Arne Slot fær auðveldustu byrjunina í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2024 09:31 Arne Slot hefur allt til alls til að byrja vel sem knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/Andrew Powell Nýr knattspyrnustjóri Liverpool þarf ekki að kvarta mikið yfir erfiðri byrjun á stjóraferli sínum í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot er mættur til starf hjá Liverpool en hann tekur við liðinu af Þjóðverjanum Jürgen Klopp. Það voru margir klökkir þegar Klopp kvaddi í vor en það vakti líka athygli hvað þýski stjórinn talaði vel um Slot og hversu ákaft hann hvatti stuðningsmenn Liverpool til að taka vel á móti eftirmanni sínum. Nú hefur verið gefið leikjaplanið fyrir tímabilið og því ljóst hvað bíður hollenska stjóranum í fyrstu leikjunum. Opta tölfræðiþjónustan tók sig til og reiknaði það út hvaða félög fá erfiðustu og auðveldustu byrjunina í haust. Samkvæmt þeim útreikningum þá fær ekki lið í deildinni auðveldari byrjun en Liverpool þegar litið er á fyrstu fimm leikina á 2024-25 tímabilinu. Fyrsti leikur Liverpool undir stjórn Slot er á útivelli á móti nýliðum Ipswich en fyrsti heimaleikurinn er síðan í annarri umferð á móti Brentford. Síðan taka við útileikur á móti Manchester United, heimaleikur við Nottingham Forest og loks heimaleikur á móti Bournemouth. Leikurinn á móti Manchester United er talinn vera sá langerfiðasti. Newcastle fær næstauðveldustu byrjunina en svo koma lið Southampton, Fulham og Everton. Brentfrod fær hins vegar erfiðustu byrjunina. Fyrsti leikur er á heimavelli á móti Crystal Palace, svo er útileikur á móti Liverpool, heimaleikur á móti Southampton, útileikur á móti Manchester City og loks útileikur á móti Tottenham í fimmtu umferð. Næsterfiðasta byrjunin er hjá West Ham en nýliðar Ipswich Town eru í þriðja sæti. Ipswich byrjar á því að mæta Liverpool (heima) og Manchester City (úti) í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Arsenal er síðan í fjórða sæti yfir erfiðustu byrjunina á komandi tímabili eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Arne Slot er mættur til starf hjá Liverpool en hann tekur við liðinu af Þjóðverjanum Jürgen Klopp. Það voru margir klökkir þegar Klopp kvaddi í vor en það vakti líka athygli hvað þýski stjórinn talaði vel um Slot og hversu ákaft hann hvatti stuðningsmenn Liverpool til að taka vel á móti eftirmanni sínum. Nú hefur verið gefið leikjaplanið fyrir tímabilið og því ljóst hvað bíður hollenska stjóranum í fyrstu leikjunum. Opta tölfræðiþjónustan tók sig til og reiknaði það út hvaða félög fá erfiðustu og auðveldustu byrjunina í haust. Samkvæmt þeim útreikningum þá fær ekki lið í deildinni auðveldari byrjun en Liverpool þegar litið er á fyrstu fimm leikina á 2024-25 tímabilinu. Fyrsti leikur Liverpool undir stjórn Slot er á útivelli á móti nýliðum Ipswich en fyrsti heimaleikurinn er síðan í annarri umferð á móti Brentford. Síðan taka við útileikur á móti Manchester United, heimaleikur við Nottingham Forest og loks heimaleikur á móti Bournemouth. Leikurinn á móti Manchester United er talinn vera sá langerfiðasti. Newcastle fær næstauðveldustu byrjunina en svo koma lið Southampton, Fulham og Everton. Brentfrod fær hins vegar erfiðustu byrjunina. Fyrsti leikur er á heimavelli á móti Crystal Palace, svo er útileikur á móti Liverpool, heimaleikur á móti Southampton, útileikur á móti Manchester City og loks útileikur á móti Tottenham í fimmtu umferð. Næsterfiðasta byrjunin er hjá West Ham en nýliðar Ipswich Town eru í þriðja sæti. Ipswich byrjar á því að mæta Liverpool (heima) og Manchester City (úti) í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Arsenal er síðan í fjórða sæti yfir erfiðustu byrjunina á komandi tímabili eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira