Vonast til að geta stöðvað flæði yfir varnargarð fyrir lok dags Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 12:08 Myndin er tekin klukkan 10 í morgun og sést vel hversu vel hefur gengið að stöðva annan tauminn frá í gær. Mynd/Ari Guðmundsson Enn er glóð í gíg eldgossins við Sundhnúk. Hraunflæðið er nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarðana við orkuverið í Svartsengi en síðustu daga hefur runnið nokkuð stöðugt yfir varnargarðinn á nokkrum stöðum. „Það tókst í nótt að kæla annan af tveimur meginstraumunum sem eru enn að renna yfir varnargarðinn. Í morgun var annar straumurinn nánast hættur. Þannig það er einn eftir,“ segir Ari Guðmundsson sviðstjóri hjá verkfræðistofunni Verkís. Hann segir að í nótt hafi einnig verið unnið að því að safna fyllingarefni upp á garðinn. „Til þess að í dag eigum við von á því að ýta því ofan í hinn tauminn. Það er von okkar að fyrir lok dags getum við stoppað það yfirflæði sem hefur verið yfir garðinn.“ Myndin er tekin klukkan 22 í gær af hrauninu sem rennur yfir varnargarðinn.Mynd/Ari Guðmundsson Fyrir innan varnargarðinn er einnig búið að koma fyrir minni varnargarði til að stöðva það hraun sem þegar var þangað komið. Ari segir að hraunið sé komið að honum, en ekki honum öllum. „Það er raunverulega bara svo við missum hraunstrauminn ekki neðar inn á svæðið.“ Ari segir enn nokkra fjarlægð í orkuverið og enga hættu eins og er. Hraunflæðið sé enn nokkuð lítið. „Það er auðvitað töluvert hraun í kerfinu og það er þrýstingur á hraunstraumnum niður eftir. Það hefur áhrif á þetta að það er að renna, eða hefur tilhneigingu til að renna, yfir garðinn,“ segir Ari. Léttir á álagi að hraun renni út á fleiri stöðum Hann segir hraunið renna út á fleiri stöðum, eins og norðan megin við garðinn og það hjálpi til við að létta álagið. Ari segir menn orðna nokkuð vana að vinna í návígi við hraunið en það sé alltaf gætt að fyllst öryggi. „Þetta er auðvitað reynsla sem safnast upp í hópnum sem við erum að nýta.“ Hraunið rennur stöðugt.Mynd/Ari Guðmundsson Fram undan í dag er að halda áfram hraunkælingu og reyna að stöðva tauminn sem enn rennur yfir. „Við erum enn þá að kæla. Þó þetta sé nánast alveg stopp annar taumurinn viljum við tryggja örugglega að hann fari ekki af stað aftur. Við kælum enn og meira þetta svæði í dag.“ Hann segir erfiðara að koma kælibúnaði að hinum taumnum. „Þess vegna ætlum við að safna fyllingarefni þar og eigum von á því í dag að við verðumkomin með nægt fyllingarefni upp að til þess að geta ýtt ofan í strauminn og stíflað hann með þeim hætti.“ Slökkvilið dælir vatni á hraunið.Mynd/Ari Guðmundsson Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
„Það tókst í nótt að kæla annan af tveimur meginstraumunum sem eru enn að renna yfir varnargarðinn. Í morgun var annar straumurinn nánast hættur. Þannig það er einn eftir,“ segir Ari Guðmundsson sviðstjóri hjá verkfræðistofunni Verkís. Hann segir að í nótt hafi einnig verið unnið að því að safna fyllingarefni upp á garðinn. „Til þess að í dag eigum við von á því að ýta því ofan í hinn tauminn. Það er von okkar að fyrir lok dags getum við stoppað það yfirflæði sem hefur verið yfir garðinn.“ Myndin er tekin klukkan 22 í gær af hrauninu sem rennur yfir varnargarðinn.Mynd/Ari Guðmundsson Fyrir innan varnargarðinn er einnig búið að koma fyrir minni varnargarði til að stöðva það hraun sem þegar var þangað komið. Ari segir að hraunið sé komið að honum, en ekki honum öllum. „Það er raunverulega bara svo við missum hraunstrauminn ekki neðar inn á svæðið.“ Ari segir enn nokkra fjarlægð í orkuverið og enga hættu eins og er. Hraunflæðið sé enn nokkuð lítið. „Það er auðvitað töluvert hraun í kerfinu og það er þrýstingur á hraunstraumnum niður eftir. Það hefur áhrif á þetta að það er að renna, eða hefur tilhneigingu til að renna, yfir garðinn,“ segir Ari. Léttir á álagi að hraun renni út á fleiri stöðum Hann segir hraunið renna út á fleiri stöðum, eins og norðan megin við garðinn og það hjálpi til við að létta álagið. Ari segir menn orðna nokkuð vana að vinna í návígi við hraunið en það sé alltaf gætt að fyllst öryggi. „Þetta er auðvitað reynsla sem safnast upp í hópnum sem við erum að nýta.“ Hraunið rennur stöðugt.Mynd/Ari Guðmundsson Fram undan í dag er að halda áfram hraunkælingu og reyna að stöðva tauminn sem enn rennur yfir. „Við erum enn þá að kæla. Þó þetta sé nánast alveg stopp annar taumurinn viljum við tryggja örugglega að hann fari ekki af stað aftur. Við kælum enn og meira þetta svæði í dag.“ Hann segir erfiðara að koma kælibúnaði að hinum taumnum. „Þess vegna ætlum við að safna fyllingarefni þar og eigum von á því í dag að við verðumkomin með nægt fyllingarefni upp að til þess að geta ýtt ofan í strauminn og stíflað hann með þeim hætti.“ Slökkvilið dælir vatni á hraunið.Mynd/Ari Guðmundsson
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02