Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin þegar Víkingsstelpur unnu fyrstar topp­lið Blika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingskonurnar Emma Steinsen Jónsdóttir, Selma Dögg Björgvinsdóttir og Erna Guðrún Magnúsdóttir fagna marki Selmu.
Víkingskonurnar Emma Steinsen Jónsdóttir, Selma Dögg Björgvinsdóttir og Erna Guðrún Magnúsdóttir fagna marki Selmu. Vísir/Diego

Breiðablik tapaði sínum fyrstu stigum og sínum fyrsta leik þegar liðið heimsótti Víkinga í Fossvoginn í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær.

Blikakonur ætluðu sér eflaust að reyna að hefna fyrir tapið á móti Víkingi í bikarúrslitaleiknum í fyrra en Breiðablik hafði einnig unnið átta fyrstu deildarleiki sumarsins.

Það fór ekki svo því Víkingskonur unnu 2-1 sigur sem var jafnframt fyrsti heimasigur liðsins í sumar.

Bergdís Sveinsdóttir skoraði fyrra markið eftir sendingu frá Sigdísi Eva Bárðardóttur og Selma Dögg Björgvinsdóttir það síðara eftir sendingu frá Lindu Líf Boama.

Katrín Ásbjörnsdóttir minnkaði muninn fyrir Blika í uppbótatíma en það var ekki nóg.

Víkingsliðið komst upp í fimmta sætið með þessum sigri en tapið þýðir að Valskonur geta náð Blikum að stigum á toppnum með sigri á FH í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum.

Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Breiðabliks



Fleiri fréttir

Sjá meira


×