Pálmi stýrir KR að öllum líkindum út tímabilið Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2024 13:12 Gregg Ryder og Pálmi Rafn Pálmason í leik með KR í sumar. Vísir/Anton Brink „Þetta var í rauninni ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar KR í gær, að segja honum upp,“ segir Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Vísi. KR ákvað í gær að segja upp Gregg Ryder sem þjálfara liðsins. Ryder tók við KR fyrir tímabilið en liðið er nú í 8. sæti deildarinnar með 11 stig. Liðið hefur unnið þrjá leiki á tímabilinu og komu fyrstu tveir sigrarnir í fyrstu tveimur umferðunum. „Gengi liðsins er vonbrigði, árangurinn er undir pari að við teljum og það hefur verið trendið undanfarið að það er fátt jákvætt hægt að taka út úr einstaka leikjum. Og það var ekkert sem benti til þess, að okkar mati, að þetta væri að fara snúast við. Við töldum því þetta eina möguleikann til að hægt væri að snúa þessu við. Því miður er það yfirleitt þjálfarinn sem fær að taka pokann sinn, ekki heilt lið.“ Óskar hefur ekki áhuga á starfinu að svo stöddu Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liðinu í næsta leik, gegn Víkingum á laugardaginn. „Liðið er í góðum höndum hjá Pálma og við erum með mikinn mannauð innan félagsins af þjálfurum sem verða mönnum innan handar. Pálmi stýrir liðinu á laugardaginn og að öllum líkindum út tímabilið,“ segir Páll en félagið hefur ekki opnað neinar viðræður við annan þjálfara. Óskar Hrafn Þorvaldsson var á dögunum ráðinn til KR sem ráðgjafi. Hann mun ekki taka við þjálfum meistaraflokks að svo stöddu. „Það var alveg skýrt frá byrjun að Óskar væri ekki að fara taka að sér starf þjálfara meistaraflokks KR. Honum var því ekki boðið starfið í ljósi þess að hann hefur ekki áhuga á starfinu sem slíku. Auðvitað er Óskar frábær þjálfari og margir KR-ingar sem vilja sjá hann í þessu starfi en hann hefur alveg verið skýr í sinni afstöðu að hann muni ekki þjálfa meistaraflokk eins og sakir standa.“ Besta deild karla KR Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
KR ákvað í gær að segja upp Gregg Ryder sem þjálfara liðsins. Ryder tók við KR fyrir tímabilið en liðið er nú í 8. sæti deildarinnar með 11 stig. Liðið hefur unnið þrjá leiki á tímabilinu og komu fyrstu tveir sigrarnir í fyrstu tveimur umferðunum. „Gengi liðsins er vonbrigði, árangurinn er undir pari að við teljum og það hefur verið trendið undanfarið að það er fátt jákvætt hægt að taka út úr einstaka leikjum. Og það var ekkert sem benti til þess, að okkar mati, að þetta væri að fara snúast við. Við töldum því þetta eina möguleikann til að hægt væri að snúa þessu við. Því miður er það yfirleitt þjálfarinn sem fær að taka pokann sinn, ekki heilt lið.“ Óskar hefur ekki áhuga á starfinu að svo stöddu Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liðinu í næsta leik, gegn Víkingum á laugardaginn. „Liðið er í góðum höndum hjá Pálma og við erum með mikinn mannauð innan félagsins af þjálfurum sem verða mönnum innan handar. Pálmi stýrir liðinu á laugardaginn og að öllum líkindum út tímabilið,“ segir Páll en félagið hefur ekki opnað neinar viðræður við annan þjálfara. Óskar Hrafn Þorvaldsson var á dögunum ráðinn til KR sem ráðgjafi. Hann mun ekki taka við þjálfum meistaraflokks að svo stöddu. „Það var alveg skýrt frá byrjun að Óskar væri ekki að fara taka að sér starf þjálfara meistaraflokks KR. Honum var því ekki boðið starfið í ljósi þess að hann hefur ekki áhuga á starfinu sem slíku. Auðvitað er Óskar frábær þjálfari og margir KR-ingar sem vilja sjá hann í þessu starfi en hann hefur alveg verið skýr í sinni afstöðu að hann muni ekki þjálfa meistaraflokk eins og sakir standa.“
Besta deild karla KR Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn