Sjáðu fyrsta sjálfsmarkið sem Ítali skorar í sögu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 06:30 Riccardo Calafiori getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa sent boltann í eigið mark. Getty/Eric Verhoeven Evrópumeistarar Ítala voru undir á flestum sviðum á móti Spánverjum í leik þjóðanna í Evrópukeppninni í gærkvöldi en það voru þó þeir sjálfir sem á endanum tryggðu spænska liðinu sigurinn. Fimm mörk voru skoruð í þremur leikjum Evrópumótsins í gær. Fyrstu tveir leikirnir enduðu með 1-1 jafntefli en Spánn vann síðan 1-0 á Ítalíu í lokaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum. Riccardo Calafiori var skúrkurinn hjá Ítölum þegar hann sendi boltann í eigið mark. Þetta var í fyrsta sinn sem Ítalí skorar sjálfsmark í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þetta reyndist líka vera eina mark leiksins. Stórleikur kvöldsins var viðureign Spánar og Ítalíu þar sem eina mark leiksins var sjálfsmark. Allt það helsta úr leiknum hér! 🇪🇸🥘 🇮🇹🍕 pic.twitter.com/icw4QVkMOZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Markið kom eftir fyrirgjöf Nico Williams en lykilatriði var að Alvaro Morata skallaði boltann áfram á markteignum og sú snerting fipaði Calafiori sem fékk boltann í sig og hann fór í eigið mark. Spánverjar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum með þessum sigri. Þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en Ítalir eru í öðru sæti með þrjú stig. Albanir og Króatar eru í neðstu sætunum með eitt stig hvort lið. Englendingar komust yfir en áttu lítið skilið í 1-1 jafntefli á móti Dönum. Harry Kane skoraði fyrsta markið en Morten Hjulmand jafnaði fyrir Dana með þrumuskoti fyrir utan vítateiginn. Danmörk og England skildu jöfn þar sem Harry Kane og Morten Hjulmand skoruðu mörkin ⚽ pic.twitter.com/0i4G5MtXI5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Serbar tryggðu sér 1-1 jafntefli á móti Slóvenum á dramatískan hátt þegar Luka Jovic jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótatíma. Bakvörðurinn Zan Karnicnik hafði komið Slóvenum yfir. Enska liðið hafði tryggt sig áfram með sigri en er í mjög góðum málum með fjögur stig. Danir og Slóvenar eru með tvö stig og Serbar eitt. Serbía og Danmörk spila hálfgerðan úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitum í lokaumferðinni. Slóvenar voru hársbreidd frá því að vinna Serbíu en mark í uppbótartíma jafnaði leikinn! 🇸🇮🇷🇸 pic.twitter.com/r1bJA8CM3S— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Fimm mörk voru skoruð í þremur leikjum Evrópumótsins í gær. Fyrstu tveir leikirnir enduðu með 1-1 jafntefli en Spánn vann síðan 1-0 á Ítalíu í lokaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum. Riccardo Calafiori var skúrkurinn hjá Ítölum þegar hann sendi boltann í eigið mark. Þetta var í fyrsta sinn sem Ítalí skorar sjálfsmark í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þetta reyndist líka vera eina mark leiksins. Stórleikur kvöldsins var viðureign Spánar og Ítalíu þar sem eina mark leiksins var sjálfsmark. Allt það helsta úr leiknum hér! 🇪🇸🥘 🇮🇹🍕 pic.twitter.com/icw4QVkMOZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Markið kom eftir fyrirgjöf Nico Williams en lykilatriði var að Alvaro Morata skallaði boltann áfram á markteignum og sú snerting fipaði Calafiori sem fékk boltann í sig og hann fór í eigið mark. Spánverjar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum með þessum sigri. Þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en Ítalir eru í öðru sæti með þrjú stig. Albanir og Króatar eru í neðstu sætunum með eitt stig hvort lið. Englendingar komust yfir en áttu lítið skilið í 1-1 jafntefli á móti Dönum. Harry Kane skoraði fyrsta markið en Morten Hjulmand jafnaði fyrir Dana með þrumuskoti fyrir utan vítateiginn. Danmörk og England skildu jöfn þar sem Harry Kane og Morten Hjulmand skoruðu mörkin ⚽ pic.twitter.com/0i4G5MtXI5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Serbar tryggðu sér 1-1 jafntefli á móti Slóvenum á dramatískan hátt þegar Luka Jovic jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótatíma. Bakvörðurinn Zan Karnicnik hafði komið Slóvenum yfir. Enska liðið hafði tryggt sig áfram með sigri en er í mjög góðum málum með fjögur stig. Danir og Slóvenar eru með tvö stig og Serbar eitt. Serbía og Danmörk spila hálfgerðan úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitum í lokaumferðinni. Slóvenar voru hársbreidd frá því að vinna Serbíu en mark í uppbótartíma jafnaði leikinn! 🇸🇮🇷🇸 pic.twitter.com/r1bJA8CM3S— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira