Boðorðin tíu upp á vegg í öllum skólastofum í Louisiana Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 23:56 Boðorðin tíu úr Biblíunni. Vísir/Getty Boðorðin tíu verða að vera til sýnis í öllum kennslustofum í opinberum skólum í Louisiana ríki í Bandaríkjunum. Það er allt frá leikskólum og til háskóla. Ríkisstjóri Louisiana, Jeff Landry, staðfesti lög þess efnis í dag. Louisiana er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem gerir þessa kröfu. Samkvæmt lögunum eiga boðorðin tíu að vera á plakati og á letrið að vera stórt og auðlesið. Flutningsmenn setja tilgang laganna ekki aðeins trúarlegan heldur einnig sögulegan. Í lagatextanum segir að boðorðin tíu séu grunnskjal í Bandaríkjunum og hjá ríkisstjórninni. Með boðorðunum á plakatinu á að fylgja fjögurra málsgreina yfirlýsing sem lýsir því hversu stóru hlutverki boðorðin gegni í bandarísku menntakerfi og hafi gert það síðustu þrjá áratugina. Samkvæmt lögunum verður plakatið að vera komið upp á vegg í öllum skólastofum á næsta ári. Greiða á fyrir plakötin með framlögum. Framlög ríkisins verða ekki nýtt í innleiðingu. Lögin heimila einnig, en krefjast ekki, sýningu Mayflower-sáttmálans, sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og Northwest reglugerðina. Fram kemur í frétt AP um málið að andstæðingar laganna eigi von á því að lögin verði kærð til dómstóla. Samtök sem vilja halda trúmálum utan kennslustofunnar lýstu því yfir strax við undirritun laganna að þau ætluðu að fara með málið fyrir dómstóla. Í yfirlýsingu frá ýmsum mannréttindsamtökum í dag eins og the American Civil Liberties Union, Americans United for Separation of Church og State and the Freedom from Religion Foundation kom fram að með innleiðingu laganna myndu ekki öll börn verða örugg í skólakerfinu og ekki vera jafnrétti. Þá kemur einnig fram í frétt AP að svipuð frumvörp hafi verið lögð fram í öðrum ríkjum í Bandaríkjunum en engum hafi tekist að fá þau samþykkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður úrskurðað um svipuð lög sem samþykkt voru í Kentucky. Dómstóllinn úrskurðaði í því máli árið 1980. Trúmál Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Louisiana er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem gerir þessa kröfu. Samkvæmt lögunum eiga boðorðin tíu að vera á plakati og á letrið að vera stórt og auðlesið. Flutningsmenn setja tilgang laganna ekki aðeins trúarlegan heldur einnig sögulegan. Í lagatextanum segir að boðorðin tíu séu grunnskjal í Bandaríkjunum og hjá ríkisstjórninni. Með boðorðunum á plakatinu á að fylgja fjögurra málsgreina yfirlýsing sem lýsir því hversu stóru hlutverki boðorðin gegni í bandarísku menntakerfi og hafi gert það síðustu þrjá áratugina. Samkvæmt lögunum verður plakatið að vera komið upp á vegg í öllum skólastofum á næsta ári. Greiða á fyrir plakötin með framlögum. Framlög ríkisins verða ekki nýtt í innleiðingu. Lögin heimila einnig, en krefjast ekki, sýningu Mayflower-sáttmálans, sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og Northwest reglugerðina. Fram kemur í frétt AP um málið að andstæðingar laganna eigi von á því að lögin verði kærð til dómstóla. Samtök sem vilja halda trúmálum utan kennslustofunnar lýstu því yfir strax við undirritun laganna að þau ætluðu að fara með málið fyrir dómstóla. Í yfirlýsingu frá ýmsum mannréttindsamtökum í dag eins og the American Civil Liberties Union, Americans United for Separation of Church og State and the Freedom from Religion Foundation kom fram að með innleiðingu laganna myndu ekki öll börn verða örugg í skólakerfinu og ekki vera jafnrétti. Þá kemur einnig fram í frétt AP að svipuð frumvörp hafi verið lögð fram í öðrum ríkjum í Bandaríkjunum en engum hafi tekist að fá þau samþykkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður úrskurðað um svipuð lög sem samþykkt voru í Kentucky. Dómstóllinn úrskurðaði í því máli árið 1980.
Trúmál Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira