Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 08:37 Eyðileggingin er mikil á Gasa. Myndin er tekin í al-Bureij flóttamannabúðunum. Vísir/EPA Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að loftskeyti lentu aðeins nokkrum metrum frá skrifstofu Rauða krossins en starfsmenn samtakanna búa einnig í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Í tilkynningu var minnt á að allir stríðandi aðilar hafi skyldu til að koma í veg fyrir að almennir borgarar og skrifstofur mannúðarsamtaka verði fyrir skaða í slíkum árásum. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að þau væru með málið til skoðunar. Við fyrstu skoðun benti ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað. Í tilkynningu Rauða krossins kom einnig fram að mikill fjöldi hafi í kjölfarið leitað á vettvangsspítala Rauða krossins í nálægð við skrifstofurnar. 22 hefðu látist og 45 væru særð. Rauði krossinn segir þetta með einn af alvarlegum öryggisbrestum síðustu daga. Fram kemur í umfjöllun BBC að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem rekið er af Hamas, hafi 25 dáið og 50 verið særð. Nærri 38 þúsund almennir borgarar og hermenn hafa verið drepin á Gasa frá því að árásir Ísraela stigmögnuðust í október á síðasta ári. Af þeim eru um 15 þúsund konur, börn og aldraðir. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. 18. júní 2024 07:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að loftskeyti lentu aðeins nokkrum metrum frá skrifstofu Rauða krossins en starfsmenn samtakanna búa einnig í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Í tilkynningu var minnt á að allir stríðandi aðilar hafi skyldu til að koma í veg fyrir að almennir borgarar og skrifstofur mannúðarsamtaka verði fyrir skaða í slíkum árásum. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að þau væru með málið til skoðunar. Við fyrstu skoðun benti ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað. Í tilkynningu Rauða krossins kom einnig fram að mikill fjöldi hafi í kjölfarið leitað á vettvangsspítala Rauða krossins í nálægð við skrifstofurnar. 22 hefðu látist og 45 væru særð. Rauði krossinn segir þetta með einn af alvarlegum öryggisbrestum síðustu daga. Fram kemur í umfjöllun BBC að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem rekið er af Hamas, hafi 25 dáið og 50 verið særð. Nærri 38 þúsund almennir borgarar og hermenn hafa verið drepin á Gasa frá því að árásir Ísraela stigmögnuðust í október á síðasta ári. Af þeim eru um 15 þúsund konur, börn og aldraðir.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. 18. júní 2024 07:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53
Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. 18. júní 2024 07:26