak mjög hættulegt efni. Eiturefnakafarar voru við störf við frystihúsið í dag.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Þegar þú stendur fyrir utan byrjar þig að svíða í augun og það er erfitt að anda. Það brennir í raun húðina og ef þú færð inn í of mikið þá geturðu hætt að anda og dáið. Það var mjög gott að enginn var að vinna þegar þetta gerðist. Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað gerðist og mjög fáir upplifðu einkenni,“ segir Davíð Rúnar. Hann segir að lekinn hafi verið í húsum þar sem fólk vinnu dags daglega og því hafi tímasetningin verið heppileg. Auk þess hafi vindáttin verið hagstæð og lyktin farið út á haf en ekki í átt að bænum. „Það er mjög heppilegt,“ segir Davíð Rúnar að lokum. Slökkvilið Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. 19. júní 2024 07:26 Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. 19. júní 2024 19:10 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar segir að þegar tilkynningin barst síðustu nótt hafi verið tilkynn um megna stækju yfir höfninni í Tálknafirði. Þeir hafi svo komist að því að lyktin hafi verið frá frystihúsinu en til þess að komast nær húsinu hafi þurft sérstaka galla. Eiturefnakafarar unnu svo að því í allan dag að reyna að finna lekann. „Það kemur hvít gufa af ammoníaki. Við sáum þegar við komum inn að þetta er í frystikerfinu þar sem lekur,“ segir Davíð Rúnar í samtali við fréttastofu. Til að reyna að finna upptök lekans hafi þeir reynt að skipta húsinu í smærri einingar. Viðbragð á vettvangi var töluvert.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Vandamálið er að þú sérð ekki allt sem kemur út og sérð í raun og veru ekki lekann. Það tók svo rosalega langan tíma hjá okkur að skipta húsinu niður í svæði og loka á milli, þar sem hægt var að loka á milli, og sjá hvoru megin lekinn gat verið,“ segir Davíð Rúnar og að leitin hafi farið þannig fram í dag. Hann segir ammoníak mjög hættulegt efni. Eiturefnakafarar voru við störf við frystihúsið í dag.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Þegar þú stendur fyrir utan byrjar þig að svíða í augun og það er erfitt að anda. Það brennir í raun húðina og ef þú færð inn í of mikið þá geturðu hætt að anda og dáið. Það var mjög gott að enginn var að vinna þegar þetta gerðist. Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað gerðist og mjög fáir upplifðu einkenni,“ segir Davíð Rúnar. Hann segir að lekinn hafi verið í húsum þar sem fólk vinnu dags daglega og því hafi tímasetningin verið heppileg. Auk þess hafi vindáttin verið hagstæð og lyktin farið út á haf en ekki í átt að bænum. „Það er mjög heppilegt,“ segir Davíð Rúnar að lokum.
Slökkvilið Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. 19. júní 2024 07:26 Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. 19. júní 2024 19:10 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. 19. júní 2024 07:26
Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. 19. júní 2024 19:10