Sjáðu fyrsta sjálfsmarkið sem Ítali skorar í sögu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 06:30 Riccardo Calafiori getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa sent boltann í eigið mark. Getty/Eric Verhoeven Evrópumeistarar Ítala voru undir á flestum sviðum á móti Spánverjum í leik þjóðanna í Evrópukeppninni í gærkvöldi en það voru þó þeir sjálfir sem á endanum tryggðu spænska liðinu sigurinn. Fimm mörk voru skoruð í þremur leikjum Evrópumótsins í gær. Fyrstu tveir leikirnir enduðu með 1-1 jafntefli en Spánn vann síðan 1-0 á Ítalíu í lokaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum. Riccardo Calafiori var skúrkurinn hjá Ítölum þegar hann sendi boltann í eigið mark. Þetta var í fyrsta sinn sem Ítalí skorar sjálfsmark í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þetta reyndist líka vera eina mark leiksins. Stórleikur kvöldsins var viðureign Spánar og Ítalíu þar sem eina mark leiksins var sjálfsmark. Allt það helsta úr leiknum hér! 🇪🇸🥘 🇮🇹🍕 pic.twitter.com/icw4QVkMOZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Markið kom eftir fyrirgjöf Nico Williams en lykilatriði var að Alvaro Morata skallaði boltann áfram á markteignum og sú snerting fipaði Calafiori sem fékk boltann í sig og hann fór í eigið mark. Spánverjar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum með þessum sigri. Þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en Ítalir eru í öðru sæti með þrjú stig. Albanir og Króatar eru í neðstu sætunum með eitt stig hvort lið. Englendingar komust yfir en áttu lítið skilið í 1-1 jafntefli á móti Dönum. Harry Kane skoraði fyrsta markið en Morten Hjulmand jafnaði fyrir Dana með þrumuskoti fyrir utan vítateiginn. Danmörk og England skildu jöfn þar sem Harry Kane og Morten Hjulmand skoruðu mörkin ⚽ pic.twitter.com/0i4G5MtXI5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Serbar tryggðu sér 1-1 jafntefli á móti Slóvenum á dramatískan hátt þegar Luka Jovic jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótatíma. Bakvörðurinn Zan Karnicnik hafði komið Slóvenum yfir. Enska liðið hafði tryggt sig áfram með sigri en er í mjög góðum málum með fjögur stig. Danir og Slóvenar eru með tvö stig og Serbar eitt. Serbía og Danmörk spila hálfgerðan úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitum í lokaumferðinni. Slóvenar voru hársbreidd frá því að vinna Serbíu en mark í uppbótartíma jafnaði leikinn! 🇸🇮🇷🇸 pic.twitter.com/r1bJA8CM3S— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
Fimm mörk voru skoruð í þremur leikjum Evrópumótsins í gær. Fyrstu tveir leikirnir enduðu með 1-1 jafntefli en Spánn vann síðan 1-0 á Ítalíu í lokaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum. Riccardo Calafiori var skúrkurinn hjá Ítölum þegar hann sendi boltann í eigið mark. Þetta var í fyrsta sinn sem Ítalí skorar sjálfsmark í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þetta reyndist líka vera eina mark leiksins. Stórleikur kvöldsins var viðureign Spánar og Ítalíu þar sem eina mark leiksins var sjálfsmark. Allt það helsta úr leiknum hér! 🇪🇸🥘 🇮🇹🍕 pic.twitter.com/icw4QVkMOZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Markið kom eftir fyrirgjöf Nico Williams en lykilatriði var að Alvaro Morata skallaði boltann áfram á markteignum og sú snerting fipaði Calafiori sem fékk boltann í sig og hann fór í eigið mark. Spánverjar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum með þessum sigri. Þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en Ítalir eru í öðru sæti með þrjú stig. Albanir og Króatar eru í neðstu sætunum með eitt stig hvort lið. Englendingar komust yfir en áttu lítið skilið í 1-1 jafntefli á móti Dönum. Harry Kane skoraði fyrsta markið en Morten Hjulmand jafnaði fyrir Dana með þrumuskoti fyrir utan vítateiginn. Danmörk og England skildu jöfn þar sem Harry Kane og Morten Hjulmand skoruðu mörkin ⚽ pic.twitter.com/0i4G5MtXI5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Serbar tryggðu sér 1-1 jafntefli á móti Slóvenum á dramatískan hátt þegar Luka Jovic jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótatíma. Bakvörðurinn Zan Karnicnik hafði komið Slóvenum yfir. Enska liðið hafði tryggt sig áfram með sigri en er í mjög góðum málum með fjögur stig. Danir og Slóvenar eru með tvö stig og Serbar eitt. Serbía og Danmörk spila hálfgerðan úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitum í lokaumferðinni. Slóvenar voru hársbreidd frá því að vinna Serbíu en mark í uppbótartíma jafnaði leikinn! 🇸🇮🇷🇸 pic.twitter.com/r1bJA8CM3S— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira